Kylfingar ársins í fyrsta og fjórða sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 18:31 Haraldur Franklín og Ragnhildur Kristinsdóttir eru kylfingar ársins 2023. Vísir/Getty/Golf.is Haraldur Franklín Magnús og Ragnhildur Kristinsdóttir voru í dag valin kylfingar ársins hjá Golfsambandi Íslands. Greint er frá valinu á heimasíðu GSÍ en þar kemur fram að þetta sé í 26. skipti sem kylfingar ársins eru valdir. Frá árinu 1973 var kylfingur ársins valinn en síðan árið 1998 hafa karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Haraldur er að hljóta nafnbótina kylfingur ársins í fjórða sinn en Ragnhildur í fyrsta skipti. Ragnhildur lék sitt fyrsta ár sem atvinnukylfingur og spilaði á LET Access mótaröðinni í Evrópu. Hún lék á tólf mótum og náði best 22. sæti á móti í júlí. Þá komst hún á lokastig úrtökutmóts fyrir Evrópumótaröðina nú í desember. Haraldur komst einnig á lokastig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina og tryggði sér takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Hann lék á Áskorendamótaröðinni í ár og náði best 19. sæti á móti í sumar. Þá lék hann nýlega á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í Ástralíu. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins eða ellefu sinnum en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur sex sinnum hlotið nafnbótina sem er það mesta í kvennaflokki. Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Greint er frá valinu á heimasíðu GSÍ en þar kemur fram að þetta sé í 26. skipti sem kylfingar ársins eru valdir. Frá árinu 1973 var kylfingur ársins valinn en síðan árið 1998 hafa karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Haraldur er að hljóta nafnbótina kylfingur ársins í fjórða sinn en Ragnhildur í fyrsta skipti. Ragnhildur lék sitt fyrsta ár sem atvinnukylfingur og spilaði á LET Access mótaröðinni í Evrópu. Hún lék á tólf mótum og náði best 22. sæti á móti í júlí. Þá komst hún á lokastig úrtökutmóts fyrir Evrópumótaröðina nú í desember. Haraldur komst einnig á lokastig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina og tryggði sér takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Hann lék á Áskorendamótaröðinni í ár og náði best 19. sæti á móti í sumar. Þá lék hann nýlega á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í Ástralíu. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins eða ellefu sinnum en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur sex sinnum hlotið nafnbótina sem er það mesta í kvennaflokki.
Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira