„Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega“ Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2023 20:01 Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar Grindvíkingur segir fregnir af eldgosinu hafa slegið íbúa afar illa. Hann segist hafa verið dofinn líkamlega og andlega fyrst um sinn og að það sé erfitt að lifa í svona óvissu. Það var þungt fyrir Grindvíkinga þegar fregnir af eldgosinu bárust á mánudagskvöld. Þá voru liðnar tæpar sex vikur síðan bæjarbúar gistu síðast heima hjá sér og einhverjir byrjaðir að láta sig dreyma um að komast heim fyrir jól. Grindvíkingurinn Eggert Sólberg og hans fjölskylda biðu í ofvæni eftir frekari upplýsingum eftir fyrstu fréttir af gosinu. Þau voru nýkomin á sinn þriðja dvalarstað síðan bærinn var rýmdur. „Þetta var hræðsla. Það er hægt að lýsa þessu þannig að maður var dofinn. Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega. Gærdagurinn var mjög erfiður, það blandaðist líka inn í þetta þreyta. Við vöktum lengi til þess að fylgjast með gosinu og reyna að afla okkur upplýsinga. Ég held það eigi við um flesta Grindvíkinga, það var lítið sofið nóttina sem gaus,“ segir Eggert. Hann segir það vera erfitt fyrir Grindvíkinga að vita ekkert hvenær þeir geta snúið aftur heim. „Einhverjir finna fyrir létti að nú sé komið gos sem ógnar alla vega ekki bænum strax. En aðrir eru verulega vonsviknir. Auðvitað erum við öll vonsvikin, við höfðum væntingar um að geta verið meira heima hjá okkur um hátíðarnar,“ segir Eggert. „Þetta er bara drulluerfitt. Við sem betur fer búum í mjög samheldnu samfélagi og það hefur fleytt okkur mjög langt.“ Sérð þú fyrir þér að geta flutt aftur til Grindavíkur eftir þetta allt saman? „Já. Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur heim,“ segir Eggert. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. 20. desember 2023 16:08 Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. 20. desember 2023 14:22 Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20. desember 2023 14:43 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Það var þungt fyrir Grindvíkinga þegar fregnir af eldgosinu bárust á mánudagskvöld. Þá voru liðnar tæpar sex vikur síðan bæjarbúar gistu síðast heima hjá sér og einhverjir byrjaðir að láta sig dreyma um að komast heim fyrir jól. Grindvíkingurinn Eggert Sólberg og hans fjölskylda biðu í ofvæni eftir frekari upplýsingum eftir fyrstu fréttir af gosinu. Þau voru nýkomin á sinn þriðja dvalarstað síðan bærinn var rýmdur. „Þetta var hræðsla. Það er hægt að lýsa þessu þannig að maður var dofinn. Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega. Gærdagurinn var mjög erfiður, það blandaðist líka inn í þetta þreyta. Við vöktum lengi til þess að fylgjast með gosinu og reyna að afla okkur upplýsinga. Ég held það eigi við um flesta Grindvíkinga, það var lítið sofið nóttina sem gaus,“ segir Eggert. Hann segir það vera erfitt fyrir Grindvíkinga að vita ekkert hvenær þeir geta snúið aftur heim. „Einhverjir finna fyrir létti að nú sé komið gos sem ógnar alla vega ekki bænum strax. En aðrir eru verulega vonsviknir. Auðvitað erum við öll vonsvikin, við höfðum væntingar um að geta verið meira heima hjá okkur um hátíðarnar,“ segir Eggert. „Þetta er bara drulluerfitt. Við sem betur fer búum í mjög samheldnu samfélagi og það hefur fleytt okkur mjög langt.“ Sérð þú fyrir þér að geta flutt aftur til Grindavíkur eftir þetta allt saman? „Já. Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur heim,“ segir Eggert.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. 20. desember 2023 16:08 Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. 20. desember 2023 14:22 Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20. desember 2023 14:43 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. 20. desember 2023 16:08
Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. 20. desember 2023 14:22
Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20. desember 2023 14:43