Enski boltinn

Fékk ekkert spjald fyrir að ýta í boltastrák

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Atvikið umtalaða þar sem markvörður Fulham ýtir boltasæki á Vitality leikvanginum í Bournemouth.
Atvikið umtalaða þar sem markvörður Fulham ýtir boltasæki á Vitality leikvanginum í Bournemouth.

Bernd Leno átti ekki sinn besta dag í dag þegar Fulham tapaði 2-0 fyrir Bournemouth. Hann tók reiðina út á boltastrák sem var við störf á vellinum, en baðst svo afsökunar nokkrum mínútum síðar. 

Leno uppskar gagnrýni fyrir fyrra markið en margir töldu hann geta gert betur í að verja skot Justin Kluivert sem kom heimamönnum yfir rétt undir lok fyrri hálfleiks. Þýski markvörðurinn fékk svo að líta gult spjald fyrir leiktöf þegar hann tafði Dominic Solanke í að taka vítaspyrnu sem framherjinn skoraði örugglega úr.  

Dómari leiksins leit málið ekki alvarlegum augum og gaf Leno enga áminningu né spjald fyrir athæfið. Leno sást knúsa strákinn og biðja hann afsökunar nokkrum mínútum síðar. Hann hékk því inni á vellinum og fékk þriðja markið á sig rétt undir lok leiks. Lokatölur 3-0 sigur Bournemouth. 

Sambærilegt atvik kom upp fyrir nokkrum árum þegar Eden Hazard sparkaði í boltastrák sem neitaði að afhenda honum boltann í leik gegn Swansea. Þar uppskar Belginn rautt spjald og þriggja leikja bann í kjölfarið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×