Skásta staðsetningin sem hægt var að fá Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. desember 2023 02:48 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Búast má við því að hratt muni draga úr hraunflæði eldgossins á Reykjanesskaga. Jarðeðlisfræðingur segir gosið á besta stað miðað við aðstæður. Hraun renni ekki í átt að Grindavík, og það þurfi að renna langt til að ná varnargörðum við Svartsengi. „Sú lýsing sem hefur komið fram, og hún bara stendur, er að þetta er verulegt gos. Það er fjögurra kílómetra löng sprunga sem nær svona frá Sundhnúk og vel norður fyrir Stóra-Skógfell,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að loknum stöðufundi vísindamanna og viðbragðsaðila í húsakynnum Almannavarna í Skógarhlíð nú í nótt. Kvikurennslið sé mikið miðað við fyrri gos á svæðinu. Gróflega metið sé það nokkur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „En það er sjálfsagt byrjað að draga úr því nú þegar. Hraunið rennur meira til austurs en til vesturs, sem er heppilegt. Það er ekki hraunrennsli í átt til Grindavíkur og það er töluverður spotti áður en þetta myndi ná niður að þessum nýju varnargörðum við Svartsengi og það svæði. Þannig að staðsetningin er sú skásta sem hægt er að fá miðað við það að þetta er virkt svæði.“ Fljúga aftur yfir klukkan fjögur Reikna megi með því að dragi úr hraunflæðinu, þó ómögulegt sé að segja hversu stórt gosið reynist þegar upp er staðið. „Það gæti staðið í einhvern tíma, en það myndi þá væntanlega draga töluvert úr hraunrennslinu mjög hratt eins og gerist eftir kröftugt upphaf svona gosa. Það er algengast.“ Magnús Tumi mun ásamt fleiri vísindamönnum fara í vísindaflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar klukkan fjögur í nótt. „Við förum aftur með þyrlunni og tökum þá stöðuna aftur og berum saman við það sem við sáum um miðnætti,“ segir Magnús Tumi. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Vindátt heppileg en gasi gæti slegið niður í Þorlákshöfn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vindátt nokkuð stöðuga með tilliti til gasmengunar. Þorlákshöfn er næsta þéttbýli. Á morgun er spáð mjög hagstæðri norðvestanátt. 19. desember 2023 02:31 Hraunið renni tífalt hraðar en krafturinn gæti varað skammt Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir eldgosið sem hófst í kvöld miklu stærra enn fyrri gos. Um sé að ræða fjögurra kílómetra gossprungu. 19. desember 2023 01:10 Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Sú lýsing sem hefur komið fram, og hún bara stendur, er að þetta er verulegt gos. Það er fjögurra kílómetra löng sprunga sem nær svona frá Sundhnúk og vel norður fyrir Stóra-Skógfell,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að loknum stöðufundi vísindamanna og viðbragðsaðila í húsakynnum Almannavarna í Skógarhlíð nú í nótt. Kvikurennslið sé mikið miðað við fyrri gos á svæðinu. Gróflega metið sé það nokkur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „En það er sjálfsagt byrjað að draga úr því nú þegar. Hraunið rennur meira til austurs en til vesturs, sem er heppilegt. Það er ekki hraunrennsli í átt til Grindavíkur og það er töluverður spotti áður en þetta myndi ná niður að þessum nýju varnargörðum við Svartsengi og það svæði. Þannig að staðsetningin er sú skásta sem hægt er að fá miðað við það að þetta er virkt svæði.“ Fljúga aftur yfir klukkan fjögur Reikna megi með því að dragi úr hraunflæðinu, þó ómögulegt sé að segja hversu stórt gosið reynist þegar upp er staðið. „Það gæti staðið í einhvern tíma, en það myndi þá væntanlega draga töluvert úr hraunrennslinu mjög hratt eins og gerist eftir kröftugt upphaf svona gosa. Það er algengast.“ Magnús Tumi mun ásamt fleiri vísindamönnum fara í vísindaflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar klukkan fjögur í nótt. „Við förum aftur með þyrlunni og tökum þá stöðuna aftur og berum saman við það sem við sáum um miðnætti,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Vindátt heppileg en gasi gæti slegið niður í Þorlákshöfn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vindátt nokkuð stöðuga með tilliti til gasmengunar. Þorlákshöfn er næsta þéttbýli. Á morgun er spáð mjög hagstæðri norðvestanátt. 19. desember 2023 02:31 Hraunið renni tífalt hraðar en krafturinn gæti varað skammt Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir eldgosið sem hófst í kvöld miklu stærra enn fyrri gos. Um sé að ræða fjögurra kílómetra gossprungu. 19. desember 2023 01:10 Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Vindátt heppileg en gasi gæti slegið niður í Þorlákshöfn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vindátt nokkuð stöðuga með tilliti til gasmengunar. Þorlákshöfn er næsta þéttbýli. Á morgun er spáð mjög hagstæðri norðvestanátt. 19. desember 2023 02:31
Hraunið renni tífalt hraðar en krafturinn gæti varað skammt Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir eldgosið sem hófst í kvöld miklu stærra enn fyrri gos. Um sé að ræða fjögurra kílómetra gossprungu. 19. desember 2023 01:10
Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25