Kýldi lögregluþjón í andlitið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 07:52 Það mæddi talsvert á lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Maður sem handtekinn var í nótt, grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda, veittist að lögregluþjóni og sló með krepptum hnefa í andlitið þegar verið var að keyra hann heim að sýnatöku lokinni. Maðurinn var því handtekinn á ný og vistaður í fangaklefa. Talsvert var um hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum við störf í gærkvöldi og í nótt. Lögregla var kölluð til á skemmtistað í miðborginni þar sem dyravörður var með mann í tökum. Þegar reynt var að ræða við viðkomandi hljóp hann á brott og reyndi að flýja. Hann var afar órólegur, streittist á móti, blótaði lögreglumönnum og hótaði þeim lífláti. Hann neitaði að gefa upp hver hann var og var því vistaður í fangaklefa sökum ástands þar til hægt verður að ræða við hann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hrækti í átt að lögreglumönnum sem fundu hnúajárn í fatnaði hans Þá voru tveir aðilar handteknir vegna slagsmála fyrir utan veitingastað í miðbænum. Illa gekk að ræða við annan aðilann sem neitaði að segja til nafns en var með áverka í andliti. Hann hrækti í átt að lögreglumönnum á vettvangi en einnig fannst hnúajárn í fatnaði hans. Hann var vistaður tímabundið í fangaklefa á meðan lögregla beið eftir sjúkraliði til að líta á áverka og málsatvik, en var síðar fluttur með sjúkrabíl á Bráðamóttöku til aðhlynningar. Einnig var tilkynnt um ölvaða og ógnandi aðila inni á veitingastað í hverfi 110. Samkvæmt starfsmanni voru gestirnir með „dólg og leiðindi“ og neituðu að yfirgefa veitingastaðinn. Eftir að lögregla hafði vísað þeim út af staðnum varð annar gestanna afar ósáttur með afgreiðslu lögreglu og vildi frá frekari skýringu á því af hverju þeim var vísað á dyr. Hann óð ógnandi að lögreglumönnum og gerði sig líklegan til að veitast að þeim. „Var hann því færður í lögreglutök og vistaður í fangaklefa þar sem ekki var hægt að ræða við hann,“ að því er segir í tilkynningunni. Varðstjóri veitti föðurlegt tiltal Einn var handtekinn eftir að hafa veist að gestum í samkvæmi í hverfi 107. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið ósamvinnuþýður og ósáttur út í afgreiðslu lögreglu en einnig æstur og óútreiknanlegur þegar hann var mættur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. „Eftir að vakthafandi varðstjóri hafði veitt aðilanum föðurlegt tiltal, ákváðu þeir í sameiningu að það besta í stöðunni væri að fara heim í háttinn. Aðilanum var góðfúslega bent á að enn væru tveir jólasveinar á leið til byggða og því talsverðar líkur á því að hann fengi kartöflu í skóinn ef hann myndi ekki haga sér eins og maður. Þegar aðilinn var laus úr haldi lögreglu játaði hann ást sína á íslensku lögreglunni áður en hann hélt heim á leið.“ „Farþeginn var verulega ölvaður og mundi ekkert hvert hann var að fara. Lögregla hjálpaði farþeganum að rifja upp hvert förinni var heitið en hann mundi skyndilega að hann væri á leið heim til móður sinnar. Leigubílstjórinn ók farþeganum til móður sinnar,“ segir í dagbókinni. Önnur verkefni næturinnar snéru meðal annars að ölvunarakstri, skemmdarverkum og slagsmálum. Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira
Lögregla var kölluð til á skemmtistað í miðborginni þar sem dyravörður var með mann í tökum. Þegar reynt var að ræða við viðkomandi hljóp hann á brott og reyndi að flýja. Hann var afar órólegur, streittist á móti, blótaði lögreglumönnum og hótaði þeim lífláti. Hann neitaði að gefa upp hver hann var og var því vistaður í fangaklefa sökum ástands þar til hægt verður að ræða við hann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hrækti í átt að lögreglumönnum sem fundu hnúajárn í fatnaði hans Þá voru tveir aðilar handteknir vegna slagsmála fyrir utan veitingastað í miðbænum. Illa gekk að ræða við annan aðilann sem neitaði að segja til nafns en var með áverka í andliti. Hann hrækti í átt að lögreglumönnum á vettvangi en einnig fannst hnúajárn í fatnaði hans. Hann var vistaður tímabundið í fangaklefa á meðan lögregla beið eftir sjúkraliði til að líta á áverka og málsatvik, en var síðar fluttur með sjúkrabíl á Bráðamóttöku til aðhlynningar. Einnig var tilkynnt um ölvaða og ógnandi aðila inni á veitingastað í hverfi 110. Samkvæmt starfsmanni voru gestirnir með „dólg og leiðindi“ og neituðu að yfirgefa veitingastaðinn. Eftir að lögregla hafði vísað þeim út af staðnum varð annar gestanna afar ósáttur með afgreiðslu lögreglu og vildi frá frekari skýringu á því af hverju þeim var vísað á dyr. Hann óð ógnandi að lögreglumönnum og gerði sig líklegan til að veitast að þeim. „Var hann því færður í lögreglutök og vistaður í fangaklefa þar sem ekki var hægt að ræða við hann,“ að því er segir í tilkynningunni. Varðstjóri veitti föðurlegt tiltal Einn var handtekinn eftir að hafa veist að gestum í samkvæmi í hverfi 107. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið ósamvinnuþýður og ósáttur út í afgreiðslu lögreglu en einnig æstur og óútreiknanlegur þegar hann var mættur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. „Eftir að vakthafandi varðstjóri hafði veitt aðilanum föðurlegt tiltal, ákváðu þeir í sameiningu að það besta í stöðunni væri að fara heim í háttinn. Aðilanum var góðfúslega bent á að enn væru tveir jólasveinar á leið til byggða og því talsverðar líkur á því að hann fengi kartöflu í skóinn ef hann myndi ekki haga sér eins og maður. Þegar aðilinn var laus úr haldi lögreglu játaði hann ást sína á íslensku lögreglunni áður en hann hélt heim á leið.“ „Farþeginn var verulega ölvaður og mundi ekkert hvert hann var að fara. Lögregla hjálpaði farþeganum að rifja upp hvert förinni var heitið en hann mundi skyndilega að hann væri á leið heim til móður sinnar. Leigubílstjórinn ók farþeganum til móður sinnar,“ segir í dagbókinni. Önnur verkefni næturinnar snéru meðal annars að ölvunarakstri, skemmdarverkum og slagsmálum.
Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira