Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 23:05 Fyrirhugað er að Þjórsá verði stífluð á móts við bæinn Hvamm undir Skarðsfjalli í Landsveit. Landsvirkjun Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar, þar sem vísar er í ítarleg áform um að veita leyfið, með rökstuðningi. Þar segir að það sé mat stofnunarinnar að fyrir liggi ítarleg greining og staðfesting á því að til að tryggja raforkuöryggi á Íslandi sé þörf á aukinni raforkuframleiðslu að því marki sem Hvammsvirkjun sé ætlað að framleiða. Tilgangur virkjunarinnar, að tryggja raforkuöryggi, varði almannahagsmuni og vegi þyngra en ávinningur af því að umhverfismarkmið um vatnshlotið náist. Þá vísar Orkustofnun til þeirrar ákvörðunar að setja Hvammsvirkjun í orkunýtingarflokk, og telur að fyrir liggi ákvörðun löggjafans um mat á þjóðhagslegri hagkvæmni virkjunarinnar. Framkvæmdir gætu hafist í vor Á vef Landsvirkjunar segir að endanleg niðurstaða áformanna verði tilkynnt að loknum athugasemdafresti, sem er til 17. janúar 2024. „Verði heimildin veitt, hefur Orkustofnun umfjöllun um umsókn Landsvirkjunar um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun að nýju. Stofnuninni ber að taka ákvörðun um útgáfu virkjunarleyfis innan tveggja mánaða frá því öll gögn hafa borist stofnuninni. Verði virkjunarleyfið veitt geta sveitarfélögin tvö, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur gefið út framkvæmdaleyfi. Gangi allt eftir gætu undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun hafist í vor.“ Í sumar var ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun felld úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar, þar sem vísar er í ítarleg áform um að veita leyfið, með rökstuðningi. Þar segir að það sé mat stofnunarinnar að fyrir liggi ítarleg greining og staðfesting á því að til að tryggja raforkuöryggi á Íslandi sé þörf á aukinni raforkuframleiðslu að því marki sem Hvammsvirkjun sé ætlað að framleiða. Tilgangur virkjunarinnar, að tryggja raforkuöryggi, varði almannahagsmuni og vegi þyngra en ávinningur af því að umhverfismarkmið um vatnshlotið náist. Þá vísar Orkustofnun til þeirrar ákvörðunar að setja Hvammsvirkjun í orkunýtingarflokk, og telur að fyrir liggi ákvörðun löggjafans um mat á þjóðhagslegri hagkvæmni virkjunarinnar. Framkvæmdir gætu hafist í vor Á vef Landsvirkjunar segir að endanleg niðurstaða áformanna verði tilkynnt að loknum athugasemdafresti, sem er til 17. janúar 2024. „Verði heimildin veitt, hefur Orkustofnun umfjöllun um umsókn Landsvirkjunar um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun að nýju. Stofnuninni ber að taka ákvörðun um útgáfu virkjunarleyfis innan tveggja mánaða frá því öll gögn hafa borist stofnuninni. Verði virkjunarleyfið veitt geta sveitarfélögin tvö, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur gefið út framkvæmdaleyfi. Gangi allt eftir gætu undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun hafist í vor.“ Í sumar var ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun felld úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira