Millimetrarnir sem breyttu úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2024 11:30 Eins og sjá má var Luke Littler nokkrum millimetrum frá því að taka 112 út í oddalegg í sjöunda setti í úrslitaleiknum gegn Luke Humphries. Luke Humphries varð heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn í gær eftir sigur á ungstirninu Luke Littler, 7-4, í úrslitaleik í Alexandra höllinni í London. Úrslitin hefðu samt hæglega getað orðið önnur ef Littler hefði komist í 5-2 eins og hann var hársbreidd frá því að gera. Humphries vann tvö af fyrstu þremur settunum í úrslitaleiknum í gær en þá tók Littler yfir, vann þrjú sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk svo tækifæri til að komast í 5-2 í oddalegg í sjöunda setti. Littler þurfti að taka 112 út og negldi síðustu pílunni í átt að tvöföldum tveimur reitnum. Pílan hafnaði hins vegar röngu megin við vírinn og Littler mistókst því að taka 112 út. Engu mátti muna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. HUMPHRIES HANGING IN THERE!A dramatic ending to set seven!Luke Littler misses D2 for a 5-2 lead, allowing Luke Humphries to halve the deficit! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/lMUtpwstMP— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Humphries nýtti sér þetta, tók 28 út með því að kasta pílunni í tvöfaldan fjórtán reitinn og vann settið, 4-3. Hann leit aldrei um öxl eftir þetta, vann næstu fjögur sett og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Hinn sextán ára Littler varð að gera sér 2. sætið að góðu en hann mun eflaust svekkja sig í einhvern tíma á því að hafa ekki tekist að setja píluna í tvöfaldan tvo og komast þar með í 5-2 í úrslitaleiknum. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler eftir tapið í gær. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni.“ Fyrir sigurinn á HM fékk Humphries hálfa milljón punda í verðlaunafé. Það jafngildir rúmlega 87,6 milljónum íslenskra króna. Littler fékk aftur á móti tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir króna) fyrir 2. sætið á mótinu. Pílukast Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Humphries vann tvö af fyrstu þremur settunum í úrslitaleiknum í gær en þá tók Littler yfir, vann þrjú sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk svo tækifæri til að komast í 5-2 í oddalegg í sjöunda setti. Littler þurfti að taka 112 út og negldi síðustu pílunni í átt að tvöföldum tveimur reitnum. Pílan hafnaði hins vegar röngu megin við vírinn og Littler mistókst því að taka 112 út. Engu mátti muna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. HUMPHRIES HANGING IN THERE!A dramatic ending to set seven!Luke Littler misses D2 for a 5-2 lead, allowing Luke Humphries to halve the deficit! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/lMUtpwstMP— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Humphries nýtti sér þetta, tók 28 út með því að kasta pílunni í tvöfaldan fjórtán reitinn og vann settið, 4-3. Hann leit aldrei um öxl eftir þetta, vann næstu fjögur sett og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Hinn sextán ára Littler varð að gera sér 2. sætið að góðu en hann mun eflaust svekkja sig í einhvern tíma á því að hafa ekki tekist að setja píluna í tvöfaldan tvo og komast þar með í 5-2 í úrslitaleiknum. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler eftir tapið í gær. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni.“ Fyrir sigurinn á HM fékk Humphries hálfa milljón punda í verðlaunafé. Það jafngildir rúmlega 87,6 milljónum íslenskra króna. Littler fékk aftur á móti tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir króna) fyrir 2. sætið á mótinu.
Pílukast Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira