Framtíð Gylfa ráðist í vor Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði með Lyngby í haust eftir afar langa fjarveru frá fótbolta. Getty/Lars Ronbog Forráðamenn danska knattspyrnufélagsins Lyngby ætla ekki að taka neina ákvörðun varðandi framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá félaginu fyrr en í vor. Það mun sömuleiðis vera hans vilji. Eftir langt hlé frá fótbolta í kjölfar handtöku sumarið 2021, vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi, gekk Gylfi til liðs við Lyngby í fyrrasumar eftir að ljóst varð að hann væri laus allra mála. Gylfi skrifaði undir samning við Lyngby sem rennur út í júní á þessu ári, og því er Gylfa núna frjálst að semja við nýtt félag sem hann gæti svo farið til í sumar. Eftir því sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Nicas Kjeldsen, segir við Tipsbladet þá hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið: „Hann kom hingað og hafði ekki spilað fótbolta í hundrað ár, og svo komu óhjákvæmilega upp minni háttar meiðsli. Þetta haust hefur því verið slitrótt og fyrirsjáanlegt,“ sagði Kjeldsen og bætti við: „Núna fær hann heilt undirbúningstímabil og verður vonandi heill heilsu. Þá skoðum við málið í vor, og það hefur alltaf verið planið. Það vill hann sömuleiðis.“ Mögulega hafa landsleikirnir mikilvægu í lok mars einhver áhrif á ákvörðun Gylfa og Lyngby í vor. Ísland spilar þá í umspili um sæti á EM og mætir Ísrael á útivelli í undanúrslitum, og svo mögulega sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar, á sama tíma og núgildandi samningur Gylfa við Lyngby rennur út. Gylfi var valinn í landsliðshópinn sem heldur til Bandaríkjanna á næstunni og spilar vináttulandsleiki við Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar. Hann varð hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en KSÍ tilkynnti það í dag. Gylfi kom við sögu í fimm deildarleikjum með Lyngby í haust, og einum bikarleik þar sem hann skoraði tvö mörk. Þá spilaði hann tvo leiki í undankeppni EM, eftir þriggja ára fjarveru frá landsliðinu, og skoraði tvö mörk í sigri á Liechtenstein sem gerðu hann að markahæsta landsliðsmanni Íslands frá upphafi, með 27 mörk í 80 A-landsleikjum. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Diljá Ýr búin að semja við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Eftir langt hlé frá fótbolta í kjölfar handtöku sumarið 2021, vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi, gekk Gylfi til liðs við Lyngby í fyrrasumar eftir að ljóst varð að hann væri laus allra mála. Gylfi skrifaði undir samning við Lyngby sem rennur út í júní á þessu ári, og því er Gylfa núna frjálst að semja við nýtt félag sem hann gæti svo farið til í sumar. Eftir því sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Nicas Kjeldsen, segir við Tipsbladet þá hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið: „Hann kom hingað og hafði ekki spilað fótbolta í hundrað ár, og svo komu óhjákvæmilega upp minni háttar meiðsli. Þetta haust hefur því verið slitrótt og fyrirsjáanlegt,“ sagði Kjeldsen og bætti við: „Núna fær hann heilt undirbúningstímabil og verður vonandi heill heilsu. Þá skoðum við málið í vor, og það hefur alltaf verið planið. Það vill hann sömuleiðis.“ Mögulega hafa landsleikirnir mikilvægu í lok mars einhver áhrif á ákvörðun Gylfa og Lyngby í vor. Ísland spilar þá í umspili um sæti á EM og mætir Ísrael á útivelli í undanúrslitum, og svo mögulega sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar, á sama tíma og núgildandi samningur Gylfa við Lyngby rennur út. Gylfi var valinn í landsliðshópinn sem heldur til Bandaríkjanna á næstunni og spilar vináttulandsleiki við Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar. Hann varð hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en KSÍ tilkynnti það í dag. Gylfi kom við sögu í fimm deildarleikjum með Lyngby í haust, og einum bikarleik þar sem hann skoraði tvö mörk. Þá spilaði hann tvo leiki í undankeppni EM, eftir þriggja ára fjarveru frá landsliðinu, og skoraði tvö mörk í sigri á Liechtenstein sem gerðu hann að markahæsta landsliðsmanni Íslands frá upphafi, með 27 mörk í 80 A-landsleikjum.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Diljá Ýr búin að semja við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44