Jól í Grindavík eftir allt saman Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 16:12 Líkt og alþjóð veit hafa jarðhræringar og eldgos einkennt síðustu mánuði í Grindavík. Þó verða haldin gleðileg jól í bænum, Vísir/Vilhelm Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að staðan verði endurmetin þann 27. desember. Þá segir að frá og með Þorláksmessu verði lokunarpóstar á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi. Íbúar í Grindavík, eigendur fyrirtækja og starfsmenn þeirra hafi heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta allan sólarhringinn og íbúar megi gista í bænum. Óviðkomandi einstaklingum verði ekki hleypt inn fyrir lokunarpósta að svo stöddu. Helstu fjölmiðlar hafi heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta. Fara niður á hættustig þar sem gosinu virðist lokið Sérfræðingar Veðurstofunnar hafi hist á fundi í morgun klukkan 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 hafi Veðurstofan fundað með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu sé enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík. Veðurstofa Íslands Ríkislögreglustjóri hafi ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgos, sem hófst við Sundhnúkagíga 18. desember síðastliðinn virðist nú lokið. Að öllu óbreyttu verði viðbúnaður lögreglu og björgunarsveita eins og að ofan greinir í og við Grindavíkurbæ. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Jól Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega“ Grindvíkingur segir fregnir af eldgosinu hafa slegið íbúa afar illa. Hann segist hafa verið dofinn líkamlega og andlega fyrst um sinn og að það sé erfitt að lifa í svona óvissu. 20. desember 2023 20:01 Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24 Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. 18. desember 2023 11:56 Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. 18. desember 2023 10:55 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að staðan verði endurmetin þann 27. desember. Þá segir að frá og með Þorláksmessu verði lokunarpóstar á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi. Íbúar í Grindavík, eigendur fyrirtækja og starfsmenn þeirra hafi heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta allan sólarhringinn og íbúar megi gista í bænum. Óviðkomandi einstaklingum verði ekki hleypt inn fyrir lokunarpósta að svo stöddu. Helstu fjölmiðlar hafi heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta. Fara niður á hættustig þar sem gosinu virðist lokið Sérfræðingar Veðurstofunnar hafi hist á fundi í morgun klukkan 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 hafi Veðurstofan fundað með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu sé enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík. Veðurstofa Íslands Ríkislögreglustjóri hafi ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgos, sem hófst við Sundhnúkagíga 18. desember síðastliðinn virðist nú lokið. Að öllu óbreyttu verði viðbúnaður lögreglu og björgunarsveita eins og að ofan greinir í og við Grindavíkurbæ. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Jól Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega“ Grindvíkingur segir fregnir af eldgosinu hafa slegið íbúa afar illa. Hann segist hafa verið dofinn líkamlega og andlega fyrst um sinn og að það sé erfitt að lifa í svona óvissu. 20. desember 2023 20:01 Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24 Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. 18. desember 2023 11:56 Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. 18. desember 2023 10:55 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
„Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega“ Grindvíkingur segir fregnir af eldgosinu hafa slegið íbúa afar illa. Hann segist hafa verið dofinn líkamlega og andlega fyrst um sinn og að það sé erfitt að lifa í svona óvissu. 20. desember 2023 20:01
Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24
Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. 18. desember 2023 11:56
Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. 18. desember 2023 10:55