Gríðarlega stór varnargarður til að gera Grindavík að öruggum kosti Jón Þór Stefánsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 29. desember 2023 11:45 „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi,“ segir Guðrún um fyrirhugaðan varnargarð. Vísir/Ívar Eitt mál var á dagskrá á ríkisstjórnarfundi í dag, að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, en það var bygging varnargarðs í kringum Grindavík til að verja innviði bæjarins. Hún segir algjöra samstöðu um málið í ríkisstjórninni. „Mér barst í gærkvöldi beiðni frá ríkislögreglustjóra um að hefja uppbyggingu varnargarðs og ég kynnti það fyrir ríkisstjórn og mun núna í framhaldinu leggja það til að almannavarnir muni hefja tafarlaust uppbyggingu hans,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Varnargarðurinn hefur nú þegar verið hannaður, en að sögn Guðrúnar verður hann stór í sniðum. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi.“ Guðrún segir að undirbúningur fyrir byggingu varnargarðsins muni hefjast strax í dag, síðan muni framkvæmdir á honum hefjast þegar lögformlegu umsóknarferli er lokið. Hún býst við því að það verði strax eftir helgi, á nýju ári. Hálfur milljarður sem þau telja sig eiga efni á Framkvæmdin mun taka nokkra mánuði að sögn Guðrúnar, en hún tekur fram að byrjað verði að reisa garðinn þar sem hann þyki mikilvægastur, sunnan við Hagafell sem ver nyrstu byggð Grindavíkur. „Við ætlum með hann í hálfa hæð og sá garður mun kosta um hálfan milljarð og við teljum að það rúmist innan þeirra fjárheimilda sem við höfum nú þegar í þetta verkefni, vegna þess að garðurinn við Svartsengi kostaði minna en gert var ráð fyrir.“ Líkt og áður segir vill Guðrún meina að samstaða hafi verið um málið innan ríkisstjórnarinnar. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja byggðina og að gera Grindavík hér eftir sem áður að ákjósanlegum kosti til búsetu, og öruggum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
„Mér barst í gærkvöldi beiðni frá ríkislögreglustjóra um að hefja uppbyggingu varnargarðs og ég kynnti það fyrir ríkisstjórn og mun núna í framhaldinu leggja það til að almannavarnir muni hefja tafarlaust uppbyggingu hans,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Varnargarðurinn hefur nú þegar verið hannaður, en að sögn Guðrúnar verður hann stór í sniðum. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi.“ Guðrún segir að undirbúningur fyrir byggingu varnargarðsins muni hefjast strax í dag, síðan muni framkvæmdir á honum hefjast þegar lögformlegu umsóknarferli er lokið. Hún býst við því að það verði strax eftir helgi, á nýju ári. Hálfur milljarður sem þau telja sig eiga efni á Framkvæmdin mun taka nokkra mánuði að sögn Guðrúnar, en hún tekur fram að byrjað verði að reisa garðinn þar sem hann þyki mikilvægastur, sunnan við Hagafell sem ver nyrstu byggð Grindavíkur. „Við ætlum með hann í hálfa hæð og sá garður mun kosta um hálfan milljarð og við teljum að það rúmist innan þeirra fjárheimilda sem við höfum nú þegar í þetta verkefni, vegna þess að garðurinn við Svartsengi kostaði minna en gert var ráð fyrir.“ Líkt og áður segir vill Guðrún meina að samstaða hafi verið um málið innan ríkisstjórnarinnar. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja byggðina og að gera Grindavík hér eftir sem áður að ákjósanlegum kosti til búsetu, og öruggum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira