„Þetta voru vinir mínir, skepnurnar” Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2024 20:03 Guðmunda í Lækjartúni, sem neitar að hætta búskap og er nú komin með fjórar hænur og einn hana eftir að öllum skepnum hennar var slátrað í óleyfi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda Tyrfingsdóttir, bóndi á tíræðisaldri sem vann fullnaðarsigur gegn Matvælastofnun þegar skepnum hennar var slátrað, ætlar ekki að gefast upp í búskapnum því hún er búin að fá sér hænur. Matvælastofnun hefur sent henni afsökunarbeiðni og lagt inn á hana andvirði skepnanna, sem var slátrað í óleyfi. Guðmunda dvelur um þessar mundir á dvalarheimilinu Lundi á Hellu eftir að hafa orðið fyrir smá byltu heima hjá sér í Lækjartúni í Ásahreppi. Þar hefur hún stundað búskap í áratugi með góðum árangri, aðallega með kýr, auk þess að hafa verið með sauðfé, hross og hænur. Eins og kunnugt er þá var öllum skepnum Guðmundu slátrað að skipun Matvælastofnunar. Guðmunda krafðist þá að ákvörðun stofnunarinnar yrði felld úr gildi og að það yrði viðurkennt að búfé hennar hafi verið slátrað með ólögmætri stjórnvaldsaðgerð. Matvælaráðuneytið úrskurðaði Guðmundu í vil, það mátti ekki slátra búpening hennar. Og þú varst bara ákveðin að fara í mál við stofnunina? „Mér fannst ég gæti ekki annað því mér fannst þetta svo langt gengið því mér var sagt að ég væri bara svipt öllu andmælafrelsi og hefði ekkert með skepnurnar að gera. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt. Skepnurnar voru ekkert illa haldnar eða vanhirtar. Ég reyndi að fá hjálp til að sinna þeim ef ég gat það ekki sjálf,” segir Guðmunda. Guðmunda hefur fengið bréf og afsökunarbeiðni frá Matvælastofnun og búið er að greiða henni innleggið frá sláturhúsi með dráttarvöxtum, alls 836.292 krónur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fékkstu einhverja hjálp eða hvernig var það? „Já, það fékk ég sannarlega en Matvælastofnun hlustaði ekki á það,” segir hún. Guðmunda hefur nú fengið yfirlit frá Matvælastofnun yfir skepnurnar, sem var slátrað með upplýsingum um andvirði þeirra og hefur peningurinn verður lagður inn á reikning Guðmundu. Þá biðst Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri stofnunarinnar velvirðingar á þessum mistökum og harmar óþægindin. „Manni finnst kannski mest um vert ef við getum lært af vitleysunni og komið einhverju til betri vegar. Þetta voru óþarfa læti. Þetta voru vinir mínir, skepnurnar,” segir Guðmunda. Guðmunda segir að skepnunum, sem hafi verið slátrað hafi verið vinir sínir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda er nú búin að fá sér fjórar hænur og einn hana, sem eru í pössun á meðan hún er á Lundi. „Það er betra en ekki því þau voru hjá mér í sumar og töluðu við mig sínu hænumáli. Haninn varð eitthvað lasin og svo hresstist hann og fékk nafnið Ófeigur,” segir hún alsæl. Guðmunda segist vonast til að geta farið heim aftur í Lækjartún en hún verður 92 ára 13. febrúar næstkomandi. Guðmunda er nú á Lundi á Hellu þar sem hún segir að stjanað sé við sig alla daga en hún vonast þó til að komast aftur fljótlega heim í Lækjartún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda var sótt heim í Ísland í dag árið 2011 og fengu áhorfendur þá að skyggnast inn í líf hennar og búskap. Hér fyrir neðan má sjá frá þeim þætti: Ásahreppur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Eldri borgarar Tengdar fréttir Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. 28. desember 2023 18:11 MAST mátti ekki slátra skepnum Guðmundu Ákvörðun Matvælastofnunar um að vörslusvipta Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda búfénaði sínum og slátra honum hefur verið úrskurðuð ólögmæt af matvælaráðuneytinu. Lögmaður Guðmundu segir Guðmundu sátta með úrskurðinn þó dýrin snúi aldrei heim. 19. desember 2023 16:36 Erfiðast að skyldfólkið hafi komið skepnunum fyrir kattarnef Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús. 13. janúar 2023 15:57 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Guðmunda dvelur um þessar mundir á dvalarheimilinu Lundi á Hellu eftir að hafa orðið fyrir smá byltu heima hjá sér í Lækjartúni í Ásahreppi. Þar hefur hún stundað búskap í áratugi með góðum árangri, aðallega með kýr, auk þess að hafa verið með sauðfé, hross og hænur. Eins og kunnugt er þá var öllum skepnum Guðmundu slátrað að skipun Matvælastofnunar. Guðmunda krafðist þá að ákvörðun stofnunarinnar yrði felld úr gildi og að það yrði viðurkennt að búfé hennar hafi verið slátrað með ólögmætri stjórnvaldsaðgerð. Matvælaráðuneytið úrskurðaði Guðmundu í vil, það mátti ekki slátra búpening hennar. Og þú varst bara ákveðin að fara í mál við stofnunina? „Mér fannst ég gæti ekki annað því mér fannst þetta svo langt gengið því mér var sagt að ég væri bara svipt öllu andmælafrelsi og hefði ekkert með skepnurnar að gera. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt. Skepnurnar voru ekkert illa haldnar eða vanhirtar. Ég reyndi að fá hjálp til að sinna þeim ef ég gat það ekki sjálf,” segir Guðmunda. Guðmunda hefur fengið bréf og afsökunarbeiðni frá Matvælastofnun og búið er að greiða henni innleggið frá sláturhúsi með dráttarvöxtum, alls 836.292 krónur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fékkstu einhverja hjálp eða hvernig var það? „Já, það fékk ég sannarlega en Matvælastofnun hlustaði ekki á það,” segir hún. Guðmunda hefur nú fengið yfirlit frá Matvælastofnun yfir skepnurnar, sem var slátrað með upplýsingum um andvirði þeirra og hefur peningurinn verður lagður inn á reikning Guðmundu. Þá biðst Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri stofnunarinnar velvirðingar á þessum mistökum og harmar óþægindin. „Manni finnst kannski mest um vert ef við getum lært af vitleysunni og komið einhverju til betri vegar. Þetta voru óþarfa læti. Þetta voru vinir mínir, skepnurnar,” segir Guðmunda. Guðmunda segir að skepnunum, sem hafi verið slátrað hafi verið vinir sínir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda er nú búin að fá sér fjórar hænur og einn hana, sem eru í pössun á meðan hún er á Lundi. „Það er betra en ekki því þau voru hjá mér í sumar og töluðu við mig sínu hænumáli. Haninn varð eitthvað lasin og svo hresstist hann og fékk nafnið Ófeigur,” segir hún alsæl. Guðmunda segist vonast til að geta farið heim aftur í Lækjartún en hún verður 92 ára 13. febrúar næstkomandi. Guðmunda er nú á Lundi á Hellu þar sem hún segir að stjanað sé við sig alla daga en hún vonast þó til að komast aftur fljótlega heim í Lækjartún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda var sótt heim í Ísland í dag árið 2011 og fengu áhorfendur þá að skyggnast inn í líf hennar og búskap. Hér fyrir neðan má sjá frá þeim þætti:
Ásahreppur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Eldri borgarar Tengdar fréttir Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. 28. desember 2023 18:11 MAST mátti ekki slátra skepnum Guðmundu Ákvörðun Matvælastofnunar um að vörslusvipta Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda búfénaði sínum og slátra honum hefur verið úrskurðuð ólögmæt af matvælaráðuneytinu. Lögmaður Guðmundu segir Guðmundu sátta með úrskurðinn þó dýrin snúi aldrei heim. 19. desember 2023 16:36 Erfiðast að skyldfólkið hafi komið skepnunum fyrir kattarnef Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús. 13. janúar 2023 15:57 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. 28. desember 2023 18:11
MAST mátti ekki slátra skepnum Guðmundu Ákvörðun Matvælastofnunar um að vörslusvipta Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda búfénaði sínum og slátra honum hefur verið úrskurðuð ólögmæt af matvælaráðuneytinu. Lögmaður Guðmundu segir Guðmundu sátta með úrskurðinn þó dýrin snúi aldrei heim. 19. desember 2023 16:36
Erfiðast að skyldfólkið hafi komið skepnunum fyrir kattarnef Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús. 13. janúar 2023 15:57