Segir frumvarp Svandísar svik við þjóðina Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2024 13:26 Sigurjón gagnrýnir drög að frumvarpi um sjávarútvegsmál, sem Svandís hefur haft talsvert fyrir að skrúfa saman, harðlega. Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og varaþingmaður Flokks fólksins, er ómyrkur í máli um nýtt frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um sjávarútveg. „Þetta segir auðvitað það að Svandís gerir ekkert með stefnu Vg og vill frekar skrúfa óbreytt kerfi niður. Öll þessi vinna sem kostaði á annað hundrað milljónir, það er „Auðlindin okkar“ var bara leikrit. Leikritið gekk út á að teygja lopann og ætla ekki að breyta einu né neinu,“ segir Sigurjón í samtali við Vísi. Nú er deilt um stöðu Svandísar innan ríkisstjórnarinnar og reyndar ríkisstjórnarsamstarfið sjálft í tengslum við álit umboðsmanns vegna ákvörðunar Svandísar að leggja bann við hvalveiðum í sumar með engum fyrirvara. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur greint frá því að hún hyggist leggja fram vantrauststillögu á Svandísi þegar þing kemur saman og vonar hún að það verði í samstarfi við fleiri foringja stjórnarandstöðunnar. Morgunblaðið greinir frá óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins í morgun og að því hefur verið látið liggja að þeir vilji losna við hana úr ráðuneytinu, meðal annars vegna þessa frumvarps. En sé þetta rétt sem Sigurjón segir, þá ætti Sjálfstæðismönnum að hugnast vel þetta nýja frumvarp. Hörð umsögn á samráðsgáttinni Frumvarpið hefur verið lengi í vinnslu og eru vandfundin dæmi um eins ítarlegan undirbúning og fyrir þetta frumvarp. Þverpólitíska og faglega sátt átti að finna með skipan samráðsnefndarinnar Auðlindin okkar – að þjóðin tæki fiskveiðistjórnunarkerfið í sátt. Í drögum um sjávarútvegsstefnu er að finna framtíðarsýn íslensks sjávarútvegs til 2040, hvorki meira né minna. Svandís skrifaði grein á Vísi þar sem hún talar um tímamótafrumvarp. „Mín von er sú að með þeim umbótum sem lagðar eru til sérstaklega á sviði gagnsæis séu sköpuð skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg, enda séu leikreglur skýrari, upplýsingar liggi fyrir og ýmis álitamál leidd til lykta,“ segir meðal annars í grein Svandísar. En ef marka má Sigurjón eru þetta leiktjöld sett voru upp. Umsögn Sigurjóns um frumvarpið má finna á samráðsgátt en vefmiðillinn Miðjan segir ítarlega af efni hennar. „Í stuttu máli, þá sjást engin merki þess í frumvarpinu að verið sé að stíga skref til sátta en þau hljóta að miða að því að tryggja jafnræði í aðgengi að nýtingu auðlindarinnar, allt í senn til veiða, vinnslu og verðmætasköpunar á fiskafurðum. Ef frumvarpið verður samþykkt mun það augljóslega leiða til þess að þjóðin verði af gríðarlegum verðmætum sem og leiða til fákeppni og hnignunar greinarinnar,“ segir Sigurjón. Sigurjón ómyrkur í máli Að sögn varaþingmannsins var til að mynda rökstuddum athugasemdum í engu svarað og nefnir Sigurjón dæmi um fullyrðingar sem lagt var út af í þá veru að íslenska kerfið væri það besta í heimi. „Óskaði ég t.d. sérstaklega í þessu samhengi eftir upplýsingum um á hvaða samanburði matvælaráðuneytið byggði fullyrðingu sína um að Ísland væri eina landið innan OECD sem skilaði ríkissjóði jákvæðri afkomu. Þar varð fátt um svör þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur önnur en þau að vísa í einn af höfundum kvótakerfisins sem iðulega hefur haft rangt fyrir sér um afrakstur og kosti núverandi kerfis. Eftir stóð að engin gögn lágu til grundvallar frasakenndum fullyrðingum, sem vekur furðu og hlýtur að draga verulega úr trúverðugleika matvælaráðherra.“ Sigurjón segir að Svandís hafi sýnt af sér mikil óheilindim frumvarpið sé í engu í takti við stefnu Vinstri grænna í málaflokknum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Sjá meira
„Þetta segir auðvitað það að Svandís gerir ekkert með stefnu Vg og vill frekar skrúfa óbreytt kerfi niður. Öll þessi vinna sem kostaði á annað hundrað milljónir, það er „Auðlindin okkar“ var bara leikrit. Leikritið gekk út á að teygja lopann og ætla ekki að breyta einu né neinu,“ segir Sigurjón í samtali við Vísi. Nú er deilt um stöðu Svandísar innan ríkisstjórnarinnar og reyndar ríkisstjórnarsamstarfið sjálft í tengslum við álit umboðsmanns vegna ákvörðunar Svandísar að leggja bann við hvalveiðum í sumar með engum fyrirvara. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur greint frá því að hún hyggist leggja fram vantrauststillögu á Svandísi þegar þing kemur saman og vonar hún að það verði í samstarfi við fleiri foringja stjórnarandstöðunnar. Morgunblaðið greinir frá óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins í morgun og að því hefur verið látið liggja að þeir vilji losna við hana úr ráðuneytinu, meðal annars vegna þessa frumvarps. En sé þetta rétt sem Sigurjón segir, þá ætti Sjálfstæðismönnum að hugnast vel þetta nýja frumvarp. Hörð umsögn á samráðsgáttinni Frumvarpið hefur verið lengi í vinnslu og eru vandfundin dæmi um eins ítarlegan undirbúning og fyrir þetta frumvarp. Þverpólitíska og faglega sátt átti að finna með skipan samráðsnefndarinnar Auðlindin okkar – að þjóðin tæki fiskveiðistjórnunarkerfið í sátt. Í drögum um sjávarútvegsstefnu er að finna framtíðarsýn íslensks sjávarútvegs til 2040, hvorki meira né minna. Svandís skrifaði grein á Vísi þar sem hún talar um tímamótafrumvarp. „Mín von er sú að með þeim umbótum sem lagðar eru til sérstaklega á sviði gagnsæis séu sköpuð skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg, enda séu leikreglur skýrari, upplýsingar liggi fyrir og ýmis álitamál leidd til lykta,“ segir meðal annars í grein Svandísar. En ef marka má Sigurjón eru þetta leiktjöld sett voru upp. Umsögn Sigurjóns um frumvarpið má finna á samráðsgátt en vefmiðillinn Miðjan segir ítarlega af efni hennar. „Í stuttu máli, þá sjást engin merki þess í frumvarpinu að verið sé að stíga skref til sátta en þau hljóta að miða að því að tryggja jafnræði í aðgengi að nýtingu auðlindarinnar, allt í senn til veiða, vinnslu og verðmætasköpunar á fiskafurðum. Ef frumvarpið verður samþykkt mun það augljóslega leiða til þess að þjóðin verði af gríðarlegum verðmætum sem og leiða til fákeppni og hnignunar greinarinnar,“ segir Sigurjón. Sigurjón ómyrkur í máli Að sögn varaþingmannsins var til að mynda rökstuddum athugasemdum í engu svarað og nefnir Sigurjón dæmi um fullyrðingar sem lagt var út af í þá veru að íslenska kerfið væri það besta í heimi. „Óskaði ég t.d. sérstaklega í þessu samhengi eftir upplýsingum um á hvaða samanburði matvælaráðuneytið byggði fullyrðingu sína um að Ísland væri eina landið innan OECD sem skilaði ríkissjóði jákvæðri afkomu. Þar varð fátt um svör þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur önnur en þau að vísa í einn af höfundum kvótakerfisins sem iðulega hefur haft rangt fyrir sér um afrakstur og kosti núverandi kerfis. Eftir stóð að engin gögn lágu til grundvallar frasakenndum fullyrðingum, sem vekur furðu og hlýtur að draga verulega úr trúverðugleika matvælaráðherra.“ Sigurjón segir að Svandís hafi sýnt af sér mikil óheilindim frumvarpið sé í engu í takti við stefnu Vinstri grænna í málaflokknum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Sjá meira