Sara eyðir klukkutíma á dag í súrefnisklefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 09:01 Sara Sigmundsdóttir leitar allra ráða til að ná sér af meiðslunum. Skjámynd/Youtube/3407 Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leitar þessa dagana allra ráða og allra leiða til að ná sér góðri af meiðslum sínum áður en nýtt tímabil hefst með CrossFit Open í næsta mánuði. Sara opinberaði það í gær hvað hún gerir núna fimm sinnum í viku til viðbótar því að mæta á venjulega æfingar. Hún meiddist í undirbúningi sínum fyrir Down Under Championship í lok síðasta árs og gat ekki keppt í Ástralíu. Nú er hún komin aftur heim til Íslands. Sara ákvað að leita sér frekar aðstoðar til að ná sér góðri af meiðslunum fyrir tímabilið. Það kom Söru á óvart að geta fundið meðferðastöð á Íslandi til að hjálpa sér en hún fann slíka stöð hjá Greenfit á Dalvegi í Kópavogi. Háð niðurstöðunum „Þú þarf ekki að elska vinnuna en þú gerir þetta samt sem áður af því að þú ert háð niðurstöðunum,“ skrifar Sara í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir þar frá þremur meðferðum sem hafa verið í forgangi hjá henni síðan hún kom til Íslands. „Ég er að vinna að því að ná mér góðri svo ég get farið að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Það styttist í nýtt tímabil og ég geri allt sem ég get til að sjá til þess að ég verði klár í slaginn,“ skrifar Sara. Fimm sinnum í viku Hún segir frá því að fimm sinnum í viku fer hún í tuttugu mínútna rauðljósameðferð, eyðir klukkutíma í súrefnisklefa og er að lokum í þrjár til fjórar mínútur í kuldameðferð á fullum styrk. „Ég vissi ekki að það væri svona meðferðastöð á Íslandi en ég get þakkað henni Eik Gylfadóttur minni fyrir að kynna mig fyrir Greenfit. Þau tóku vel á móti mér með opnum örmum og eru að hjálpa mér í endurhæfingunni. Ég verð þeim ávallt þakklát og þau losna kannski aldrei við mig,“ skrifar Sara. Sara sýndi líka myndband af sér fara í þessar meðferðir og þar má sjá hana vinna í tölvunni sinni á meðan hún eyðir klukkutíma í súrefnisklefanum. Meðferðirnar þrjár Fyrirtækið kynnir meðferðir sínar á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að meðferð í rauðum ljósum getur flýtt fyrir gróanda í vefjum líkamans ásamt því að geta dregið úr hrukkumyndun og öldrun húðarinnar. Sýnt hefur verið fram á ýmis önnur jákvæð áhrif rauðljósameðferðar svo sem aukið blóðflæði í vefjum. Súrefnismeðferð í súrefnisklefa er þar sögð verða heildræn meðferð sem bætir súrefnisflutning til frumna og þar með forsendur til heilbrigðra efnaskipta og heilsu. Meðferðin getur bætt getu frumanna til að hreinsa og endurnýja sig. Markmiðið er að auka súrefnisinnihald í blóði til að gera við vefi og endurheimta eðlilega starfsemi líkamans. Súrefnismeðferð er notuð til að auka súrefnismettun, efla blóðrás, draga úr öldrun og auka heilbrigði fruma. Kuldameðferð (cryotherapy á ensku) getur haft margvísleg góð áhrif á heilsu og líðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Sara opinberaði það í gær hvað hún gerir núna fimm sinnum í viku til viðbótar því að mæta á venjulega æfingar. Hún meiddist í undirbúningi sínum fyrir Down Under Championship í lok síðasta árs og gat ekki keppt í Ástralíu. Nú er hún komin aftur heim til Íslands. Sara ákvað að leita sér frekar aðstoðar til að ná sér góðri af meiðslunum fyrir tímabilið. Það kom Söru á óvart að geta fundið meðferðastöð á Íslandi til að hjálpa sér en hún fann slíka stöð hjá Greenfit á Dalvegi í Kópavogi. Háð niðurstöðunum „Þú þarf ekki að elska vinnuna en þú gerir þetta samt sem áður af því að þú ert háð niðurstöðunum,“ skrifar Sara í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir þar frá þremur meðferðum sem hafa verið í forgangi hjá henni síðan hún kom til Íslands. „Ég er að vinna að því að ná mér góðri svo ég get farið að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Það styttist í nýtt tímabil og ég geri allt sem ég get til að sjá til þess að ég verði klár í slaginn,“ skrifar Sara. Fimm sinnum í viku Hún segir frá því að fimm sinnum í viku fer hún í tuttugu mínútna rauðljósameðferð, eyðir klukkutíma í súrefnisklefa og er að lokum í þrjár til fjórar mínútur í kuldameðferð á fullum styrk. „Ég vissi ekki að það væri svona meðferðastöð á Íslandi en ég get þakkað henni Eik Gylfadóttur minni fyrir að kynna mig fyrir Greenfit. Þau tóku vel á móti mér með opnum örmum og eru að hjálpa mér í endurhæfingunni. Ég verð þeim ávallt þakklát og þau losna kannski aldrei við mig,“ skrifar Sara. Sara sýndi líka myndband af sér fara í þessar meðferðir og þar má sjá hana vinna í tölvunni sinni á meðan hún eyðir klukkutíma í súrefnisklefanum. Meðferðirnar þrjár Fyrirtækið kynnir meðferðir sínar á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að meðferð í rauðum ljósum getur flýtt fyrir gróanda í vefjum líkamans ásamt því að geta dregið úr hrukkumyndun og öldrun húðarinnar. Sýnt hefur verið fram á ýmis önnur jákvæð áhrif rauðljósameðferðar svo sem aukið blóðflæði í vefjum. Súrefnismeðferð í súrefnisklefa er þar sögð verða heildræn meðferð sem bætir súrefnisflutning til frumna og þar með forsendur til heilbrigðra efnaskipta og heilsu. Meðferðin getur bætt getu frumanna til að hreinsa og endurnýja sig. Markmiðið er að auka súrefnisinnihald í blóði til að gera við vefi og endurheimta eðlilega starfsemi líkamans. Súrefnismeðferð er notuð til að auka súrefnismettun, efla blóðrás, draga úr öldrun og auka heilbrigði fruma. Kuldameðferð (cryotherapy á ensku) getur haft margvísleg góð áhrif á heilsu og líðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira