Allt muni snúast um persónurnar þrjár Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2023 11:49 Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup á Hólum á leið til Hóladómkirkju þegar eftirmaður hennar, Gísli Gunnarsson, var vígður. Fyrir aftan hana er Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands. Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Fyrrverandi vígslubiskup á Hólum reiknar með að fleiri prestar verði tilnefndir í biskupskjöri en þeir tveir sem gefið hafa kost á sér til embættisins hingað til. Hún telur presta sammála um að rödd kirkjunnar þurfi að heyrast hærra og það verði þeim efst í huga þegar gengið verður til kosninga. Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, lætur af embætti í vor. Biskupskjör verður haldið í mars og nú yfir jólin tilkynntu tveir prestar að þeir gæfu kost á sér í embættið, þær Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Í biskupskjörinu í mars verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum reglum. Fyrst getur sérhver prestur tilnefnt allt að þrjá kandídata og þeir þrír sem hljóta flestar tilnefningar fara áfram í kjörið sjálft. Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup á Hólum telur líklegt að fleiri en áðurnefndir tveir prestar verði um hituna. „Ég geri ráð fyrir því að prestar munu tilnefna miklu fleiri heldur en þessar tvær mjög svo ágætu konur, sem eru búnar að gefa það út að þær munu taka tilnefningu, ef þær verði tilnefndar.“ Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem tilnefndir verða taki endilega tilnefningu. Og ekki þarf heldur að gefa sérstaklega kost á sér til að vera tilnefndur. Solveig segist þó ekki hafa heyrt aðra verið orðaða við áhuga á embættinu en þær Helgu og Guðrúnu. Og sjálf hyggst Solveig ekki gefa kost á sér, hún fór á eftirlaun í fyrra. Telur ekki ákall um breytingar Solveig segir skiptar skoðanir á kirkjuþingi um eðli biskupsembættisins, hvort biskup eigi að vera andlegur leiðtogi eða hafa einnig vald yfir mannauðsmálum. „En hins vegar tel ég að biskupskosningarnar komi alls ekki til með að snúast um þetta. Ég er alveg sannfærð um að biskupskosningin muni snúast um þær persónur sem verða þar tilnefndar, hvað þær hafa að segja og hvernig þær koma fram fyrir hönd kirkjunnar.“ Heldurðu að það sé ákall um breytingar fra því sem hefur verið? „Nei, það held ég ekki. Ég held að allir séu sammála um að rödd kirkjunnar þarf að heyrast betur heldur en hún hefur verið undanfarin ár og ég held að það sé það sem við munum koma til með að sameinast um á næstu misserum.“ Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00 Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, lætur af embætti í vor. Biskupskjör verður haldið í mars og nú yfir jólin tilkynntu tveir prestar að þeir gæfu kost á sér í embættið, þær Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Í biskupskjörinu í mars verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum reglum. Fyrst getur sérhver prestur tilnefnt allt að þrjá kandídata og þeir þrír sem hljóta flestar tilnefningar fara áfram í kjörið sjálft. Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup á Hólum telur líklegt að fleiri en áðurnefndir tveir prestar verði um hituna. „Ég geri ráð fyrir því að prestar munu tilnefna miklu fleiri heldur en þessar tvær mjög svo ágætu konur, sem eru búnar að gefa það út að þær munu taka tilnefningu, ef þær verði tilnefndar.“ Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem tilnefndir verða taki endilega tilnefningu. Og ekki þarf heldur að gefa sérstaklega kost á sér til að vera tilnefndur. Solveig segist þó ekki hafa heyrt aðra verið orðaða við áhuga á embættinu en þær Helgu og Guðrúnu. Og sjálf hyggst Solveig ekki gefa kost á sér, hún fór á eftirlaun í fyrra. Telur ekki ákall um breytingar Solveig segir skiptar skoðanir á kirkjuþingi um eðli biskupsembættisins, hvort biskup eigi að vera andlegur leiðtogi eða hafa einnig vald yfir mannauðsmálum. „En hins vegar tel ég að biskupskosningarnar komi alls ekki til með að snúast um þetta. Ég er alveg sannfærð um að biskupskosningin muni snúast um þær persónur sem verða þar tilnefndar, hvað þær hafa að segja og hvernig þær koma fram fyrir hönd kirkjunnar.“ Heldurðu að það sé ákall um breytingar fra því sem hefur verið? „Nei, það held ég ekki. Ég held að allir séu sammála um að rödd kirkjunnar þarf að heyrast betur heldur en hún hefur verið undanfarin ár og ég held að það sé það sem við munum koma til með að sameinast um á næstu misserum.“
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00 Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40
„Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00
Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57