Líf færist í skíðabrekkur landsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 09:20 Skíðasvæðin í Bláfjöllum opna klukkan 14 í dag. Vísir/Vilhelm Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag, í fyrsta sinn í vetur. Góðar aðstæður eru á svæðinu,-12° og logn. Skíðagarpar í jólafríi ættu því að kætast, en einnig verður opið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Á Facebook síðu Bláfjalla kemur fram að byrjað verði á að opna Drottingarbraut og byrjendasvæðið. Þá verður göngubraut lögð út á horn, kringum hólinn og um Leirurnar. Opið verður frá klukkan 14 til 21. Lokað verður í Bláfjöllum 23, 24. og 25. desember en opið 26.-30.desember. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár, líkt og Vísir fjallaði um fyrir skömmu. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt sjálfvirkt snjóframleiðslukerfi. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Framleiddur snjór í Hlíðarfjalli Í dag er einnig stefnt að opnun í Hlíðarfjalli. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn þar sem snjó skortir á efra og neðra svæði. Sá snjór sem er í brekkunum er nánast eingöngu framleiddur. „Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar ásamt Töfrateppinu, en síðustu daga höfum við með aðstoð framleiðandans Sun Kid gert frábærar endurbætur á nýju yfirbyggingunni fyrir veturinn. Næstu daga verður svo unnið að því að ná tengingum við Fjarka stólalyftu og von okkar er að hún geti verið komin inn á jóladag“, segir á Facebook síðu Hlíðarfjalls. Gestum er bent á að utanbrautaskíðun sé gríðarlega varasöm, þar sem snjóþekjan er lítil sem engin og stutt í grjót undir. Skíðasvæði Reykjavík Akureyri Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Á Facebook síðu Bláfjalla kemur fram að byrjað verði á að opna Drottingarbraut og byrjendasvæðið. Þá verður göngubraut lögð út á horn, kringum hólinn og um Leirurnar. Opið verður frá klukkan 14 til 21. Lokað verður í Bláfjöllum 23, 24. og 25. desember en opið 26.-30.desember. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár, líkt og Vísir fjallaði um fyrir skömmu. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt sjálfvirkt snjóframleiðslukerfi. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Framleiddur snjór í Hlíðarfjalli Í dag er einnig stefnt að opnun í Hlíðarfjalli. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn þar sem snjó skortir á efra og neðra svæði. Sá snjór sem er í brekkunum er nánast eingöngu framleiddur. „Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar ásamt Töfrateppinu, en síðustu daga höfum við með aðstoð framleiðandans Sun Kid gert frábærar endurbætur á nýju yfirbyggingunni fyrir veturinn. Næstu daga verður svo unnið að því að ná tengingum við Fjarka stólalyftu og von okkar er að hún geti verið komin inn á jóladag“, segir á Facebook síðu Hlíðarfjalls. Gestum er bent á að utanbrautaskíðun sé gríðarlega varasöm, þar sem snjóþekjan er lítil sem engin og stutt í grjót undir.
Skíðasvæði Reykjavík Akureyri Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira