Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. desember 2023 16:11 Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. „Vonandi styttist í það að við getum farið heim aftur og byggt okkar góða samfélag áfram. Ég tel það að það sé komin einhver niðurstaða á þessu langa landrisi sem hefur verið þarna. Og að hraunrennslið sé frá byggðinni. Ég held að það eigi gefa okkur aukna von um að það sé farið að styttast í að við förum heim aftur,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu en að þó eigi mikið vatn eftir að renna til sjávar og framvinda gossins aldrei fullkomlega viss. Áfall en léttir Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Hann hafi upplifað gærkvöldið sem mikið bakslag þar sem Grindvíkingar hefðu verið vongóðir að komast heim bráðum. Þegar staðsetning og átt hraunflæðisins urðu ljós hafi það verið mikill léttir. Heimili Vilhjálms í Grindavík varð fyrir skemmdum í jarðskjálftahrinunni í nóvember síðastliðinn. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og skoða skemmdirnar eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Auðvitað erum við farin að hugsa mikið um það að komast heim aftur en þegar við fjöllum um það að fara heim aftur þurfum við að átta okkur að því að þó að verði opnað fljótlega aftur inn í Grindavík er mikilvægt að stuðningur stjórnvalda haldi áfram út skólaárið og þó að við fáum að fara heim er ekki verið að fara að opna skóla eða leikskólaþjónustu eða æskulýðsstarfsemi í vetur í Grindavík,“ segir hann. Mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega Vilhjálmur segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými og að stutt sé við bakið á þeim á þessum óvissutímum. Aðstæður fólks séu mismunandi og að treysti sér ekki allir til að fara heim strax. Sumir geti jafnvel ekki farið heim í bráð vegna þess að heimili þeirra hafi farið illa út úr jarðskjálftunum eða jafnvel eyðilagst. Einnig að enn sé unnið út frá því að skólahald grindvískra barna fari fram utan Grindavíkur. „Þannig að þetta verður bara svona náttúruleg opnun þannig að þeir komast sem að geta, eða treysta sér til. En aðrir sem kjósa að halda í þann fasta punkt sem þeir eru búnir að koma sér upp núna út skólaárið fái að velja það. Svo ræsist bærinn upp og kemur reynsla á innviðina. Þó að það sé opnað þá þýðir það ekkert endilega að allir þurfi að fara að drífa sig heim eða segja upp leiguhúsnæðinu sem það er með. Það er mjög mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega,“ segir Vilhjálmur. „Því fyrr sem hægt er að byrja að koma bænum í fyrra horf því betra en það gerist ekki allt í einu,“ segir hann að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
„Vonandi styttist í það að við getum farið heim aftur og byggt okkar góða samfélag áfram. Ég tel það að það sé komin einhver niðurstaða á þessu langa landrisi sem hefur verið þarna. Og að hraunrennslið sé frá byggðinni. Ég held að það eigi gefa okkur aukna von um að það sé farið að styttast í að við förum heim aftur,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu en að þó eigi mikið vatn eftir að renna til sjávar og framvinda gossins aldrei fullkomlega viss. Áfall en léttir Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Hann hafi upplifað gærkvöldið sem mikið bakslag þar sem Grindvíkingar hefðu verið vongóðir að komast heim bráðum. Þegar staðsetning og átt hraunflæðisins urðu ljós hafi það verið mikill léttir. Heimili Vilhjálms í Grindavík varð fyrir skemmdum í jarðskjálftahrinunni í nóvember síðastliðinn. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og skoða skemmdirnar eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Auðvitað erum við farin að hugsa mikið um það að komast heim aftur en þegar við fjöllum um það að fara heim aftur þurfum við að átta okkur að því að þó að verði opnað fljótlega aftur inn í Grindavík er mikilvægt að stuðningur stjórnvalda haldi áfram út skólaárið og þó að við fáum að fara heim er ekki verið að fara að opna skóla eða leikskólaþjónustu eða æskulýðsstarfsemi í vetur í Grindavík,“ segir hann. Mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega Vilhjálmur segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými og að stutt sé við bakið á þeim á þessum óvissutímum. Aðstæður fólks séu mismunandi og að treysti sér ekki allir til að fara heim strax. Sumir geti jafnvel ekki farið heim í bráð vegna þess að heimili þeirra hafi farið illa út úr jarðskjálftunum eða jafnvel eyðilagst. Einnig að enn sé unnið út frá því að skólahald grindvískra barna fari fram utan Grindavíkur. „Þannig að þetta verður bara svona náttúruleg opnun þannig að þeir komast sem að geta, eða treysta sér til. En aðrir sem kjósa að halda í þann fasta punkt sem þeir eru búnir að koma sér upp núna út skólaárið fái að velja það. Svo ræsist bærinn upp og kemur reynsla á innviðina. Þó að það sé opnað þá þýðir það ekkert endilega að allir þurfi að fara að drífa sig heim eða segja upp leiguhúsnæðinu sem það er með. Það er mjög mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega,“ segir Vilhjálmur. „Því fyrr sem hægt er að byrja að koma bænum í fyrra horf því betra en það gerist ekki allt í einu,“ segir hann að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira