Ingibjörg bar þremur kálfum á Tannstaðabakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2023 20:30 Þrífkelfingar voru að koma i heiminn á bænum Tannstaðabakka í Hrútafirði, sem er mjög sjaldgæft að gerist. Á búinu eru um 50 kýr og 190 nautgripir í heildina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Ingibjörg á bænum Tannstaðabakka í Hrútafirði gerði sér lítið fyrir í vikunni og bar þremur kálfum, tveimur nautum og einni kvígu. Aðeins einn kálfur var lifandi, annað nautið. „Við höfum aldrei fengið þríkelfinga áður og það gerðist heldur aldrei í búskapartíð foreldra minna, svo á þeim tæplega 30 árum sem hér hefur verið stunduð nautgriparækt hafa aldrei áður fæðst þríkelfingar. Kýrin var borin sjálf þegar við komum í fjósið svo það er erfitt að segja hvað hann tók langan tíma. Hann gekk þó ekki betur en svo að tveir kálfanna voru dauðir, þó erfitt sé að segja til um hvort þeir hafi drepist í fæðingunni sjálfri en þess má geta að kýrin, sem heitir Ingibjörg bar 11 dögum fyrir tal, en hún var sett 8. janúar,“ segir Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á bænum. Hún segir að líklegast sé að kálfurinn, sem lifði hafi komið fyrstur og systkini hans hafi kafnað í legvatninu og þess vegna fæðst dauð, en það sé ekki hægt að fullyrða um það. Ingibjörg með kálfinn, sem lifði af burðinn, hinir tveir fæddust dauðir.Aðsend Mjög sjaldgæft Mjög sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn. „Jú samkvæmt Baldri Helga Benjamínssyni fyrrum framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda og núverandi bónda á Ytri-Tjörnum eru líkurnar á þríkelfingum 1:20.000,“ segir Guðrún Eik. Hvað heitir mamma kálfanna og hvernig hefur hún það eftir? „Mamman er númer 856 og heitir Ingibjörg. Þetta var hennar þriðji burður og hefur hún því átt 5 kálfa í 3 burðum. Það er þó ekki met hér á bæ, en kýrin Nótta nr. 800 bar 7 kálfum í 4 burðum, en hún var tvíkelfd 3 ár í röð. Ingibjörg er frekar þreytt og slöpp eftir átökin. Eins og algengt er við þriðja burð fékk hún doða og hefur dagurinn því mikið til farið í að sinna henni,“ segir Guðrún Eik að lokum. Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á Tannstaðabakka í Hrútafirði.Aðsend Húnabyggð Landbúnaður Kýr Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
„Við höfum aldrei fengið þríkelfinga áður og það gerðist heldur aldrei í búskapartíð foreldra minna, svo á þeim tæplega 30 árum sem hér hefur verið stunduð nautgriparækt hafa aldrei áður fæðst þríkelfingar. Kýrin var borin sjálf þegar við komum í fjósið svo það er erfitt að segja hvað hann tók langan tíma. Hann gekk þó ekki betur en svo að tveir kálfanna voru dauðir, þó erfitt sé að segja til um hvort þeir hafi drepist í fæðingunni sjálfri en þess má geta að kýrin, sem heitir Ingibjörg bar 11 dögum fyrir tal, en hún var sett 8. janúar,“ segir Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á bænum. Hún segir að líklegast sé að kálfurinn, sem lifði hafi komið fyrstur og systkini hans hafi kafnað í legvatninu og þess vegna fæðst dauð, en það sé ekki hægt að fullyrða um það. Ingibjörg með kálfinn, sem lifði af burðinn, hinir tveir fæddust dauðir.Aðsend Mjög sjaldgæft Mjög sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn. „Jú samkvæmt Baldri Helga Benjamínssyni fyrrum framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda og núverandi bónda á Ytri-Tjörnum eru líkurnar á þríkelfingum 1:20.000,“ segir Guðrún Eik. Hvað heitir mamma kálfanna og hvernig hefur hún það eftir? „Mamman er númer 856 og heitir Ingibjörg. Þetta var hennar þriðji burður og hefur hún því átt 5 kálfa í 3 burðum. Það er þó ekki met hér á bæ, en kýrin Nótta nr. 800 bar 7 kálfum í 4 burðum, en hún var tvíkelfd 3 ár í röð. Ingibjörg er frekar þreytt og slöpp eftir átökin. Eins og algengt er við þriðja burð fékk hún doða og hefur dagurinn því mikið til farið í að sinna henni,“ segir Guðrún Eik að lokum. Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á Tannstaðabakka í Hrútafirði.Aðsend
Húnabyggð Landbúnaður Kýr Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira