„Það var helvítis högg að heyra það“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 22:30 Jón Guðni Fjóluson er að snúa aftur í íslenska boltann. vísir/Sigurjón „Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. Eftir langan feril í atvinnumennsku og átján A-landsleiki hafa síðustu tvö ár verið afar krefjandi fyrir þennan stóra og stæðilega 34 ára miðvörð. Jón Guðni glímdi nefnilega við hnémeiðsli síðustu tvö ár sín hjá Hammarby í Svíþjóð og er enn í endurhæfingu vegna þeirra. En enginn ætti að afskrifa þennan fíleflda varnarmann: „Hef sjálfur engar áhyggjur af þessu“ „Ég á nóg eftir. Auðvitað eru efasemdir eftir svona langan tíma í burtu, sérstaklega á þessum aldri, en mér líður mjög vel í líkamanum og hef sjálfur engar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Guðni. En hvernig hafa síðustu tvö ár verið? „Þetta byrjaði á aðgerð [vegna krossbandsslita] sem gekk vel, samkvæmt læknum, en svo kom í ljós sýking í hnénu sem skemmdi svolítið fyrir aðgerðinni. Svo kom í ljós rétt fyrir jól í fyrra að þetta væri ekki að gróa eins og þetta átti að gera, og fékk að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Að við þyrftum að byrja allt upp á nýtt. Það var helvítis högg að heyra það,“ viðurkennir Jón Guðni sem horfir nú fram á bjartari tíð. „Eftir seinni aðgerðina er búið að ganga mjög vel. Meðvitað hef ég farið hægar í hlutina og verið aðeins varkárari í endurhæfingunni, og frá því eftir þessa aðgerð hefur ekki verið neitt vesen. Ég er ekki farinn að æfa með liðinu, það er farið að miða við 12 mánuði í endurhæfingu til að hún virki almennilega. Ég er farinn að æfa aðeins sjálfur úti á velli og færist nær því að æfa eitthvað með liðinu. Það er smá eftir en þetta lítur mjög vel út og hefur gengið vel,“ segir Jón Guðni, skiljanlega fullur tilhlökkunar að byrja að spila aftur og það með besta liði landsins. Kári haldið sambandi í langan tíma „Þetta er allt saman mjög spennandi. Ég get ekki líst því hversu skemmtilegt það verður að byrja að spila aftur eftir þessi meiðsli. Það er skemmtilegt bara að rekja boltann úti á velli núna. Að spila leik verður alveg frábært. Mér líður mjög vel með þetta [að vera kominn til Víkings]. Þetta er mjög spennandi, góðir hlutir að gerast hérna og hefur gengið frábærlega, og þeir vilja byggja enn meira ofan á þetta. Það verður gaman að vera partur af því,“ segir Jón Guðni sem lengi hefur verið orðaður við Víkinga. „Þetta var nú klárt fyrir ári síðan samkvæmt einhverjum. En nei, nei, Kári [Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi] er búinn að halda sambandi við mig í dágóðan tíma núna og lýsa yfir áhuga á að fá mig heim, í lengri tíma. Þetta var því á endanum ekki lengi að gerast og búið að vera klárt í svolítinn tíma.“ Klippa: Jón Guðni heim til Íslands Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Eftir langan feril í atvinnumennsku og átján A-landsleiki hafa síðustu tvö ár verið afar krefjandi fyrir þennan stóra og stæðilega 34 ára miðvörð. Jón Guðni glímdi nefnilega við hnémeiðsli síðustu tvö ár sín hjá Hammarby í Svíþjóð og er enn í endurhæfingu vegna þeirra. En enginn ætti að afskrifa þennan fíleflda varnarmann: „Hef sjálfur engar áhyggjur af þessu“ „Ég á nóg eftir. Auðvitað eru efasemdir eftir svona langan tíma í burtu, sérstaklega á þessum aldri, en mér líður mjög vel í líkamanum og hef sjálfur engar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Guðni. En hvernig hafa síðustu tvö ár verið? „Þetta byrjaði á aðgerð [vegna krossbandsslita] sem gekk vel, samkvæmt læknum, en svo kom í ljós sýking í hnénu sem skemmdi svolítið fyrir aðgerðinni. Svo kom í ljós rétt fyrir jól í fyrra að þetta væri ekki að gróa eins og þetta átti að gera, og fékk að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Að við þyrftum að byrja allt upp á nýtt. Það var helvítis högg að heyra það,“ viðurkennir Jón Guðni sem horfir nú fram á bjartari tíð. „Eftir seinni aðgerðina er búið að ganga mjög vel. Meðvitað hef ég farið hægar í hlutina og verið aðeins varkárari í endurhæfingunni, og frá því eftir þessa aðgerð hefur ekki verið neitt vesen. Ég er ekki farinn að æfa með liðinu, það er farið að miða við 12 mánuði í endurhæfingu til að hún virki almennilega. Ég er farinn að æfa aðeins sjálfur úti á velli og færist nær því að æfa eitthvað með liðinu. Það er smá eftir en þetta lítur mjög vel út og hefur gengið vel,“ segir Jón Guðni, skiljanlega fullur tilhlökkunar að byrja að spila aftur og það með besta liði landsins. Kári haldið sambandi í langan tíma „Þetta er allt saman mjög spennandi. Ég get ekki líst því hversu skemmtilegt það verður að byrja að spila aftur eftir þessi meiðsli. Það er skemmtilegt bara að rekja boltann úti á velli núna. Að spila leik verður alveg frábært. Mér líður mjög vel með þetta [að vera kominn til Víkings]. Þetta er mjög spennandi, góðir hlutir að gerast hérna og hefur gengið frábærlega, og þeir vilja byggja enn meira ofan á þetta. Það verður gaman að vera partur af því,“ segir Jón Guðni sem lengi hefur verið orðaður við Víkinga. „Þetta var nú klárt fyrir ári síðan samkvæmt einhverjum. En nei, nei, Kári [Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi] er búinn að halda sambandi við mig í dágóðan tíma núna og lýsa yfir áhuga á að fá mig heim, í lengri tíma. Þetta var því á endanum ekki lengi að gerast og búið að vera klárt í svolítinn tíma.“ Klippa: Jón Guðni heim til Íslands
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33