Alfreð kom á óvart með vali sínu Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 17:31 Alfreð Gíslason verður með Þýskaland á heimavelli á EM í janúar. Getty/Maja Hitij Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 19 leikmenn sem hann ætlar að treysta á þegar kemur að Evrópumótinu í janúar en þar verða Þjóðverjar á heimavelli. Þýska landsliðið er eitt af þeim sem Ísland mætir í milliriðli mótsins ef bæði lið komast þangað. Þjóðverjar hefja mótið 10. janúar á leik við Sviss en eru einnig í riðli með Norður-Makedóníu og Frakklandi. Miðað við fyrirsagnir þýskra miðla þá kom Alfreð mörgum á óvart með vali sínu í dag. Hann valdi til að mynda alls fjóra leikmenn úr U21-landsliðinu, sem varð heimsmeistari í sumar. Þá valdi Alfreð óvænt einn nýliða, hinn 22 ára Martin Hanne, sem er vinstri skytta hjá Hannover Burgdorf. „Ég hef fylgst með honum í langan tíma. Ég hef séð nánast alla leiki hjá honum síðustu tvö ár,“ sagði Alfreð þegar hann útskýrði val sitt. Fjórir sem unnu EM með Degi Í hópnum eru einnig miklir reynsluboltar og til að mynda fjórir leikmenn frá Evrópumeistaraliði Dags Sigurðssonar frá árinu 2016. Þar á meðal er markvörðurinn Andreas Wolff sem hefur jafnað sig af meiðslum, en einnig Rune Dahmke, Kai Häfner og Jannik Kohlbacher. Áður en að EM kemur mun þýski landsliðshópurinn koma saman til æfinga í Frankfurt frá 27.-29. desember, og eftir áramót hefst svo lokaundirbúningurinn þar sem liðið spilar meðal annars tvo vináttulandsleiki við Portúgal 4. og 6. janúar. Nítján manna EM-hópur Þýskalands: Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce) Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg) Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg) Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf) Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen) Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen) Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen) Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Þýska landsliðið er eitt af þeim sem Ísland mætir í milliriðli mótsins ef bæði lið komast þangað. Þjóðverjar hefja mótið 10. janúar á leik við Sviss en eru einnig í riðli með Norður-Makedóníu og Frakklandi. Miðað við fyrirsagnir þýskra miðla þá kom Alfreð mörgum á óvart með vali sínu í dag. Hann valdi til að mynda alls fjóra leikmenn úr U21-landsliðinu, sem varð heimsmeistari í sumar. Þá valdi Alfreð óvænt einn nýliða, hinn 22 ára Martin Hanne, sem er vinstri skytta hjá Hannover Burgdorf. „Ég hef fylgst með honum í langan tíma. Ég hef séð nánast alla leiki hjá honum síðustu tvö ár,“ sagði Alfreð þegar hann útskýrði val sitt. Fjórir sem unnu EM með Degi Í hópnum eru einnig miklir reynsluboltar og til að mynda fjórir leikmenn frá Evrópumeistaraliði Dags Sigurðssonar frá árinu 2016. Þar á meðal er markvörðurinn Andreas Wolff sem hefur jafnað sig af meiðslum, en einnig Rune Dahmke, Kai Häfner og Jannik Kohlbacher. Áður en að EM kemur mun þýski landsliðshópurinn koma saman til æfinga í Frankfurt frá 27.-29. desember, og eftir áramót hefst svo lokaundirbúningurinn þar sem liðið spilar meðal annars tvo vináttulandsleiki við Portúgal 4. og 6. janúar. Nítján manna EM-hópur Þýskalands: Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce) Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg) Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg) Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf) Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen) Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen) Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen)
Nítján manna EM-hópur Þýskalands: Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce) Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg) Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg) Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf) Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen) Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen) Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen)
Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira