Sá besti á árinu bjó til jólalag með Ladda Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2023 14:01 Már Gunnarsson og Laddi spreða seðlum í Kringlunni í myndbandi við nýja jólalagið þeirra. Skjáskot/Youtube Sundmaðurinn fjölhæfi Már Gunnarsson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hann sinnir jafnframt tónlistinni og gaf nýverið út jólalag sem þeir Laddi syngja saman. Már og Sonja Sigurðardóttir voru í gær heiðruð sem íþróttafólk ársins hjá ÍF við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Þau ræddu við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær þar sem Már var meðal annars spurður út í nýja jólalagið, sem sjá má hér að neðan. „Ég og vinur minn Laddi ákváðum að taka saman upp lagið „Mér finnst ég bara eiga það skilið“. Lag eftir mig og texti eftir góðan vin minn Tómas Eyjólfsson. Það hefur gengið ótrúlega vel,“ sagði Már á Grand Hótel í gær. „Við gáfum út tónlistarmyndband fyrir tveimur vikum og það er gaman að segja frá því að þetta var þriðja mest spilaða tónlistarmyndbandið á YouTube á Íslandi í síðustu viku,“ benti Már á. Már og Sonja hafa svo sannarlega átt gott ár og náðu bæði góðum árangri á HM í 50 metra laug í Manchester, sem skapaði þeim góða möguleika á að komast á Ólympíumótið í París næsta sumar. „Maður er bara smá skjálfandi,“ sagði Sonja eftir viðurkenninguna í gær, sem hún hlaut þá í fjórða sinn á löngum og farsælum ferli í sundinu. „Mér finnst ég vera á góðum stað núna. Að toppa kannski,“ sagði Sonja. Már segir ljóst að markmið sitt sé núna að styrkja stöðuna á heimslista til að auka líkurnar á að komast til Parísar: „Ég var búinn að lýsa því yfir að ég væri hættur. Ég hætti í rúmt ár, en er núna búinn að vera að æfa í rúmt ár aftur. Íþróttasambandið er í raun að segja við mig: „Hey Már, við erum ánægð að hafa þig hérna áfram. Þú ert að standa þig vel.“ Mér finnst það bara æðislegt,“ sagði Már og bætti við: „Ég náði þeim markmiðum að ná lágmarki inn á Ólympíuleika. Ég lenti í 6. sæti á heimsmeistaramótinu í Manchester í ágúst, og var sekúndubrotum frá Íslandsmetinu sem ég setti í Tókýó 2021. Mér finnst það bara magnað.“ Sund Jólalög Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Már og Sonja Sigurðardóttir voru í gær heiðruð sem íþróttafólk ársins hjá ÍF við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Þau ræddu við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær þar sem Már var meðal annars spurður út í nýja jólalagið, sem sjá má hér að neðan. „Ég og vinur minn Laddi ákváðum að taka saman upp lagið „Mér finnst ég bara eiga það skilið“. Lag eftir mig og texti eftir góðan vin minn Tómas Eyjólfsson. Það hefur gengið ótrúlega vel,“ sagði Már á Grand Hótel í gær. „Við gáfum út tónlistarmyndband fyrir tveimur vikum og það er gaman að segja frá því að þetta var þriðja mest spilaða tónlistarmyndbandið á YouTube á Íslandi í síðustu viku,“ benti Már á. Már og Sonja hafa svo sannarlega átt gott ár og náðu bæði góðum árangri á HM í 50 metra laug í Manchester, sem skapaði þeim góða möguleika á að komast á Ólympíumótið í París næsta sumar. „Maður er bara smá skjálfandi,“ sagði Sonja eftir viðurkenninguna í gær, sem hún hlaut þá í fjórða sinn á löngum og farsælum ferli í sundinu. „Mér finnst ég vera á góðum stað núna. Að toppa kannski,“ sagði Sonja. Már segir ljóst að markmið sitt sé núna að styrkja stöðuna á heimslista til að auka líkurnar á að komast til Parísar: „Ég var búinn að lýsa því yfir að ég væri hættur. Ég hætti í rúmt ár, en er núna búinn að vera að æfa í rúmt ár aftur. Íþróttasambandið er í raun að segja við mig: „Hey Már, við erum ánægð að hafa þig hérna áfram. Þú ert að standa þig vel.“ Mér finnst það bara æðislegt,“ sagði Már og bætti við: „Ég náði þeim markmiðum að ná lágmarki inn á Ólympíuleika. Ég lenti í 6. sæti á heimsmeistaramótinu í Manchester í ágúst, og var sekúndubrotum frá Íslandsmetinu sem ég setti í Tókýó 2021. Mér finnst það bara magnað.“
Sund Jólalög Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira