Madrid, Liverpool, París eða Sádi Arabía? Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 13:31 Samningur Kylian Mbappe við PSG rennur út næsta sumar. Vísir/Getty Samningur Kylian Mbappe hjá franska stórliðinu PSG rennur út næsta sumar. Frá og með áramótum geta önnur félög því hafið samningaviðræður við stórstjörnuna. Frakkinn Kylian Mbappe er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður í heimi þessa stundina. Mbappe hefur leikið með PSG frá árinu 2017 en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Frá 1. janúar getur Mbappe því hafið viðræður við önnur félög um félagaskipti næsta sumar og fengi PSG þá ekkert fyrir sinn snúð. Þau eru mörg félögin sem væru til í að fá hann til liðs við sig en Talksport fór yfir þá möguleika sem taldir eru líklegastir í stöðunni. Gæti myndað alvöru tvíeyki með Bellingham Áhugi Real Madrid á Mbappe hefur lengi legið fyrir. Spænsku risarnir buðu 171 milljón punda í Frakkann sumarið 2021 og hafa í nokkur ár gert hosur sínar grænar fyrir honum. Margir héldu að hann færi til Madrid á frjálsri sölu sumarið 2022 en þá kom Mbappe öllum á óvart og framlengdi samning sinn við Parísarliðið. Færi Mbappe til Marídar myndi hann hitta þar fyrir Jude Bellingham sem hefur verið algjörlega magnaður sína fyrstu mánuði í treyju Real Madrid. Þeir myndu án efa mynda algjörlega magnað tvíeyki með frábæra leikmenn eins og Vinicius Jr. sér til aðstoðar. „Sambandið á milli hans, Liverpool og Klopp er til staðar“ Liverpool hefur oftar en ekki verið ofarlega á lista yfir þau félög sem talin eru líkleg sem næsti áfangastaður Mbappe. Þó svo að Real Madrid sé í bílstjórasætinu er Liverpool ekki langt undan. Mohamed Salah gæti yfirgefið Liverpool næsta sumar og félagið án efa farið að skoða hvernig þeir geta fyllt hans skarð. Fáir eru líklega betur til þess fallnir en Mbappe. „Liverpool vildi fá hann þegar hann var hjá Monaco,“ sagði Loic Tanzi blaðamaður franska blaðsins L´Equipe við Talksport. „Jurgen Klopp fór að hitta hann og þeir áttu í viðræðum. Sambandið á milli hans, Liverpool og Klopp er til staðar.“ Liverpool hefur oft á tíðum haldið buddunni þétt að sér og stuðningsmenn liðsins gjarnan bent á hversu lítið liðið hefur eytt miðað við helstu keppinauta sína. Kæmi Mbappe á frjálsri sölu þyrfti félagið aðeins að semja um laun, bónusa og greiðslur til umboðsmanna sem breytir stöðunni. Áfram í París eða olíupeningar í Sádi Arabíu? Sagan segir okkur að það gæti vel farið svo að Mbappe semji á nýjan leik við PSG. Vasar eigenda félagsins eru stútfullir af peningum og staða Mbappe í Frakklandi hefur meira að segja gert það að verkum að sjálfur Frakklandsforseti hefur reynt að sannfæra hann um að halda sig á Parc des Princes. Hann er aðalamaðurinn í frönsku deildinni og gríðarlega áhrifamikill bæði innan og utan vallar. Af hverju ætti hann að fara eitthvað annað? Eitt sem gæti heillað hann eru enn meiri peningar. Þá er að finna í Sádi Arabíu en margar stórstjörnur hafa leitað þangað á síðustu mánuðum. Al-Hilal á að hafa boðið 257 milljónir punda í Mbappe í sumar en hann vildi ekki fara í viðræður. Ólíklegt að staðan hafi breyst síðan í sumar en hver veit hvað gerist ef Mbappe yrði réttur óútfylltur tékki. Endurfundir Mbappe og Pochettino Síðasti möguleikinn sem nefndur er í samantekt Talksport er nokkuð óvæntur. Chelsea hefur eytt gríðarlegum fjármunum síðustu misseri og þó svo að Mbappe kæmi frítt þá yrði samningur við hann ekki ódýr þegar laun, bónusar og umboðsmannalaun eru tekin inn í myndina. Mbappe lék undir stjórn Mauricio Pochettino hjá PSG og var fyrirliði liðsins undir hans stjórn. Pochettino er nú við stjórnvölinn hjá Chelsea og hver veit nema argentínski knattspyrnustjórinn nái að sannfæra Mbappe um að Stamford Bridge sé rétti staðurinn fyrir hann. Franski boltinn Spænski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Frakkinn Kylian Mbappe er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður í heimi þessa stundina. Mbappe hefur leikið með PSG frá árinu 2017 en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Frá 1. janúar getur Mbappe því hafið viðræður við önnur félög um félagaskipti næsta sumar og fengi PSG þá ekkert fyrir sinn snúð. Þau eru mörg félögin sem væru til í að fá hann til liðs við sig en Talksport fór yfir þá möguleika sem taldir eru líklegastir í stöðunni. Gæti myndað alvöru tvíeyki með Bellingham Áhugi Real Madrid á Mbappe hefur lengi legið fyrir. Spænsku risarnir buðu 171 milljón punda í Frakkann sumarið 2021 og hafa í nokkur ár gert hosur sínar grænar fyrir honum. Margir héldu að hann færi til Madrid á frjálsri sölu sumarið 2022 en þá kom Mbappe öllum á óvart og framlengdi samning sinn við Parísarliðið. Færi Mbappe til Marídar myndi hann hitta þar fyrir Jude Bellingham sem hefur verið algjörlega magnaður sína fyrstu mánuði í treyju Real Madrid. Þeir myndu án efa mynda algjörlega magnað tvíeyki með frábæra leikmenn eins og Vinicius Jr. sér til aðstoðar. „Sambandið á milli hans, Liverpool og Klopp er til staðar“ Liverpool hefur oftar en ekki verið ofarlega á lista yfir þau félög sem talin eru líkleg sem næsti áfangastaður Mbappe. Þó svo að Real Madrid sé í bílstjórasætinu er Liverpool ekki langt undan. Mohamed Salah gæti yfirgefið Liverpool næsta sumar og félagið án efa farið að skoða hvernig þeir geta fyllt hans skarð. Fáir eru líklega betur til þess fallnir en Mbappe. „Liverpool vildi fá hann þegar hann var hjá Monaco,“ sagði Loic Tanzi blaðamaður franska blaðsins L´Equipe við Talksport. „Jurgen Klopp fór að hitta hann og þeir áttu í viðræðum. Sambandið á milli hans, Liverpool og Klopp er til staðar.“ Liverpool hefur oft á tíðum haldið buddunni þétt að sér og stuðningsmenn liðsins gjarnan bent á hversu lítið liðið hefur eytt miðað við helstu keppinauta sína. Kæmi Mbappe á frjálsri sölu þyrfti félagið aðeins að semja um laun, bónusa og greiðslur til umboðsmanna sem breytir stöðunni. Áfram í París eða olíupeningar í Sádi Arabíu? Sagan segir okkur að það gæti vel farið svo að Mbappe semji á nýjan leik við PSG. Vasar eigenda félagsins eru stútfullir af peningum og staða Mbappe í Frakklandi hefur meira að segja gert það að verkum að sjálfur Frakklandsforseti hefur reynt að sannfæra hann um að halda sig á Parc des Princes. Hann er aðalamaðurinn í frönsku deildinni og gríðarlega áhrifamikill bæði innan og utan vallar. Af hverju ætti hann að fara eitthvað annað? Eitt sem gæti heillað hann eru enn meiri peningar. Þá er að finna í Sádi Arabíu en margar stórstjörnur hafa leitað þangað á síðustu mánuðum. Al-Hilal á að hafa boðið 257 milljónir punda í Mbappe í sumar en hann vildi ekki fara í viðræður. Ólíklegt að staðan hafi breyst síðan í sumar en hver veit hvað gerist ef Mbappe yrði réttur óútfylltur tékki. Endurfundir Mbappe og Pochettino Síðasti möguleikinn sem nefndur er í samantekt Talksport er nokkuð óvæntur. Chelsea hefur eytt gríðarlegum fjármunum síðustu misseri og þó svo að Mbappe kæmi frítt þá yrði samningur við hann ekki ódýr þegar laun, bónusar og umboðsmannalaun eru tekin inn í myndina. Mbappe lék undir stjórn Mauricio Pochettino hjá PSG og var fyrirliði liðsins undir hans stjórn. Pochettino er nú við stjórnvölinn hjá Chelsea og hver veit nema argentínski knattspyrnustjórinn nái að sannfæra Mbappe um að Stamford Bridge sé rétti staðurinn fyrir hann.
Franski boltinn Spænski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira