Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Jón Þór Stefánsson skrifar 31. desember 2023 15:55 Kristrún Frostadóttir er líklegt forsætisráðherra efni ef marka má könnun Maskínu Vísir/Hulda Margrét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. Aðspurð um hvort Kristrún og flokkur hennar væru búin að toppa svaraði hún: „Ég veit það ekki, hvort við séum búin að toppa, það héldu það margir í fyrra.“ „Ég skal samt vera ærleg með það: þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart, ekki af því að ég hafi ekki trú á því sem við erum að gera. Þetta er bara búið gerast hratt og vera mikill viðsnúningur. Ber að taka niðurstöðunni alvarlega Næst flestir vilja að núverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, haldi ráðherrastólnum, eða 21 prósent. Í fyrra vildu flestir hafa hana sem forsætisráðherra, eða tæp 34 prósent. „Okkur ber að taka þetta alvarlega. Fyrir mig sem formann Vinstri grænna er þetta áhyggjuefni, að flokkurinn liggi við fimm prósentin samkvæmt síðustu könnun. Það er auðvitað ekki árangur sem mér finnst ásættanlegur,“ sagði Katrín um árangurinn. Katrín benti á að þarna mætti benda á að ríkisstjórnin sé nú komin á sjötta ár og að efnahagsmálin hafi verið erfið. Hún sagði þrátt fyrir það mikilvægt að líta inn á við. Blendnar tilfinningar varðandi meiri vinsældir Á eftir Kristrúnu og Katrínu koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 10,8 prósent stuðning, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,4 prósent. Bæði bæta sig umtalsvert frá því í fyrra, en þá var Sigmundur með fimm prósenta stuðning og Þorgerður með 6,2 prósent. Sigmundur Davíð sagðist hafa blendnar tilfinningar varðandi það að stærri hluti segði hann standa sig vel en árið áður. „Ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af því þegar fleirum fer að líka við mann í ljósi þess hversu mörgum hefur stundum verið í nöp við mig, en ég hef reynt að pirra það fólk. Þannig ef ég er farinn að pirra færri með því að segja hlutina eins og þeir eru, þá þarf ég að fara að velta þessu fyrir mér.“ 7,2 prósent vilja Bjarna Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir það myndu næst flestir kjósa Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt könnun Maskínu, eða 17,3 prósent. Samkvæmt skoðanakönnuninni finnst fólki að Bjarni hafi staðið sig illa. 45,5 prósent fannst hann hafa staðið sig verst af ráðherrunum á árinu. Bjarni segist ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann telur að þessar tölur endurspegli að hann hafi verið í átakamálum. Mestu máli skipti hvernig traustið verði þegar talið sé úr kjörkössunum. Niðurstöður könnunar Maskínu gefa einnig til kynna að 6,3 prósent vilji Ingu Sæland, hjá Flokki fólksins, sem forsætisráðherra, 6,2 prósent vilja formann Framsóknar Sigurð Inga Jóhannsson, og tvö prósent vilja Gísla Rafn Ólafsson hjá Pírötum í forsætisráðherrastólinn. 8,5 prósent myndu vilja einhvern annan en áðurnefnda kandídata, en sú tala hefur lækkað frá því í fyrra, en þá vildu 10,7 prósent einhvern annan. Kryddsíld Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Aðspurð um hvort Kristrún og flokkur hennar væru búin að toppa svaraði hún: „Ég veit það ekki, hvort við séum búin að toppa, það héldu það margir í fyrra.“ „Ég skal samt vera ærleg með það: þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart, ekki af því að ég hafi ekki trú á því sem við erum að gera. Þetta er bara búið gerast hratt og vera mikill viðsnúningur. Ber að taka niðurstöðunni alvarlega Næst flestir vilja að núverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, haldi ráðherrastólnum, eða 21 prósent. Í fyrra vildu flestir hafa hana sem forsætisráðherra, eða tæp 34 prósent. „Okkur ber að taka þetta alvarlega. Fyrir mig sem formann Vinstri grænna er þetta áhyggjuefni, að flokkurinn liggi við fimm prósentin samkvæmt síðustu könnun. Það er auðvitað ekki árangur sem mér finnst ásættanlegur,“ sagði Katrín um árangurinn. Katrín benti á að þarna mætti benda á að ríkisstjórnin sé nú komin á sjötta ár og að efnahagsmálin hafi verið erfið. Hún sagði þrátt fyrir það mikilvægt að líta inn á við. Blendnar tilfinningar varðandi meiri vinsældir Á eftir Kristrúnu og Katrínu koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 10,8 prósent stuðning, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,4 prósent. Bæði bæta sig umtalsvert frá því í fyrra, en þá var Sigmundur með fimm prósenta stuðning og Þorgerður með 6,2 prósent. Sigmundur Davíð sagðist hafa blendnar tilfinningar varðandi það að stærri hluti segði hann standa sig vel en árið áður. „Ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af því þegar fleirum fer að líka við mann í ljósi þess hversu mörgum hefur stundum verið í nöp við mig, en ég hef reynt að pirra það fólk. Þannig ef ég er farinn að pirra færri með því að segja hlutina eins og þeir eru, þá þarf ég að fara að velta þessu fyrir mér.“ 7,2 prósent vilja Bjarna Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir það myndu næst flestir kjósa Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt könnun Maskínu, eða 17,3 prósent. Samkvæmt skoðanakönnuninni finnst fólki að Bjarni hafi staðið sig illa. 45,5 prósent fannst hann hafa staðið sig verst af ráðherrunum á árinu. Bjarni segist ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann telur að þessar tölur endurspegli að hann hafi verið í átakamálum. Mestu máli skipti hvernig traustið verði þegar talið sé úr kjörkössunum. Niðurstöður könnunar Maskínu gefa einnig til kynna að 6,3 prósent vilji Ingu Sæland, hjá Flokki fólksins, sem forsætisráðherra, 6,2 prósent vilja formann Framsóknar Sigurð Inga Jóhannsson, og tvö prósent vilja Gísla Rafn Ólafsson hjá Pírötum í forsætisráðherrastólinn. 8,5 prósent myndu vilja einhvern annan en áðurnefnda kandídata, en sú tala hefur lækkað frá því í fyrra, en þá vildu 10,7 prósent einhvern annan.
Kryddsíld Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira