Kapphlaup við tímann og náttúruna Bjarki Sigurðsson skrifar 2. janúar 2024 19:18 Bjarki Laxdal er einn þeirra verkstjóra sem vinna að því að reisa varnargarða norðan við Grindavík. Vísir/Sigurjón Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann. Rétt eftir hádegi í dag fékkst endanlegt leyfi til þess að byrja að reisa garðana. Menn hófust handa nánast um leið en að sögn eins verkstjóra verkefnisins þarf að ráðast í einhverja efnistöku áður en garðarnir sjálfir fara að rísa. „Við erum að safna saman öllum stærstu jarðýtunum og koma þeim fyrir í námunum. Við byrjum á því að taka góða törn við að taka aðeins til hér og ryðja upp þúsundi rúmmetra til að eiga efni í framkvæmdina. Það er enn þá verið að setja útgarðinn og merkja með hælum þannig að ýturnar geti farið og byrjað á öruggan hátt. Þetta eru allra stærstu jarðýtur landsins, þær eru allar hérna. Þær afkasta miklu þegar þær eru komnar í gang,“ segir Bjarki. Kapphlaup við tímann Rúmir hundrað þúsund rúmmetrar af jarðefni verða nýttir við gerð garðanna. Bjarki gerir ráð fyrir því að í nótt eða í fyrramálið verði hægt að byrja að ýta efni þangað sem reisa á garðana. „Við setjum þetta þannig upp fyrir okkur að við erum í kapphlaupi við tímann. Og við náttúruna. Þegar við setjum í gang, geri ég ráð fyrir að við keyrum á fullu, að minnsta kosta fyrstu tvær vikurnar. Það verði unnið allan sólarhringinn í tvær vikur,“ segir Bjarki. Tveir kílómetrar til að byrja með Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu varnargarðanna. Þegar fyrri áfanga byggingar þeirra verður lokið verða þeir tveir kílómetrar að lengd. Svona verða varnargarðarnir.Stjórnarráðið Um mitt ár verður svo ráðist í seinni áfanga varnargarðanna en þegar honum er lokið verða garðarnir sjö kílómetrar að lengd. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Rétt eftir hádegi í dag fékkst endanlegt leyfi til þess að byrja að reisa garðana. Menn hófust handa nánast um leið en að sögn eins verkstjóra verkefnisins þarf að ráðast í einhverja efnistöku áður en garðarnir sjálfir fara að rísa. „Við erum að safna saman öllum stærstu jarðýtunum og koma þeim fyrir í námunum. Við byrjum á því að taka góða törn við að taka aðeins til hér og ryðja upp þúsundi rúmmetra til að eiga efni í framkvæmdina. Það er enn þá verið að setja útgarðinn og merkja með hælum þannig að ýturnar geti farið og byrjað á öruggan hátt. Þetta eru allra stærstu jarðýtur landsins, þær eru allar hérna. Þær afkasta miklu þegar þær eru komnar í gang,“ segir Bjarki. Kapphlaup við tímann Rúmir hundrað þúsund rúmmetrar af jarðefni verða nýttir við gerð garðanna. Bjarki gerir ráð fyrir því að í nótt eða í fyrramálið verði hægt að byrja að ýta efni þangað sem reisa á garðana. „Við setjum þetta þannig upp fyrir okkur að við erum í kapphlaupi við tímann. Og við náttúruna. Þegar við setjum í gang, geri ég ráð fyrir að við keyrum á fullu, að minnsta kosta fyrstu tvær vikurnar. Það verði unnið allan sólarhringinn í tvær vikur,“ segir Bjarki. Tveir kílómetrar til að byrja með Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu varnargarðanna. Þegar fyrri áfanga byggingar þeirra verður lokið verða þeir tveir kílómetrar að lengd. Svona verða varnargarðarnir.Stjórnarráðið Um mitt ár verður svo ráðist í seinni áfanga varnargarðanna en þegar honum er lokið verða garðarnir sjö kílómetrar að lengd.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira