„Bara einn sigur sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 4. janúar 2024 21:45 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Keflavík fengu botnlið Hamars í heimsókn í Blue höllina þegar 13.umferð Subway deilda karla hóf göngu sína núna í kvöld. Keflavík freistuðu þess að komast aftur á sigurbraut og gerðu það svo sannarlega með góðum sigri 100-88. Keflavík byrjuðu leikinn vel og náðu snemma í gott forskot sem þeir létu ekki af hendi en gestirnir gerðu þó vel undir lokin að saxa á forskotið. „Maður fær bara einn sigur alveg sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki. Þeir voru bara öflugir og hittu vel. Við vorum kannski svolítið kærulausir á tímabili og misstum þetta oft niður.“ Keflavík náðu 24 stiga forskoti á tímabili í síðari hálfleik. „Já það lítur þannig út. Við erum náttúrulega að spila við aðra og þeir gefast ekkert upp og á meðan þeir halda áfram að þá verðum við að hitta úr öllum skotunum okkar og þeir ekki að hitta úr neinu til þess að til þess að munurinn haldist áfram að aukast. Niðurstaðan er þessi og það man enginn eftir þessu hvorki eftir mánuð eða 25 mánuði, þetta er bara sigur og við erum búnir að vinna átta leiki og tapa þrem eða fjórum og áfram gakk.“ Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum fyrir jólafrí svo það var mikilvægt að komast strax aftur á sigurbraut. „Alveg 100%, alveg sama þó að það sé á móti Hamri sem að eru ekki búnir að vinna leik að það er bara mjög hættulegt og ef maður passar sig ekki að þá hefðum við alveg getað tapað þessum leik held ég.“ Óvænt sögulína fyrir þennan leik var kannski sú að Danero Thomas var mættur til leiks aftur en nú í treyju Keflavíkur en ekki Hamars. „Við vorum bara búnir að vera leita af leikmanni og það gekk svona frekar illa. Mér finnst við vera með svona sjö góða leikmenn og við þurftum kannski áttuna manninn til þess að vera í því hlutverki og það er kannski dýrt að vera fá einhvern erlendan mann sem að kannski kemur inn svoleiðis þannig að þegar við fórum að velta þessu fyrir okkur þá er Danero með fullt af reynslu og hann þekkir deildina og þegar ég ræddi við hann og sagði honum frá að hlutverkið hans yrði aðeins minna en hann er vanur og hann tók bara ágætlega í það þannig þá ákváðum við bara að slá til og sjá hvert þetta leiðir okkur.“ Pétur vildi ekki útiloka að það hann myndi bæta við leikmanni en gerir þó ráð fyrir því að þetta sé hópurinn sem muni klára þetta tímabil. „Það er ómögulegt að segja. Ef að eitthvað rosalega gott kemur upp þá metum við það og vegum en eins og staðan er núna þá er þetta endanlegur hópur en glugginn lokar 1.febrúar eða 31.janúar þannig við bíðum bara þangað til og tökum ákvörðun á leiðinni hvað við gerum.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Keflavík freistuðu þess að komast aftur á sigurbraut og gerðu það svo sannarlega með góðum sigri 100-88. Keflavík byrjuðu leikinn vel og náðu snemma í gott forskot sem þeir létu ekki af hendi en gestirnir gerðu þó vel undir lokin að saxa á forskotið. „Maður fær bara einn sigur alveg sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki. Þeir voru bara öflugir og hittu vel. Við vorum kannski svolítið kærulausir á tímabili og misstum þetta oft niður.“ Keflavík náðu 24 stiga forskoti á tímabili í síðari hálfleik. „Já það lítur þannig út. Við erum náttúrulega að spila við aðra og þeir gefast ekkert upp og á meðan þeir halda áfram að þá verðum við að hitta úr öllum skotunum okkar og þeir ekki að hitta úr neinu til þess að til þess að munurinn haldist áfram að aukast. Niðurstaðan er þessi og það man enginn eftir þessu hvorki eftir mánuð eða 25 mánuði, þetta er bara sigur og við erum búnir að vinna átta leiki og tapa þrem eða fjórum og áfram gakk.“ Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum fyrir jólafrí svo það var mikilvægt að komast strax aftur á sigurbraut. „Alveg 100%, alveg sama þó að það sé á móti Hamri sem að eru ekki búnir að vinna leik að það er bara mjög hættulegt og ef maður passar sig ekki að þá hefðum við alveg getað tapað þessum leik held ég.“ Óvænt sögulína fyrir þennan leik var kannski sú að Danero Thomas var mættur til leiks aftur en nú í treyju Keflavíkur en ekki Hamars. „Við vorum bara búnir að vera leita af leikmanni og það gekk svona frekar illa. Mér finnst við vera með svona sjö góða leikmenn og við þurftum kannski áttuna manninn til þess að vera í því hlutverki og það er kannski dýrt að vera fá einhvern erlendan mann sem að kannski kemur inn svoleiðis þannig að þegar við fórum að velta þessu fyrir okkur þá er Danero með fullt af reynslu og hann þekkir deildina og þegar ég ræddi við hann og sagði honum frá að hlutverkið hans yrði aðeins minna en hann er vanur og hann tók bara ágætlega í það þannig þá ákváðum við bara að slá til og sjá hvert þetta leiðir okkur.“ Pétur vildi ekki útiloka að það hann myndi bæta við leikmanni en gerir þó ráð fyrir því að þetta sé hópurinn sem muni klára þetta tímabil. „Það er ómögulegt að segja. Ef að eitthvað rosalega gott kemur upp þá metum við það og vegum en eins og staðan er núna þá er þetta endanlegur hópur en glugginn lokar 1.febrúar eða 31.janúar þannig við bíðum bara þangað til og tökum ákvörðun á leiðinni hvað við gerum.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum