Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 11:55 Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. Samkvæmt áliti Umboðsmanns, sem birt var í gær, átti ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um frestun hvalveiða í sumar, ekki skýra stoð í lögum. Þórarinn Ingi Pétursson er þingmaður Framsóknar flokksins og formaður atvinnuveganefndar þingsins. Hann segir það slá sig að sjá að ekki hafi verið farið rétt að við ákvörðun Svandísar í sumar. „Sömuleiðis þegar maður rýnir álit Umboðsmanns, þá kemur það fram sem menn vöruðu við í sumar, að þarna væri ekki verið að gæta meðalhófs og svo framvegis,“ segir Þórarinn. Það hafi þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gert þegar málið kom upp. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir félagið ætla að sækja bætur vegna þess tjóns sem ákvörðun ráðherra hafi valdið félaginu og starfsmönnum. Þórarinn segir álitið skýrt. Í því felist dómur yfir stjórnsýslu sem ráðherrann viðhafði í málinu. Ólíklegt sé að málið komi inn á borð atvinnuveganefndar. „Ráðherrann hefur tekið við álitinu og kemur til með að, og hefur svarað fyrir, og segist sömuleiðis ætla að taka álitið alvarlega.“ Fari frekar yfir framtíð veiðanna innan nefndarinnar Fara þurfi yfir framhald hvalveiða, en hvalveiðiheimildir runnu út nú um áramót og verða að óbreyttu ekki heimilar. „Það verði frekar á þann veg sem við myndum fjalla um það, en ekki sérstaklega innan atvinnuveganefndar að fjalla um álit Umboðsmanns Alþingis,“ segir Þórarinn. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að Svandís hafi beðið álitshnekki vegna álitsins, sem sé litið alvarlegum augum innan Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, eðlilegast að Svandís segði af sér ráðherraembætti. Þórarinn telur málið ekki eiga að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég lít nú þannig á málið að svo sé ekki. -Finnst þér að Svandís eigi að segja af sér? -Eins og ég sagði áðan þá er það þannig að ráðherrann tekur þetta til sín. Hún ákveður hvað hún gerir og það er ekki mitt eða annarra að nálgast hlutina á þann veg hvort menn eigi að standa eða hlaupa frá borði,“ Þórarinn Ingi. Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Samkvæmt áliti Umboðsmanns, sem birt var í gær, átti ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um frestun hvalveiða í sumar, ekki skýra stoð í lögum. Þórarinn Ingi Pétursson er þingmaður Framsóknar flokksins og formaður atvinnuveganefndar þingsins. Hann segir það slá sig að sjá að ekki hafi verið farið rétt að við ákvörðun Svandísar í sumar. „Sömuleiðis þegar maður rýnir álit Umboðsmanns, þá kemur það fram sem menn vöruðu við í sumar, að þarna væri ekki verið að gæta meðalhófs og svo framvegis,“ segir Þórarinn. Það hafi þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gert þegar málið kom upp. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir félagið ætla að sækja bætur vegna þess tjóns sem ákvörðun ráðherra hafi valdið félaginu og starfsmönnum. Þórarinn segir álitið skýrt. Í því felist dómur yfir stjórnsýslu sem ráðherrann viðhafði í málinu. Ólíklegt sé að málið komi inn á borð atvinnuveganefndar. „Ráðherrann hefur tekið við álitinu og kemur til með að, og hefur svarað fyrir, og segist sömuleiðis ætla að taka álitið alvarlega.“ Fari frekar yfir framtíð veiðanna innan nefndarinnar Fara þurfi yfir framhald hvalveiða, en hvalveiðiheimildir runnu út nú um áramót og verða að óbreyttu ekki heimilar. „Það verði frekar á þann veg sem við myndum fjalla um það, en ekki sérstaklega innan atvinnuveganefndar að fjalla um álit Umboðsmanns Alþingis,“ segir Þórarinn. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að Svandís hafi beðið álitshnekki vegna álitsins, sem sé litið alvarlegum augum innan Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, eðlilegast að Svandís segði af sér ráðherraembætti. Þórarinn telur málið ekki eiga að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég lít nú þannig á málið að svo sé ekki. -Finnst þér að Svandís eigi að segja af sér? -Eins og ég sagði áðan þá er það þannig að ráðherrann tekur þetta til sín. Hún ákveður hvað hún gerir og það er ekki mitt eða annarra að nálgast hlutina á þann veg hvort menn eigi að standa eða hlaupa frá borði,“ Þórarinn Ingi.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20
Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37