Ráðherra eigi að vita betur en að kalla ákvörðunina óskiljanlega Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2024 12:08 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir ákvörðun lífeyrissjóða um að fella ekki niður vexti og verðbætur Grindvíkinga óskiljanlega. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að ráðherra eigi að vita betur. Eftir að Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftanna og eldgosahættunnar í bænum þann 10. nóvember síðastliðinn ákváðu viðskiptabankarnir þrír að bjóða Grindvíkingum að frysta húsnæðislán sem íbúar höfðu hjá sér og felldu niður vexti og verðbætur af lánunum. Grindvíkingar með lán hjá lífeyrissjóðum hafa þó ekki fengið þessa niðurfellingu, einungis greiðslufrest. Þeir hafa reynt að vekja athygli á málinu og krefja sjóðina um svipaða meðferð og þeir sem eru með lán hjá bönkunum en ekki fengið sínu framgengt. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Þar sagði hann afstöðu lífeyrissjóðanna vera óskiljanlega. „Vegna þess að það er bara eitthvað óskiljanlegt og ef menn eru að fela sig á bak við það að það þurfi einhverja lagabreytingu þá bara þurfa þeir að koma til ríkisins og segja, eða til Alþingis og segja: „Heyrðu, við viljum eðlilega eins og allir aðrir koma til móts við þetta fólk sem situr við óeðlilegar og óvenjulegar og algjörlega fordæmalausar aðstæður, en við megum það ekki, þannig að þið verðið að breyta lögunum svo við getum gert það.“ Þeir hljóta að vilja það. Það hlýtur að vera meginmálið,“ sagði Sigurður Ingi. Lífeyrissjóðirnir segja þeim ekki vera heimilt að afskrifa vexti og verðbætur þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri og vísa í lögfræðiálit lögmannsstofunnar LEX. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á að lífeyrissjóðir séu ekki með eigið fé, heldur eignir sjóðfélaga. Hún telur að innviðaráðherra eigi að vita betur en að kalla afstöðu sjóðanna óskiljanlega. „Þar með þurfa lífeyrissjóðir að fara mjög varlega ef það á að fara með fjármunina með öðrum hætti en að ávaxta þeim á eðlilegan hátt. En lífeyrissjóðirnir geta tekið tillit til sjóðfélaga sem eru í einhverskonar greiðsluvandræðum eða slíkt, og það er það úrræði sem þeir hafa veitt. Að veita fólki greiðsluskjól,“ segir Þórey. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Eftir að Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftanna og eldgosahættunnar í bænum þann 10. nóvember síðastliðinn ákváðu viðskiptabankarnir þrír að bjóða Grindvíkingum að frysta húsnæðislán sem íbúar höfðu hjá sér og felldu niður vexti og verðbætur af lánunum. Grindvíkingar með lán hjá lífeyrissjóðum hafa þó ekki fengið þessa niðurfellingu, einungis greiðslufrest. Þeir hafa reynt að vekja athygli á málinu og krefja sjóðina um svipaða meðferð og þeir sem eru með lán hjá bönkunum en ekki fengið sínu framgengt. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Þar sagði hann afstöðu lífeyrissjóðanna vera óskiljanlega. „Vegna þess að það er bara eitthvað óskiljanlegt og ef menn eru að fela sig á bak við það að það þurfi einhverja lagabreytingu þá bara þurfa þeir að koma til ríkisins og segja, eða til Alþingis og segja: „Heyrðu, við viljum eðlilega eins og allir aðrir koma til móts við þetta fólk sem situr við óeðlilegar og óvenjulegar og algjörlega fordæmalausar aðstæður, en við megum það ekki, þannig að þið verðið að breyta lögunum svo við getum gert það.“ Þeir hljóta að vilja það. Það hlýtur að vera meginmálið,“ sagði Sigurður Ingi. Lífeyrissjóðirnir segja þeim ekki vera heimilt að afskrifa vexti og verðbætur þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri og vísa í lögfræðiálit lögmannsstofunnar LEX. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á að lífeyrissjóðir séu ekki með eigið fé, heldur eignir sjóðfélaga. Hún telur að innviðaráðherra eigi að vita betur en að kalla afstöðu sjóðanna óskiljanlega. „Þar með þurfa lífeyrissjóðir að fara mjög varlega ef það á að fara með fjármunina með öðrum hætti en að ávaxta þeim á eðlilegan hátt. En lífeyrissjóðirnir geta tekið tillit til sjóðfélaga sem eru í einhverskonar greiðsluvandræðum eða slíkt, og það er það úrræði sem þeir hafa veitt. Að veita fólki greiðsluskjól,“ segir Þórey.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira