Glatað að vera niðurlægður á almannafæri Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. janúar 2024 19:00 Max er að sögn Más augun hans og besti vinur hans. Már Gunnarsson Má Gunnarssyni og leiðsöguhundi hans var meinaður aðgangur að Langbest í Keflavík vegna stefnu veitingastaðarins um að leyfa ekki gæludýr. Forsvarsmenn Langbest bera fyrir sig vanþekkingu á lögum um leiðsöguhunda og hafa beðið Má afsökunar. Már segir glatað að vera niðurlægður á þennan máta en kann að meta skjót viðbrögð staðarins. Langbest birti færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag þar sem þau greindu frá atvikinu. „Það atvik gerðist á veitingastað okkar að blindur einstaklingur kom til okkar ásamt leiðsöguhundi sínum. Á Langbest er það yfirlýst stefna að gæludýr eru ekki leyfð yfir höfuð og því varð uppi fótur og fit hvort gefa ætti undanþágu vegna þessa aðstæðna,“ segir í færslunni. „Satt best að segja þá vorum við á Langbest illa upplýst um að það væru lög í landinu sem banna að aðskilja leiðsöguhunda frá eigendum sínum og hikuðum við að bjóða hann velkominn á staðinn. Við það yfirgáfu þessir gestir staðinn okkar verulega ósáttir, skiljanlega,“ segir jafnframt. „Af því tilefni viljum við öll á Langbest biðjast afsökunar á þessum mistökum okkar og viljum að það komi skýrt fram að allir leiðsöguhundar blindra einstaklinga eru velkomnir á veitingastað okkar. Það er mikilvægt að koma þessum skilaboðum á framfæri sem víðast þannig að sem flestir séu upplýstir um þessi mál,“ segir að lokum í færslunni. Bæði í ósamræmi við lög og niðurlægjandi Þegar skoðað er hverjir hafa deilt færslu Langbest kemur í ljós að Már Gunnarsson, Ólympíufari og söngvari, er sá sem lenti í þessu leiðinlega atviki. Már sem hefur áður talað hispurslaust um reynslu sína af því að vera blindur einstaklingur deildi færslunni fyrir skömmu og greinir frá sinni hlið af atvikinu. „Nú fyrir helgi gerðist það í fyrsta skipti á Íslandi að mér og leiðsöguhundinum Max var meinaður aðgangur að veitingarstað. Við fjölskyldan höfðum hugsað okkur að eiga saman ánægjulega stund áður enn ég færi aftur út til Englands en augljóslega settu þessar móttökur strik í reikninginn!“ skrifar hann í færslunni. Már og Max hafa fylgst að í rúmlega tvö ár.Már Gunnarsson „Það er eitt að þetta er í ósamræði við lög, en tilfinningalega er það glatað að fá svona höfnun og niðurlægingu á almannafæri í andlitið þegar maður er að gera sitt besta að lifa eðlilegu og sjálfstæðu lífi sem blindur einstaklingur!“ segir Már jafnframt. Már segist hafa fengið hringingu frá eiganda Langbest snemma morguns daginn eftir atvikið. Hann hafi verið miður sín yfir atvikinu og beðist innilega afsökunar fyrir hönd staðarins. Enn fremur vildi eigandinn koma skilaboðum á framfæri svo aðrir veitingastaðir myndu læra af mistökum þeirra. „Ég kann að meta þessi skjótu viðbrögð og hlakka til að mæta með Max á Langbest, fá mér m.a brauðstangir þegar ég verð á landinu næst!“ skrifar Már að lokum. Ekki náðist í Langbest við skrif fréttarinnar. Málefni fatlaðs fólks Hundar Tengdar fréttir Þakklátur fyrir fagmennsku og góðvild Sundkappinn söngelski Már Gunnarsson segist gríðarlega ánægður með þjónustu Play í flugi sínu heim til landsins í dag. Hann og hundurinn hans Max voru kampakátir og segja það hafa verið besta flug þeirra til þessa. 17. desember 2023 11:15 „Líður eins og það sé verið að segja mér að skilja augun mín eftir“ Már Gunnarsson, söngvari og námsmaður, þarf að borga háan kostnað í hvert skipti sem hann heimsækir fjölskylduna til Íslands með leiðsöguhundinn sinn. Hann segir það eina í stöðunni að láta hundinn frá sér verði ekkert gert. 18. júní 2023 15:39 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Langbest birti færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag þar sem þau greindu frá atvikinu. „Það atvik gerðist á veitingastað okkar að blindur einstaklingur kom til okkar ásamt leiðsöguhundi sínum. Á Langbest er það yfirlýst stefna að gæludýr eru ekki leyfð yfir höfuð og því varð uppi fótur og fit hvort gefa ætti undanþágu vegna þessa aðstæðna,“ segir í færslunni. „Satt best að segja þá vorum við á Langbest illa upplýst um að það væru lög í landinu sem banna að aðskilja leiðsöguhunda frá eigendum sínum og hikuðum við að bjóða hann velkominn á staðinn. Við það yfirgáfu þessir gestir staðinn okkar verulega ósáttir, skiljanlega,“ segir jafnframt. „Af því tilefni viljum við öll á Langbest biðjast afsökunar á þessum mistökum okkar og viljum að það komi skýrt fram að allir leiðsöguhundar blindra einstaklinga eru velkomnir á veitingastað okkar. Það er mikilvægt að koma þessum skilaboðum á framfæri sem víðast þannig að sem flestir séu upplýstir um þessi mál,“ segir að lokum í færslunni. Bæði í ósamræmi við lög og niðurlægjandi Þegar skoðað er hverjir hafa deilt færslu Langbest kemur í ljós að Már Gunnarsson, Ólympíufari og söngvari, er sá sem lenti í þessu leiðinlega atviki. Már sem hefur áður talað hispurslaust um reynslu sína af því að vera blindur einstaklingur deildi færslunni fyrir skömmu og greinir frá sinni hlið af atvikinu. „Nú fyrir helgi gerðist það í fyrsta skipti á Íslandi að mér og leiðsöguhundinum Max var meinaður aðgangur að veitingarstað. Við fjölskyldan höfðum hugsað okkur að eiga saman ánægjulega stund áður enn ég færi aftur út til Englands en augljóslega settu þessar móttökur strik í reikninginn!“ skrifar hann í færslunni. Már og Max hafa fylgst að í rúmlega tvö ár.Már Gunnarsson „Það er eitt að þetta er í ósamræði við lög, en tilfinningalega er það glatað að fá svona höfnun og niðurlægingu á almannafæri í andlitið þegar maður er að gera sitt besta að lifa eðlilegu og sjálfstæðu lífi sem blindur einstaklingur!“ segir Már jafnframt. Már segist hafa fengið hringingu frá eiganda Langbest snemma morguns daginn eftir atvikið. Hann hafi verið miður sín yfir atvikinu og beðist innilega afsökunar fyrir hönd staðarins. Enn fremur vildi eigandinn koma skilaboðum á framfæri svo aðrir veitingastaðir myndu læra af mistökum þeirra. „Ég kann að meta þessi skjótu viðbrögð og hlakka til að mæta með Max á Langbest, fá mér m.a brauðstangir þegar ég verð á landinu næst!“ skrifar Már að lokum. Ekki náðist í Langbest við skrif fréttarinnar.
Málefni fatlaðs fólks Hundar Tengdar fréttir Þakklátur fyrir fagmennsku og góðvild Sundkappinn söngelski Már Gunnarsson segist gríðarlega ánægður með þjónustu Play í flugi sínu heim til landsins í dag. Hann og hundurinn hans Max voru kampakátir og segja það hafa verið besta flug þeirra til þessa. 17. desember 2023 11:15 „Líður eins og það sé verið að segja mér að skilja augun mín eftir“ Már Gunnarsson, söngvari og námsmaður, þarf að borga háan kostnað í hvert skipti sem hann heimsækir fjölskylduna til Íslands með leiðsöguhundinn sinn. Hann segir það eina í stöðunni að láta hundinn frá sér verði ekkert gert. 18. júní 2023 15:39 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Þakklátur fyrir fagmennsku og góðvild Sundkappinn söngelski Már Gunnarsson segist gríðarlega ánægður með þjónustu Play í flugi sínu heim til landsins í dag. Hann og hundurinn hans Max voru kampakátir og segja það hafa verið besta flug þeirra til þessa. 17. desember 2023 11:15
„Líður eins og það sé verið að segja mér að skilja augun mín eftir“ Már Gunnarsson, söngvari og námsmaður, þarf að borga háan kostnað í hvert skipti sem hann heimsækir fjölskylduna til Íslands með leiðsöguhundinn sinn. Hann segir það eina í stöðunni að láta hundinn frá sér verði ekkert gert. 18. júní 2023 15:39