Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2024 11:10 Dóri DNA og Axel Pétur vita að það þarf að koma til frumkvæði og þeir hafa þergar gefið það út að þeir ætli að sækjast eftir því að verða forsetar íslenska lýðveldisins. Fleiri eiga eflaust eftir að bætast í hópinn. Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. Axel Pétur Axelsson hefur verið þekktur fyrir efahyggju sína, hann efast um hvað eina og hafa sumir lýst honum sem samsæriskenningasmiði. Hann hefur ákveðið að bjóða sig aftur fram til forseta Íslands 2024 en það gerði hann einnig 2020. Þetta kemur í 20 mínútna ræðu sem hann birtir á Brotkasti þar sem hann segist hafa ákveðið að hafa boðið sig fram til „forseta lýgræðis ísland“. Hann segist ætla að nýta sér betur reynsluna frá tilraun hans 2020. Annar sem hefur gefið það út að hann vilji verða forseti lýðveldisins er Halldór Laxness eða Dóri DNA, skemmtikraftur. Hans helsti vettvangur á samfélagsmiðlum er X áður Twitter. Hann hóf leikinn með því að fiska, „500 like og ég fer í forsetaframboð. Án djóks.“ Það vafðist ekki fyrir honum að fá það og tilkynnti hann um framboð sitt klukkustund síðar: „Hér með tilkynni ég framboð mitt til forseta Íslands. Montnar kerlingar úr viðskiptalífinu beware.“ Hér með tilkynni ég framboð mitt til forseta Íslands.Montnar kerlingar úr viðskiptalífinu beware. https://t.co/8c8eDKneGc— Halldór Halldórsson (@doridna) January 1, 2024 Halldór Laxness hefur þegar lýst eftir kosningastjóra sem og fjárhagslegum bakhjörlum. „Kosningaherferðin verður keyrð á svona 60% Andra Snæs dæmi og 40% funked out gangster twist.“ Þá ætlar Dóri að setja upp bekkpressu og litla box-aðstöðu á Bessastöðum. Mörgum kom í opna skjöldu að Guðni skyldi ekki láta hafa sig í eitt kjörtímabil til en nú er sem sagt búið að lyfta lokinu af þessu gríni, trúðasýningu, en kosið verður 1. júní. Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Axel Pétur Axelsson hefur verið þekktur fyrir efahyggju sína, hann efast um hvað eina og hafa sumir lýst honum sem samsæriskenningasmiði. Hann hefur ákveðið að bjóða sig aftur fram til forseta Íslands 2024 en það gerði hann einnig 2020. Þetta kemur í 20 mínútna ræðu sem hann birtir á Brotkasti þar sem hann segist hafa ákveðið að hafa boðið sig fram til „forseta lýgræðis ísland“. Hann segist ætla að nýta sér betur reynsluna frá tilraun hans 2020. Annar sem hefur gefið það út að hann vilji verða forseti lýðveldisins er Halldór Laxness eða Dóri DNA, skemmtikraftur. Hans helsti vettvangur á samfélagsmiðlum er X áður Twitter. Hann hóf leikinn með því að fiska, „500 like og ég fer í forsetaframboð. Án djóks.“ Það vafðist ekki fyrir honum að fá það og tilkynnti hann um framboð sitt klukkustund síðar: „Hér með tilkynni ég framboð mitt til forseta Íslands. Montnar kerlingar úr viðskiptalífinu beware.“ Hér með tilkynni ég framboð mitt til forseta Íslands.Montnar kerlingar úr viðskiptalífinu beware. https://t.co/8c8eDKneGc— Halldór Halldórsson (@doridna) January 1, 2024 Halldór Laxness hefur þegar lýst eftir kosningastjóra sem og fjárhagslegum bakhjörlum. „Kosningaherferðin verður keyrð á svona 60% Andra Snæs dæmi og 40% funked out gangster twist.“ Þá ætlar Dóri að setja upp bekkpressu og litla box-aðstöðu á Bessastöðum. Mörgum kom í opna skjöldu að Guðni skyldi ekki láta hafa sig í eitt kjörtímabil til en nú er sem sagt búið að lyfta lokinu af þessu gríni, trúðasýningu, en kosið verður 1. júní.
Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07
Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12