Háleit markmið Hauka verða ekki að veruleika: „Leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2024 11:31 Helgi Már Magnússon var ekki mjög bjartsýnn fyrir komandi misseri hjá Haukum og sagði neikvæða orku svífa yfir vötnum á Völlunum. skjáskot / subway körfuboltakvöld Haukar höfðu háleit markmið fyrir tímabilið í Subway deild karla en finna sig nú öllu nær botninum en toppinum. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds sammæltust um að útlitið væri ekki bjart. Máté Dalmay, þjálfara Hauka, lét hafa það eftir sér í viðtali við Körfuna að liðið ætlaði sér að “verða Íslandsmeistarar í meistaraflokk, ungmennaflokk, tólfta flokk og ellefta flokk”. Þær yfirlýsingar hafa ekki raungerst og Haukar herja nú baráttu á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum og situr í 10. sæti deildarinnar, með 3 sigra og 9 töp. Breiðablik er í 11. sætinu með 2 sigra og 10 töp. „Þarf bara að sætta mig við að við séum í fallbaráttu. Það er eitthvað sem ég þekki persónulega ekki. Þarf maður ekki bara setja sig í stellingar fyrir það og bjarga því sem hægt er að bjarga í vetur. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér, við erum ekki að horfa upp töfluna heldur niður“ sagði Máté eftir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. Klippa: Haukar í fallbaráttu „Hann er bara í bullandi vandræðum, bullandi fallbaráttu og þetta hljóta að vera hrikalega mikil vonbrigði“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöldsins. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið raunhæft markmið, þeir misstu nánast allt byrjunarliðið frá í fyrra. Fengu vissulega frambærilega leikmenn en það náði ekki að smella. Hvort Máté hafi verið í fallbaráttu áður skiptir engu máli, nú þarf bara að stilla sig inn á það, koma þessu liði í gang og reyna að vinna einhverja leiki. Ég horfði á þennan leik, það er leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ hafði Helgi Már Magnússon að segja um vandræði Hauka. „Mér finnst Máté þurfa að læra að hætta að einbeita sér að sjálfum sér. Þegar liðið spilar illa kennir hann leikmönnum um, þegar gengur vel er það honum að þakka. Ég væri til í að heyra hann tala meira um liðið sem heild. Þeir eru með fínt lið á pappírum, takið ykkur saman í andlitinu, farið í eitt gott partý, lífgið upp á hópinn og hafið smá gaman“ ráðlagði Sævar Sævarsson þeim að gera. Haukar heimsækja Njarðvík í næstu umferð, leikurinn fer fram þann 11. janúar klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni. Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Haukar Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Máté Dalmay, þjálfara Hauka, lét hafa það eftir sér í viðtali við Körfuna að liðið ætlaði sér að “verða Íslandsmeistarar í meistaraflokk, ungmennaflokk, tólfta flokk og ellefta flokk”. Þær yfirlýsingar hafa ekki raungerst og Haukar herja nú baráttu á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum og situr í 10. sæti deildarinnar, með 3 sigra og 9 töp. Breiðablik er í 11. sætinu með 2 sigra og 10 töp. „Þarf bara að sætta mig við að við séum í fallbaráttu. Það er eitthvað sem ég þekki persónulega ekki. Þarf maður ekki bara setja sig í stellingar fyrir það og bjarga því sem hægt er að bjarga í vetur. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér, við erum ekki að horfa upp töfluna heldur niður“ sagði Máté eftir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. Klippa: Haukar í fallbaráttu „Hann er bara í bullandi vandræðum, bullandi fallbaráttu og þetta hljóta að vera hrikalega mikil vonbrigði“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöldsins. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið raunhæft markmið, þeir misstu nánast allt byrjunarliðið frá í fyrra. Fengu vissulega frambærilega leikmenn en það náði ekki að smella. Hvort Máté hafi verið í fallbaráttu áður skiptir engu máli, nú þarf bara að stilla sig inn á það, koma þessu liði í gang og reyna að vinna einhverja leiki. Ég horfði á þennan leik, það er leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ hafði Helgi Már Magnússon að segja um vandræði Hauka. „Mér finnst Máté þurfa að læra að hætta að einbeita sér að sjálfum sér. Þegar liðið spilar illa kennir hann leikmönnum um, þegar gengur vel er það honum að þakka. Ég væri til í að heyra hann tala meira um liðið sem heild. Þeir eru með fínt lið á pappírum, takið ykkur saman í andlitinu, farið í eitt gott partý, lífgið upp á hópinn og hafið smá gaman“ ráðlagði Sævar Sævarsson þeim að gera. Haukar heimsækja Njarðvík í næstu umferð, leikurinn fer fram þann 11. janúar klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni. Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Haukar Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira