Ballarbrotum fjölgar um jólin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2023 11:01 Svo virðist sem Þjóðverjar eigi til að missa sig í jólagleðinni. Getty Ballarbrotum fjölgar yfir jólahátíðina, ef marka má niðurstöður vísindamanna í Þýskalandi sem hafa rannsakað tíðni meiðslanna eftir árstímum. Þess ber að geta að ekki er um eiginlegt brot að ræða, heldur er nærra lagi að segja að getnaðarlimurinn brákist en það ku helst gerast í óhefðbundnum kynlífsstellingum, þegar bólfélagar eru ekki í augnsambandi. Þvagfærasérfræðingurinn Nikolas Pyrgides, við Ludwig Maximilian-háskólann í Munchen í Þýskalandi, nefnir „öfuga kúrekastelpu“ í þessu samhengi en samkvæmt niðurstöðum Pyrgides og félaga er meðalaldur þeirra sem slasast 42 ára. Þá eiga meiðslin sér oftar en ekki stað við framhjáhald eða þegar kynlíf er stundað á óhefðbundnum stöðum. Meiðslunum fylgir oft hátt brakhljóð, mikill sársauki, bólga og mar. Þá tapa menn reisn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þegar sjúklingar gefa sig fram við lækni lítur typpið oft út eins og eggaldin,“ segir Pyrgides. Pyrgides og félagar skoðuðu gögn um 3.421 tilvik þar sem menn höfðu orðið fyrir ballarbroti í Þýskalandi á árunum 2005 til 2021. Í ljós kom að ef fjöldi slysa væri jafn mikill alla daga eins og hann væri um jólin, væru meiðslin 43 prósent fleiri en þau eru. Það vekur athygli að sama aukning á sér ekki stað yfir áramót en Pyrgides telur það mögulega mega rekja til þess að Þjóðverjar séu meira fyrir það að halda upp á jól en nýtt ár. Samkvæmt rannsókninni fjölgar meiðslunum einnig um helgar og yfir sumartímann en þeim fjölgaði ekki í Covid-faraldrinum, þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Pyrgides hvetur fólk til að vera meðvitað um áhættuna á meiðslum í aðdraganda jóla. „Ef þetta gerist skaltu leita strax til læknis eins og um neyðartilvik sé að ræða, því ef þú færð ekki aðstoð þá er hætta á langtíma afleiðingum,“ segir hann. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Kynlíf Jól Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Þess ber að geta að ekki er um eiginlegt brot að ræða, heldur er nærra lagi að segja að getnaðarlimurinn brákist en það ku helst gerast í óhefðbundnum kynlífsstellingum, þegar bólfélagar eru ekki í augnsambandi. Þvagfærasérfræðingurinn Nikolas Pyrgides, við Ludwig Maximilian-háskólann í Munchen í Þýskalandi, nefnir „öfuga kúrekastelpu“ í þessu samhengi en samkvæmt niðurstöðum Pyrgides og félaga er meðalaldur þeirra sem slasast 42 ára. Þá eiga meiðslin sér oftar en ekki stað við framhjáhald eða þegar kynlíf er stundað á óhefðbundnum stöðum. Meiðslunum fylgir oft hátt brakhljóð, mikill sársauki, bólga og mar. Þá tapa menn reisn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þegar sjúklingar gefa sig fram við lækni lítur typpið oft út eins og eggaldin,“ segir Pyrgides. Pyrgides og félagar skoðuðu gögn um 3.421 tilvik þar sem menn höfðu orðið fyrir ballarbroti í Þýskalandi á árunum 2005 til 2021. Í ljós kom að ef fjöldi slysa væri jafn mikill alla daga eins og hann væri um jólin, væru meiðslin 43 prósent fleiri en þau eru. Það vekur athygli að sama aukning á sér ekki stað yfir áramót en Pyrgides telur það mögulega mega rekja til þess að Þjóðverjar séu meira fyrir það að halda upp á jól en nýtt ár. Samkvæmt rannsókninni fjölgar meiðslunum einnig um helgar og yfir sumartímann en þeim fjölgaði ekki í Covid-faraldrinum, þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Pyrgides hvetur fólk til að vera meðvitað um áhættuna á meiðslum í aðdraganda jóla. „Ef þetta gerist skaltu leita strax til læknis eins og um neyðartilvik sé að ræða, því ef þú færð ekki aðstoð þá er hætta á langtíma afleiðingum,“ segir hann. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Kynlíf Jól Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira