„Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 23:20 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. „Já, líkurnar eru að aukast. Við getum ekkert verið viss um þetta alveg, en meðan landrisið heldur áfram og tíminn líður, þá verða líkurnar meiri og meiri,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í myndveri Stöðvar 2 í kvöldfréttum í kvöld. Hægt hefur á landrisi á Reykjanesskaga. Magnús Tumi var beðinn að skýra út hvaða þýðingu það hefði fyrir framhaldið. „Það vill stundum hægja á áður, það byrjar kannski að gliðna neðar og þá hættir að lyftast eins mikið, spennan er bara orðin það mikil að það þarf að bresta. Við skulum sjá til.“ Gosið gæti komið upp sunnar en síðast Aðspurður hvar er líklegast að gjósi, sagði Magnús Tumi að það yrði líklega á svipuðum slóðum og í desember. „Það gæti gerst norðar, en það gæti líka gerst svolítið sunnar. Sundhnúkasprungan frá fyrir rúmum 2000 árum nær alla leið hingað,“ sagði Magnús Tumi og benti á punkt suðvestur af Hagafelli, ekki ýkja langt frá Grindavík. Það sé því ákveðin hætta á því að hraun renni í átt að bænum. „En við getum ekki verið viss um hvað gerist. Það þarf að taka því sem höndum ber og reyna sitt besta.“ Nánast öruggt að um hraungos verði að ræða Magnús Tumi segir sennilegast að atburðarásin verði svipuð gosinu sem hófst 18. desember. „Þetta verður hraungos, það eru ákaflega litlar líkur á öðru, ef það gýs á þessari sprungu. Og það er nánast öruggt að ef það gýs, þá gýs á Sundhnúkasprungunni. Þar er veikleikinn,“ sagði Magnús Tumi. Líkt og áður er óvissan mikil, og ómögulegt að segja nokkuð með vissu. „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart. Maður er búinn að sjá eitthvað, maður telur að maður sé búinn að átta sig alveg á því hvernig það nákvæmlega gerist og svo kemur það aðeins öðruvísi. Þannig að við skulum vera viðbúin því að þetta sé ekki nákvæmlega eins, en langlíklegast er að þetta verði svipað,“ sagði Magnús Tumi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
„Já, líkurnar eru að aukast. Við getum ekkert verið viss um þetta alveg, en meðan landrisið heldur áfram og tíminn líður, þá verða líkurnar meiri og meiri,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í myndveri Stöðvar 2 í kvöldfréttum í kvöld. Hægt hefur á landrisi á Reykjanesskaga. Magnús Tumi var beðinn að skýra út hvaða þýðingu það hefði fyrir framhaldið. „Það vill stundum hægja á áður, það byrjar kannski að gliðna neðar og þá hættir að lyftast eins mikið, spennan er bara orðin það mikil að það þarf að bresta. Við skulum sjá til.“ Gosið gæti komið upp sunnar en síðast Aðspurður hvar er líklegast að gjósi, sagði Magnús Tumi að það yrði líklega á svipuðum slóðum og í desember. „Það gæti gerst norðar, en það gæti líka gerst svolítið sunnar. Sundhnúkasprungan frá fyrir rúmum 2000 árum nær alla leið hingað,“ sagði Magnús Tumi og benti á punkt suðvestur af Hagafelli, ekki ýkja langt frá Grindavík. Það sé því ákveðin hætta á því að hraun renni í átt að bænum. „En við getum ekki verið viss um hvað gerist. Það þarf að taka því sem höndum ber og reyna sitt besta.“ Nánast öruggt að um hraungos verði að ræða Magnús Tumi segir sennilegast að atburðarásin verði svipuð gosinu sem hófst 18. desember. „Þetta verður hraungos, það eru ákaflega litlar líkur á öðru, ef það gýs á þessari sprungu. Og það er nánast öruggt að ef það gýs, þá gýs á Sundhnúkasprungunni. Þar er veikleikinn,“ sagði Magnús Tumi. Líkt og áður er óvissan mikil, og ómögulegt að segja nokkuð með vissu. „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart. Maður er búinn að sjá eitthvað, maður telur að maður sé búinn að átta sig alveg á því hvernig það nákvæmlega gerist og svo kemur það aðeins öðruvísi. Þannig að við skulum vera viðbúin því að þetta sé ekki nákvæmlega eins, en langlíklegast er að þetta verði svipað,“ sagði Magnús Tumi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41
Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58