Burst hjá Cross og Williams negldi stóra fiskinn Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 16:16 Scott Williams er skrautlegur á sviðinu í Alexandra Palace. Vísir/Getty Scott Williams, Dave Chisnall og Rob Cross eru komnir í 8-manna úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti eftir þrjá skemmtilegar viðureignir í Alexandra Palace. Í fyrsta leik dagsins mættust skemmtikrafturinn Scott Williams og Þjóðverjinn Damon Heta. Williams vann fyrsta settið 3-2 en Heta byrjaði annað settið frábærlega. Í fyrsta leggnum átti hann 170 eftir en ákvað að sleppa því að reyna við miðjureitinn á píluspjaldinu þar sem Williams var ekki kominn í útskot. Áhorfendur voru ekki sérlega ánægðir með Heta og bauluðu á hann en þeir tóku gleði sína á ný strax í næsta legg þegar Williams gerði sér lítið fyrir og kláraði útskotið 170 sem oft er kallað „stóri fiskurinn“ enda hæsta talan sem hægt er að taka út með þremur pílum. 170 FROM WILLIAMS!! The crowd were up and Williams delivered... An incredible checkout from Scott Williams as he finds the big fish to send Ally Pally wild! pic.twitter.com/2FXnQj6FRj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Þrátt fyrir þetta var þeð Heta sem vann settið og jafnaði í 1-1. Williams hins vegar tók yfir eftir þetta. Hann komst í 3-1 og tryggði sér síðan sigur með því að vinna fimmta settið. Hann mætir Michael van Gerwen í afar áhugaverðum leik í 8-manna úrslitum. Í næstu viðureign mættust þeir Daryl Gurney og Dave Chisnall. Sá síðarnefndi byrjaði mun betur og komst í 2-0 í settum eftir að báðir höfðu misnotað fjölmörg tækifæri í oddalegg í öðru settinu til að tryggja sér sigurinn. Gurney kom hins vegar til baka og jafnaði í 2-2 en Chisnall beit frá sér á ný. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér 4-2 sigur í leiknum. Chisnall vann sex af síðustu sjö leggjunum og viðureignina þrátt fyrir að klikka á 26 pílum í útskoti í leiknum. "We told you it would be good..." Followed by three minutes of missed doubles Absolute commentators curse from Stuart Pyke but eventually Dave Chisnall gets over the line to lead 2-0! pic.twitter.com/awAGkGOMoH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Í þriðja leik dagsins mættust þeir Rob Cross og Jonny Clayton. Cross kláraði 140 stiga útskot í fyrsta leggnum og það gaf honum byr undir báða vængi. Hann vann fyrsta settið 3-1 og þar með kominn í 1-0. Cross hélt áfram að gera vel og var að klára útskotin sín mjög vel. Meðaltalið hjá báðum var svipað en Cross duglegri að finna tvöföldu reitina þegar á þurfti að halda. Hann vann annað og þriðja settið nokkuð þægilega og var kominn í 3-1. Í fjórða settinu komst hann í 2-1 og eftir að hafa klikkað á fimm pílum sem hefðu getað tryggt honum sigurinn náði hann því að lokum og vann leikinn 4-1. Clayton náði sér engan veginn á strik í leiknum og vann aðeins fjóra leggi í heildina. Pílukast Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Í fyrsta leik dagsins mættust skemmtikrafturinn Scott Williams og Þjóðverjinn Damon Heta. Williams vann fyrsta settið 3-2 en Heta byrjaði annað settið frábærlega. Í fyrsta leggnum átti hann 170 eftir en ákvað að sleppa því að reyna við miðjureitinn á píluspjaldinu þar sem Williams var ekki kominn í útskot. Áhorfendur voru ekki sérlega ánægðir með Heta og bauluðu á hann en þeir tóku gleði sína á ný strax í næsta legg þegar Williams gerði sér lítið fyrir og kláraði útskotið 170 sem oft er kallað „stóri fiskurinn“ enda hæsta talan sem hægt er að taka út með þremur pílum. 170 FROM WILLIAMS!! The crowd were up and Williams delivered... An incredible checkout from Scott Williams as he finds the big fish to send Ally Pally wild! pic.twitter.com/2FXnQj6FRj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Þrátt fyrir þetta var þeð Heta sem vann settið og jafnaði í 1-1. Williams hins vegar tók yfir eftir þetta. Hann komst í 3-1 og tryggði sér síðan sigur með því að vinna fimmta settið. Hann mætir Michael van Gerwen í afar áhugaverðum leik í 8-manna úrslitum. Í næstu viðureign mættust þeir Daryl Gurney og Dave Chisnall. Sá síðarnefndi byrjaði mun betur og komst í 2-0 í settum eftir að báðir höfðu misnotað fjölmörg tækifæri í oddalegg í öðru settinu til að tryggja sér sigurinn. Gurney kom hins vegar til baka og jafnaði í 2-2 en Chisnall beit frá sér á ný. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér 4-2 sigur í leiknum. Chisnall vann sex af síðustu sjö leggjunum og viðureignina þrátt fyrir að klikka á 26 pílum í útskoti í leiknum. "We told you it would be good..." Followed by three minutes of missed doubles Absolute commentators curse from Stuart Pyke but eventually Dave Chisnall gets over the line to lead 2-0! pic.twitter.com/awAGkGOMoH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Í þriðja leik dagsins mættust þeir Rob Cross og Jonny Clayton. Cross kláraði 140 stiga útskot í fyrsta leggnum og það gaf honum byr undir báða vængi. Hann vann fyrsta settið 3-1 og þar með kominn í 1-0. Cross hélt áfram að gera vel og var að klára útskotin sín mjög vel. Meðaltalið hjá báðum var svipað en Cross duglegri að finna tvöföldu reitina þegar á þurfti að halda. Hann vann annað og þriðja settið nokkuð þægilega og var kominn í 3-1. Í fjórða settinu komst hann í 2-1 og eftir að hafa klikkað á fimm pílum sem hefðu getað tryggt honum sigurinn náði hann því að lokum og vann leikinn 4-1. Clayton náði sér engan veginn á strik í leiknum og vann aðeins fjóra leggi í heildina.
Pílukast Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira