Kylfingar ársins í fyrsta og fjórða sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 18:31 Haraldur Franklín og Ragnhildur Kristinsdóttir eru kylfingar ársins 2023. Vísir/Getty/Golf.is Haraldur Franklín Magnús og Ragnhildur Kristinsdóttir voru í dag valin kylfingar ársins hjá Golfsambandi Íslands. Greint er frá valinu á heimasíðu GSÍ en þar kemur fram að þetta sé í 26. skipti sem kylfingar ársins eru valdir. Frá árinu 1973 var kylfingur ársins valinn en síðan árið 1998 hafa karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Haraldur er að hljóta nafnbótina kylfingur ársins í fjórða sinn en Ragnhildur í fyrsta skipti. Ragnhildur lék sitt fyrsta ár sem atvinnukylfingur og spilaði á LET Access mótaröðinni í Evrópu. Hún lék á tólf mótum og náði best 22. sæti á móti í júlí. Þá komst hún á lokastig úrtökutmóts fyrir Evrópumótaröðina nú í desember. Haraldur komst einnig á lokastig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina og tryggði sér takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Hann lék á Áskorendamótaröðinni í ár og náði best 19. sæti á móti í sumar. Þá lék hann nýlega á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í Ástralíu. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins eða ellefu sinnum en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur sex sinnum hlotið nafnbótina sem er það mesta í kvennaflokki. Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Greint er frá valinu á heimasíðu GSÍ en þar kemur fram að þetta sé í 26. skipti sem kylfingar ársins eru valdir. Frá árinu 1973 var kylfingur ársins valinn en síðan árið 1998 hafa karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Haraldur er að hljóta nafnbótina kylfingur ársins í fjórða sinn en Ragnhildur í fyrsta skipti. Ragnhildur lék sitt fyrsta ár sem atvinnukylfingur og spilaði á LET Access mótaröðinni í Evrópu. Hún lék á tólf mótum og náði best 22. sæti á móti í júlí. Þá komst hún á lokastig úrtökutmóts fyrir Evrópumótaröðina nú í desember. Haraldur komst einnig á lokastig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina og tryggði sér takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Hann lék á Áskorendamótaröðinni í ár og náði best 19. sæti á móti í sumar. Þá lék hann nýlega á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í Ástralíu. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins eða ellefu sinnum en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur sex sinnum hlotið nafnbótina sem er það mesta í kvennaflokki.
Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira