Elskar skyndibita, byrjaði eins árs og breytir píluheiminum Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 13:32 Luke Littler hefur slegið í gegn, og rúmlega það, á HM í pílukasti. Getty/Zac Goodwin Mynd af fæðingarvottorði Luke Littler gengur nú um netheima. Fólk á hreinlega erfitt með að trúa því að þessi skyndibitaelskandi pílukastari sé aðeins 16 ára, bæði vegna þroskaðs útlits en ekki síður ótrúlegra afreka síðustu daga. En Littler er vissulega 16 ára, í átján daga í viðbót, og hann er kominn í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í pílukasti sem sýndur er á Vodafone Sport í kvöld. Hafi einhverjum dottið í hug að veðja á Littler fyrir mótið þá yrði sá ríkur með sigri hans í kvöld. Þessi enski strákur sem býr í Warrington, miðja vegu milli Liverpool og Manchester, er sjálfur orðinn ríkur, á augabragði. Fyrir að komast í úrslitaleikinn fær hann að lágmarki 35 milljónir króna, og með sigri í kvöld ætti hann 87 milljónir króna. Fyrir HM hafði Littler í raun enga reynslu af því að spila á móti með þeim bestu í heiminum. Jú, hann komst í fjórðu umferð á UK Open í mars en tapaði þar fyrir Tékkanum unga Adam Gawlas. Littler var bara í 164. sæti heimslistans áður en mótið hófst, og þarf í kvöld að vinna manninn sem verður í efsta sæti eftir mótið, Luke Humphries. Ljóst er að Littler mun fljúga upp, jafnvel í hóp tíu efstu, að móti loknu. En Littler hefur þó kastað pílum í mörg ár. Hann var nefnilega rétt farinn að geta sagt sín fyrstu orð þegar hann byrjaði að æfa sig í pílukasti, fyrst með segulpílum. „Frá því að ég var 18 mánaða þá hef ég ekki hætt að spila,“ sagði Littler sem skipti yfir í venjulegt píluspjald þegar hann var fjögurra ára gamall. Fyrrverandi þjálfari hans segir það snemma hafa legið ljóst fyrir að Littler hefði algjöra yfirburði yfir jafnaldra sína, og aðeins 16 ára aldurstakmarkið kom í veg fyrir að hann færi fyrr í keppni við fullorðna og þá allra bestu. Hann varð heimsmeistari ungmenna fyrr á þessu ári. Og með frammistöðu sinni síðustu daga hefur Littler hlotið gríðarlegar vinsældir, sem hann nýtur vel. Hann er á augabragði kominn með um hálfa milljón fylgjenda á Instagram, þegar þetta er skrifað, og á meðal nýrra fylgjenda og stuðningsmanna eru til að mynda enskir landsliðsmenn í fótbolta og fleiri. James Maddison bauð Littler með sér að sjá Tottenham vinna Bournemouth á sunnudaginn, og Manchester United hefur nú boðið honum á leikinn við Tottenham 14. janúar, en Littler hefur alltaf verið stuðningsmaður United. „Þú ferð í skólann á morgun“ Fjörugir áhorfendur í Ally Pally styðja vel við bakið á honum en þegar þeir kyrja gleðilega: „Þú ferð í skólann á morgun!“ þá hafa þeir reyndar ekki alveg rétt fyrir sér, því Littler hefur lokið grunnskólagöngunni og er ekki í námi sem stendur. Pílan á hans hug og hjarta. „Ég vakna bara, spila í Xbox, fæ mér eitthvað að borða og kasta í spjaldið, fer í háttinn og þannig er það,“ segir Littler um venjulegan dag hjá sér. Kærasta hans er hin 21 árs gamla Eloise sem einnig er liðtækur pílukastari, og auðvitað stolt af sínum manni. Gefur forskot að drekka ekki áfengi Littler hefur verið duglegur við að fá sér skyndibita til að fagna sigrunum á HM. Hann varð yngstur í sögunni til að vinna leik á HM þegar hann vann Christian Kist í fyrstu umferð. Á leiðinni í úrslitaleikinn er hann svo meðal annars búinn að slá út fimmfalda heimsmeistarann, og æskuhetju sína, Raymond van Barneveld, en líka Brendan Dolan og nú síðast Rob Cross af miklu öryggi. „Ég drekk auðvitað ekki svo að það gefur mér mikið forskot á þá atvinnumenn sem að drekka. Þeir vakna aumir í hausnum á morgnana en mér líður bara vel,“ sagði Littler sem fékk sér kebab og dós af Tango-gosdrykknum eftir fyrsta sigurinn á HM, og hefur síðan verið boðið að fá frían kebab út ævina á einum af kebabstöðunum í London. Eftir sigurinn í annarri umferð var það KFC, og máltíðin fyrir úrslitaleikinn verður pítsa. Reynist það rétta uppskriftin að sigri verður Littler yngsti heimsmeistari sögunnar, og hann myndi þá stórbæta met Michael van Gerwen sem var 24 ára og níu mánaða þegar hann vann árið 2014. Úrslitaleikurinn á HM hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending frá viðburðinum hefst klukkan 19:55. Pílukast Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira
En Littler er vissulega 16 ára, í átján daga í viðbót, og hann er kominn í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í pílukasti sem sýndur er á Vodafone Sport í kvöld. Hafi einhverjum dottið í hug að veðja á Littler fyrir mótið þá yrði sá ríkur með sigri hans í kvöld. Þessi enski strákur sem býr í Warrington, miðja vegu milli Liverpool og Manchester, er sjálfur orðinn ríkur, á augabragði. Fyrir að komast í úrslitaleikinn fær hann að lágmarki 35 milljónir króna, og með sigri í kvöld ætti hann 87 milljónir króna. Fyrir HM hafði Littler í raun enga reynslu af því að spila á móti með þeim bestu í heiminum. Jú, hann komst í fjórðu umferð á UK Open í mars en tapaði þar fyrir Tékkanum unga Adam Gawlas. Littler var bara í 164. sæti heimslistans áður en mótið hófst, og þarf í kvöld að vinna manninn sem verður í efsta sæti eftir mótið, Luke Humphries. Ljóst er að Littler mun fljúga upp, jafnvel í hóp tíu efstu, að móti loknu. En Littler hefur þó kastað pílum í mörg ár. Hann var nefnilega rétt farinn að geta sagt sín fyrstu orð þegar hann byrjaði að æfa sig í pílukasti, fyrst með segulpílum. „Frá því að ég var 18 mánaða þá hef ég ekki hætt að spila,“ sagði Littler sem skipti yfir í venjulegt píluspjald þegar hann var fjögurra ára gamall. Fyrrverandi þjálfari hans segir það snemma hafa legið ljóst fyrir að Littler hefði algjöra yfirburði yfir jafnaldra sína, og aðeins 16 ára aldurstakmarkið kom í veg fyrir að hann færi fyrr í keppni við fullorðna og þá allra bestu. Hann varð heimsmeistari ungmenna fyrr á þessu ári. Og með frammistöðu sinni síðustu daga hefur Littler hlotið gríðarlegar vinsældir, sem hann nýtur vel. Hann er á augabragði kominn með um hálfa milljón fylgjenda á Instagram, þegar þetta er skrifað, og á meðal nýrra fylgjenda og stuðningsmanna eru til að mynda enskir landsliðsmenn í fótbolta og fleiri. James Maddison bauð Littler með sér að sjá Tottenham vinna Bournemouth á sunnudaginn, og Manchester United hefur nú boðið honum á leikinn við Tottenham 14. janúar, en Littler hefur alltaf verið stuðningsmaður United. „Þú ferð í skólann á morgun“ Fjörugir áhorfendur í Ally Pally styðja vel við bakið á honum en þegar þeir kyrja gleðilega: „Þú ferð í skólann á morgun!“ þá hafa þeir reyndar ekki alveg rétt fyrir sér, því Littler hefur lokið grunnskólagöngunni og er ekki í námi sem stendur. Pílan á hans hug og hjarta. „Ég vakna bara, spila í Xbox, fæ mér eitthvað að borða og kasta í spjaldið, fer í háttinn og þannig er það,“ segir Littler um venjulegan dag hjá sér. Kærasta hans er hin 21 árs gamla Eloise sem einnig er liðtækur pílukastari, og auðvitað stolt af sínum manni. Gefur forskot að drekka ekki áfengi Littler hefur verið duglegur við að fá sér skyndibita til að fagna sigrunum á HM. Hann varð yngstur í sögunni til að vinna leik á HM þegar hann vann Christian Kist í fyrstu umferð. Á leiðinni í úrslitaleikinn er hann svo meðal annars búinn að slá út fimmfalda heimsmeistarann, og æskuhetju sína, Raymond van Barneveld, en líka Brendan Dolan og nú síðast Rob Cross af miklu öryggi. „Ég drekk auðvitað ekki svo að það gefur mér mikið forskot á þá atvinnumenn sem að drekka. Þeir vakna aumir í hausnum á morgnana en mér líður bara vel,“ sagði Littler sem fékk sér kebab og dós af Tango-gosdrykknum eftir fyrsta sigurinn á HM, og hefur síðan verið boðið að fá frían kebab út ævina á einum af kebabstöðunum í London. Eftir sigurinn í annarri umferð var það KFC, og máltíðin fyrir úrslitaleikinn verður pítsa. Reynist það rétta uppskriftin að sigri verður Littler yngsti heimsmeistari sögunnar, og hann myndi þá stórbæta met Michael van Gerwen sem var 24 ára og níu mánaða þegar hann vann árið 2014. Úrslitaleikurinn á HM hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending frá viðburðinum hefst klukkan 19:55.
Pílukast Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira