Humphries heimsmeistari árið 2024 Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2024 19:32 Luke Humphries með bikarinn hátt á lofti. Vísir/Getty Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir sigur gegn hinum sextán ára Luke Littler í úrslitum HM í kvöld, 7-4. Humphries byrjaði betur og virtist hafa betri taugar en hinn 16 ára gamli Littler. Þrátt fyrir að þurfa nokkrar tilraunir til að klára leggina á tvöföldu reitunum gaf Humphries andstæðingi sínum fá færi á sér og vann fyrsta settið 3-1. Það stefndi svo í meira af því sama í öðru setti þar sem Humphries vann fyrstu tvo leggina áður en Littler vaknaði loksins til lífsins og svaraði fyrir sig. Hann gerði svo gott betur en það og vann einnig næstu tvo leggi, báða með útskoti yfir hundrað. Humphries kom sér svo yfir á ný með 3-2 sigri í þriðja setti áður en Littler vann 3-1 sigur bæði í fjórða og fimmta setti. Unglingurinn var þar með kominn með forystu í fyrsta sinn í leiknum og var hvergi nærri hættur því hann sigraði sjötta settið 3-0 og kom sér þar með í tveggja setta forystu, staðan 4-2. Það var því orðið ljóst að Humphries þurfti að sýna betri hliðar á sjálfum sér ef hann ætlaði ekki að láta þennan 16 ára gutta taka sig í kennslustund. Cool Hand Luke sýndi úr hverju hann er gerður strax í upphafi sjöunda setts þar sem hann tók út stóra fiskinn áður en hann sigraði settið í úrslitalegg og staðan þar með orðin 4-3. BIG FISH FROM COOL HAND! 🐟Luke Humphries hits a 170 finish in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/jvX0t40E2Q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Þegar þarna var komið við sögu var nokkuð ljóst að Humphries var vaknaður til lífsins á ný. Hann vann fyrstu tvo leggina í áttunda settinu áður en Littler tók þann þriðja, en útskot upp á 121 sem endaði með þriðju pílunni í bullseye tryggði Humphries sigur í áttunda setti og jafnaði hann þar með leikinn. Humphries virtist svo vera að labba í burtu með níunda settið þegar hann tók 108 tvisvar í röð út og kom sér í 2-0. Littler svaraði þó með því að vinna næstu tvo leggi, en Humphries fór ekki á taugum og kom sér yfir á ný með sigri í níunda setti. Leikur Littler var orðinn heldur köflóttur og gekk honum illa að halda í við nafna sinn Humphries. Littler gerði sér þó lítið fyrir og tók út stóra fiskinn í tíunda setti, en það nægði ekki og Humphries vann 3-1 sigur og vann þar með sitt fjórða sett í röð. Staðan því orðin 6-4, Humphries í vil, og Cool Hand Luke var því aðeins einu setti frá heimsmeistaratitlinum. LITTLER LANDS THE BIG FISH! 🐟Luke Littler hits a 170 checkout in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/3ukJBhyntj— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Nafnarnir skiptust á að vinna leggi í ellefta setti og unnu báðir sína tvo leggi þar sem þeir voru með pílurnar í höndunum. Littler fékk tækifæri til að loka settinu í fimmta legg þar sem hann hóf leik, en klikkaði á útskotum sínum. Cool Hand Luke Humphries nýtti sér það og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með þægilegum tvöföldum átta í sínu síðasta útskoti. Úrslitin voru þar með ráðin og Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti árið 2024, en hinn 16 ára gamli Luke Littler þarf að gera sér silfrið að góðu í þetta sinn. Luke Humphries fulfils his darting destiny... 🏆World number one. World Champion. Luke Humphries has capped the most incredible year by lifting the 2023/24 Paddy Power World Darts Championship 👏 pic.twitter.com/oLGYR6ilTy— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024
Humphries byrjaði betur og virtist hafa betri taugar en hinn 16 ára gamli Littler. Þrátt fyrir að þurfa nokkrar tilraunir til að klára leggina á tvöföldu reitunum gaf Humphries andstæðingi sínum fá færi á sér og vann fyrsta settið 3-1. Það stefndi svo í meira af því sama í öðru setti þar sem Humphries vann fyrstu tvo leggina áður en Littler vaknaði loksins til lífsins og svaraði fyrir sig. Hann gerði svo gott betur en það og vann einnig næstu tvo leggi, báða með útskoti yfir hundrað. Humphries kom sér svo yfir á ný með 3-2 sigri í þriðja setti áður en Littler vann 3-1 sigur bæði í fjórða og fimmta setti. Unglingurinn var þar með kominn með forystu í fyrsta sinn í leiknum og var hvergi nærri hættur því hann sigraði sjötta settið 3-0 og kom sér þar með í tveggja setta forystu, staðan 4-2. Það var því orðið ljóst að Humphries þurfti að sýna betri hliðar á sjálfum sér ef hann ætlaði ekki að láta þennan 16 ára gutta taka sig í kennslustund. Cool Hand Luke sýndi úr hverju hann er gerður strax í upphafi sjöunda setts þar sem hann tók út stóra fiskinn áður en hann sigraði settið í úrslitalegg og staðan þar með orðin 4-3. BIG FISH FROM COOL HAND! 🐟Luke Humphries hits a 170 finish in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/jvX0t40E2Q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Þegar þarna var komið við sögu var nokkuð ljóst að Humphries var vaknaður til lífsins á ný. Hann vann fyrstu tvo leggina í áttunda settinu áður en Littler tók þann þriðja, en útskot upp á 121 sem endaði með þriðju pílunni í bullseye tryggði Humphries sigur í áttunda setti og jafnaði hann þar með leikinn. Humphries virtist svo vera að labba í burtu með níunda settið þegar hann tók 108 tvisvar í röð út og kom sér í 2-0. Littler svaraði þó með því að vinna næstu tvo leggi, en Humphries fór ekki á taugum og kom sér yfir á ný með sigri í níunda setti. Leikur Littler var orðinn heldur köflóttur og gekk honum illa að halda í við nafna sinn Humphries. Littler gerði sér þó lítið fyrir og tók út stóra fiskinn í tíunda setti, en það nægði ekki og Humphries vann 3-1 sigur og vann þar með sitt fjórða sett í röð. Staðan því orðin 6-4, Humphries í vil, og Cool Hand Luke var því aðeins einu setti frá heimsmeistaratitlinum. LITTLER LANDS THE BIG FISH! 🐟Luke Littler hits a 170 checkout in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/3ukJBhyntj— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Nafnarnir skiptust á að vinna leggi í ellefta setti og unnu báðir sína tvo leggi þar sem þeir voru með pílurnar í höndunum. Littler fékk tækifæri til að loka settinu í fimmta legg þar sem hann hóf leik, en klikkaði á útskotum sínum. Cool Hand Luke Humphries nýtti sér það og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með þægilegum tvöföldum átta í sínu síðasta útskoti. Úrslitin voru þar með ráðin og Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti árið 2024, en hinn 16 ára gamli Luke Littler þarf að gera sér silfrið að góðu í þetta sinn. Luke Humphries fulfils his darting destiny... 🏆World number one. World Champion. Luke Humphries has capped the most incredible year by lifting the 2023/24 Paddy Power World Darts Championship 👏 pic.twitter.com/oLGYR6ilTy— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024
Pílukast Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti