Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 11:55 Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. Samkvæmt áliti Umboðsmanns, sem birt var í gær, átti ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um frestun hvalveiða í sumar, ekki skýra stoð í lögum. Þórarinn Ingi Pétursson er þingmaður Framsóknar flokksins og formaður atvinnuveganefndar þingsins. Hann segir það slá sig að sjá að ekki hafi verið farið rétt að við ákvörðun Svandísar í sumar. „Sömuleiðis þegar maður rýnir álit Umboðsmanns, þá kemur það fram sem menn vöruðu við í sumar, að þarna væri ekki verið að gæta meðalhófs og svo framvegis,“ segir Þórarinn. Það hafi þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gert þegar málið kom upp. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir félagið ætla að sækja bætur vegna þess tjóns sem ákvörðun ráðherra hafi valdið félaginu og starfsmönnum. Þórarinn segir álitið skýrt. Í því felist dómur yfir stjórnsýslu sem ráðherrann viðhafði í málinu. Ólíklegt sé að málið komi inn á borð atvinnuveganefndar. „Ráðherrann hefur tekið við álitinu og kemur til með að, og hefur svarað fyrir, og segist sömuleiðis ætla að taka álitið alvarlega.“ Fari frekar yfir framtíð veiðanna innan nefndarinnar Fara þurfi yfir framhald hvalveiða, en hvalveiðiheimildir runnu út nú um áramót og verða að óbreyttu ekki heimilar. „Það verði frekar á þann veg sem við myndum fjalla um það, en ekki sérstaklega innan atvinnuveganefndar að fjalla um álit Umboðsmanns Alþingis,“ segir Þórarinn. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að Svandís hafi beðið álitshnekki vegna álitsins, sem sé litið alvarlegum augum innan Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, eðlilegast að Svandís segði af sér ráðherraembætti. Þórarinn telur málið ekki eiga að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég lít nú þannig á málið að svo sé ekki. -Finnst þér að Svandís eigi að segja af sér? -Eins og ég sagði áðan þá er það þannig að ráðherrann tekur þetta til sín. Hún ákveður hvað hún gerir og það er ekki mitt eða annarra að nálgast hlutina á þann veg hvort menn eigi að standa eða hlaupa frá borði,“ Þórarinn Ingi. Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Samkvæmt áliti Umboðsmanns, sem birt var í gær, átti ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um frestun hvalveiða í sumar, ekki skýra stoð í lögum. Þórarinn Ingi Pétursson er þingmaður Framsóknar flokksins og formaður atvinnuveganefndar þingsins. Hann segir það slá sig að sjá að ekki hafi verið farið rétt að við ákvörðun Svandísar í sumar. „Sömuleiðis þegar maður rýnir álit Umboðsmanns, þá kemur það fram sem menn vöruðu við í sumar, að þarna væri ekki verið að gæta meðalhófs og svo framvegis,“ segir Þórarinn. Það hafi þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gert þegar málið kom upp. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir félagið ætla að sækja bætur vegna þess tjóns sem ákvörðun ráðherra hafi valdið félaginu og starfsmönnum. Þórarinn segir álitið skýrt. Í því felist dómur yfir stjórnsýslu sem ráðherrann viðhafði í málinu. Ólíklegt sé að málið komi inn á borð atvinnuveganefndar. „Ráðherrann hefur tekið við álitinu og kemur til með að, og hefur svarað fyrir, og segist sömuleiðis ætla að taka álitið alvarlega.“ Fari frekar yfir framtíð veiðanna innan nefndarinnar Fara þurfi yfir framhald hvalveiða, en hvalveiðiheimildir runnu út nú um áramót og verða að óbreyttu ekki heimilar. „Það verði frekar á þann veg sem við myndum fjalla um það, en ekki sérstaklega innan atvinnuveganefndar að fjalla um álit Umboðsmanns Alþingis,“ segir Þórarinn. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að Svandís hafi beðið álitshnekki vegna álitsins, sem sé litið alvarlegum augum innan Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, eðlilegast að Svandís segði af sér ráðherraembætti. Þórarinn telur málið ekki eiga að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég lít nú þannig á málið að svo sé ekki. -Finnst þér að Svandís eigi að segja af sér? -Eins og ég sagði áðan þá er það þannig að ráðherrann tekur þetta til sín. Hún ákveður hvað hún gerir og það er ekki mitt eða annarra að nálgast hlutina á þann veg hvort menn eigi að standa eða hlaupa frá borði,“ Þórarinn Ingi.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20
Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37