UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 10:30 Mörg af stærstu félögum Evrópu vildu stofna Ofurdeild Evrópu árið 2021. Getty/Visionhaus Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. Evrópska ofurdeildin virðist hafa lögin með sér í liði því Evrópudómstóllinn úrskurðaði að FIFA og UEFA hafi brotið lög með því að hóta því að refsa leikmönnum og félögum sem gengu til liðs við Ofurdeildina. Bakjarlar Ofurdeildarinnar leituðu réttar síns og þrátt fyrir mótlæti í byrjun virðast þeir nú hafa fagnað sigri í þessu máli. Úrskurður Evrópudómstólsins er að UEFA og FIFA séu að misnota sterka stöðu sína með slíkum hótunum. Uefa and Fifa rules banning clubs joining breakaway competitions like the European Super League are unlawful, the European Court of Justice has ruled.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2023 Áður hafði dómstóll komist að því að stóru knattspyrnusamböndin væru að fylgja evrópskum lögum með því að verja stöðu sína og þessi nýi úrskurður er því áfall fyrir knattspyrnuforystuna. Vorið 2021 ætluðu nokkur af stærstu fótboltafélögum Evrópu að stofna nýja ofurdeild og hætta í staðinn að taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Hörð viðbrögð voru við þessum fréttum ekki síst frá knattspyrnuforystunni sjálfri. Upphaflega ætluðu Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Internazionela, AC Milan, Juventus, Atlético Madrid, Barcelona, og Real Madrid að stofna Ofurdeildina. Á endanum drógu flest félögin sig út úr Ofurdeildinni nema spænsku félögin Barcelona, og Real Madrid sem stóðu ein eftir. Þessi úrskurður segir ekkert um það hvort Ofurdeildin verði samþykkt eða ekki heldur aðeins um það að UEFA og FIFA hafi verið í órétti með að segja það nýjar keppnir þurfi sérstakt leyfi frá þeim. Bakjarlar Ofurdeildarinnar fagna aftur á móti sigri, segjast hafa unnið sér réttinn til að vera til og að fótboltinn sé nú frjáls og laus undan einokun UEFA. Þetta er einn sigur en það er þó langt í það enn þá að Ofurdeildin verði að veruleika. "There are still some very significant hurdles for people who want to set up a European Super League to overcome"Kaveh Solhekol on the prospect of a future European Super League pic.twitter.com/FikuILMFSU— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 21, 2023 UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
Evrópska ofurdeildin virðist hafa lögin með sér í liði því Evrópudómstóllinn úrskurðaði að FIFA og UEFA hafi brotið lög með því að hóta því að refsa leikmönnum og félögum sem gengu til liðs við Ofurdeildina. Bakjarlar Ofurdeildarinnar leituðu réttar síns og þrátt fyrir mótlæti í byrjun virðast þeir nú hafa fagnað sigri í þessu máli. Úrskurður Evrópudómstólsins er að UEFA og FIFA séu að misnota sterka stöðu sína með slíkum hótunum. Uefa and Fifa rules banning clubs joining breakaway competitions like the European Super League are unlawful, the European Court of Justice has ruled.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2023 Áður hafði dómstóll komist að því að stóru knattspyrnusamböndin væru að fylgja evrópskum lögum með því að verja stöðu sína og þessi nýi úrskurður er því áfall fyrir knattspyrnuforystuna. Vorið 2021 ætluðu nokkur af stærstu fótboltafélögum Evrópu að stofna nýja ofurdeild og hætta í staðinn að taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Hörð viðbrögð voru við þessum fréttum ekki síst frá knattspyrnuforystunni sjálfri. Upphaflega ætluðu Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Internazionela, AC Milan, Juventus, Atlético Madrid, Barcelona, og Real Madrid að stofna Ofurdeildina. Á endanum drógu flest félögin sig út úr Ofurdeildinni nema spænsku félögin Barcelona, og Real Madrid sem stóðu ein eftir. Þessi úrskurður segir ekkert um það hvort Ofurdeildin verði samþykkt eða ekki heldur aðeins um það að UEFA og FIFA hafi verið í órétti með að segja það nýjar keppnir þurfi sérstakt leyfi frá þeim. Bakjarlar Ofurdeildarinnar fagna aftur á móti sigri, segjast hafa unnið sér réttinn til að vera til og að fótboltinn sé nú frjáls og laus undan einokun UEFA. Þetta er einn sigur en það er þó langt í það enn þá að Ofurdeildin verði að veruleika. "There are still some very significant hurdles for people who want to set up a European Super League to overcome"Kaveh Solhekol on the prospect of a future European Super League pic.twitter.com/FikuILMFSU— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 21, 2023
UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira