Annað álit segir að lífeyrissjóðir megi fella niður vexti Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2024 13:31 Hörður Guðbrandsson er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Í áliti Magna lögmanna, sem unnið er fyrir Verkalýðsfélag Grindavíkur, segir að lífeyrissjóðnum Gildi sé heimilt að fella niður vexti og verðbætur sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Í álitinu, sem Vísir hefur undir höndum, er leitað svara við því hvort lífeyrissjóðurinn Gildi hafi heimild að lögum til þess að gefa eftir kröfur á hendur lántakendum með því að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Í tilkynningu frá Gildi frá 13. desember síðastliðnum sagði að niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi vegna sjóðfélagalána í Grindavík, væri afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Þá höfðu verið uppi háværar kröfur um að lífeyrissjóðir gæfu vexti og verðbætur eftir við frystingu lána Grindvíkinga, líkt og stóru viðskiptabankarnir þrír ákváðu að gera. Kröfurnar urðu svo háværar að fjölmenn mótmæli voru haldin í höfuðsstöðvum Gildis og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var sakaður um að hafa farið fram með offorsi. Hann vísaði öllum slíkum ásökunum á bug. Lögfræðingarnir ekki sammála Sem áður segir fékk Gildi lögmannsstofuna LEX til þess að vinna fyrir sig lögfræðiálit um það hvort sjóðnum væri heimilt að fella niður vexti og verðbætur lántakenda með almennum hætti. Í tilkynningu þess efnis frá Gildi sagði að sjóðnum væri samkvæmt álitinu heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi var bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Nú hefur Verkalýðsfélag Grindavíkur fengið lögmannsstofuna Magna lögmenn til þess að vinna fyrir sig sams konar álit. Eins og svo oft áður komast lögfræðingarnir að andstæðri niðurstöðu. Ekki inngrip í eignarréttindi annarra sjóðfélaga Í niðurstöðum álitsins segir að það leiði ekki af lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða öðrum lögum að lífeyrissjóðnum Gildi sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Niðurfelling vaxta og verðbóta við þær aðstæður sem nú eru í Grindavík eigi stoð í heimildum til rekstrar sjóðsins samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og meginreglum samninga- og kröfuréttar, eftir atvikum eins og þær hafa verið lögfestar, þar með talið í lögum um fasteignalán til neytenda. Niðurfellingin myndi ekki fela í sér inngrip í eignarréttindi sjóðfélaga Gildis lífeyrissjóðs, sem væri andstætt ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins. Lífeyrissjóðir Stéttarfélög Grindavík Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir í ruglinu Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 9. janúar 2024 13:30 Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. 8. janúar 2024 10:26 Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5. janúar 2024 08:55 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Í álitinu, sem Vísir hefur undir höndum, er leitað svara við því hvort lífeyrissjóðurinn Gildi hafi heimild að lögum til þess að gefa eftir kröfur á hendur lántakendum með því að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Í tilkynningu frá Gildi frá 13. desember síðastliðnum sagði að niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi vegna sjóðfélagalána í Grindavík, væri afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Þá höfðu verið uppi háværar kröfur um að lífeyrissjóðir gæfu vexti og verðbætur eftir við frystingu lána Grindvíkinga, líkt og stóru viðskiptabankarnir þrír ákváðu að gera. Kröfurnar urðu svo háværar að fjölmenn mótmæli voru haldin í höfuðsstöðvum Gildis og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var sakaður um að hafa farið fram með offorsi. Hann vísaði öllum slíkum ásökunum á bug. Lögfræðingarnir ekki sammála Sem áður segir fékk Gildi lögmannsstofuna LEX til þess að vinna fyrir sig lögfræðiálit um það hvort sjóðnum væri heimilt að fella niður vexti og verðbætur lántakenda með almennum hætti. Í tilkynningu þess efnis frá Gildi sagði að sjóðnum væri samkvæmt álitinu heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi var bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Nú hefur Verkalýðsfélag Grindavíkur fengið lögmannsstofuna Magna lögmenn til þess að vinna fyrir sig sams konar álit. Eins og svo oft áður komast lögfræðingarnir að andstæðri niðurstöðu. Ekki inngrip í eignarréttindi annarra sjóðfélaga Í niðurstöðum álitsins segir að það leiði ekki af lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða öðrum lögum að lífeyrissjóðnum Gildi sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Niðurfelling vaxta og verðbóta við þær aðstæður sem nú eru í Grindavík eigi stoð í heimildum til rekstrar sjóðsins samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og meginreglum samninga- og kröfuréttar, eftir atvikum eins og þær hafa verið lögfestar, þar með talið í lögum um fasteignalán til neytenda. Niðurfellingin myndi ekki fela í sér inngrip í eignarréttindi sjóðfélaga Gildis lífeyrissjóðs, sem væri andstætt ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins.
Lífeyrissjóðir Stéttarfélög Grindavík Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir í ruglinu Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 9. janúar 2024 13:30 Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. 8. janúar 2024 10:26 Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5. janúar 2024 08:55 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Lífeyrissjóðir í ruglinu Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 9. janúar 2024 13:30
Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. 8. janúar 2024 10:26
Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5. janúar 2024 08:55