Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 12:05 Valdimar Þór Ingimundarson, Jón Guðni Fjóluson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson @vikingurfc Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi er einn leikmannanna landsliðsmaðurinn fyrrverandi Jón Guðni Fjóluson. Hann er 34 ára miðvörður með mikla reynslu sem hafði náð inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins áður en hann sleit krossband í hné haustið 2021, en síðan þá hefur hann ekki getað spilað fótbolta. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021, skömmu áður en hann sleit svo krossband í hné.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Guðni var síðustu ár á mála hjá Hammarby í Svíþjóð en hefur einnig leikið í Noregi, Rússlandi og Belgíu, eftir að hafa byrjað meistaraflokksferilinn með Fram. Víkingar kynntu einnig Valdimar Þór Ingimundarson, 24 ára miðjumann sem sló í gegn með Fylki og skoraði átta mörk í 14 leikjum sumarið 2020 áður en hann var seldur til Strömsgodset í Noregi. Valdimar Þór Ingimundarson var magnaður með Fylki áður en hann hélt í atvinnumennsku sumarið 2020.VÍSIR/VILHELM Valdimar var hjá Strömsgodset í tvö ár en hefur tvö síðustu tímabil leikið með Sogndal í næstefstu deild Noregs, og skorað sjö mörk á hvorri leiktíð. Valdimar á að baki tvo A-landsleiki og ellefu leiki með U21-landsliðinu. Þriðji leikmaðurinn er svo markvörðurinn ungi Pálmi Rafn Arinbjörnsson, sem er Njarðvíkingur en kemur til Víkings frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves. Pálmi Rafn er nýorðinn tvítugur og hefur spilað átján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Víkingar misstu eftir síðasta tímabil markvörðinn Þórð Ingason sem lagði hanskana á hilluna. Valdimar og Pálmi skrifuðu báðir undir fjögurra ára samning við Víking en samningur Jóns Guðna er upp á tvö ár. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi er einn leikmannanna landsliðsmaðurinn fyrrverandi Jón Guðni Fjóluson. Hann er 34 ára miðvörður með mikla reynslu sem hafði náð inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins áður en hann sleit krossband í hné haustið 2021, en síðan þá hefur hann ekki getað spilað fótbolta. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021, skömmu áður en hann sleit svo krossband í hné.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Guðni var síðustu ár á mála hjá Hammarby í Svíþjóð en hefur einnig leikið í Noregi, Rússlandi og Belgíu, eftir að hafa byrjað meistaraflokksferilinn með Fram. Víkingar kynntu einnig Valdimar Þór Ingimundarson, 24 ára miðjumann sem sló í gegn með Fylki og skoraði átta mörk í 14 leikjum sumarið 2020 áður en hann var seldur til Strömsgodset í Noregi. Valdimar Þór Ingimundarson var magnaður með Fylki áður en hann hélt í atvinnumennsku sumarið 2020.VÍSIR/VILHELM Valdimar var hjá Strömsgodset í tvö ár en hefur tvö síðustu tímabil leikið með Sogndal í næstefstu deild Noregs, og skorað sjö mörk á hvorri leiktíð. Valdimar á að baki tvo A-landsleiki og ellefu leiki með U21-landsliðinu. Þriðji leikmaðurinn er svo markvörðurinn ungi Pálmi Rafn Arinbjörnsson, sem er Njarðvíkingur en kemur til Víkings frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves. Pálmi Rafn er nýorðinn tvítugur og hefur spilað átján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Víkingar misstu eftir síðasta tímabil markvörðinn Þórð Ingason sem lagði hanskana á hilluna. Valdimar og Pálmi skrifuðu báðir undir fjögurra ára samning við Víking en samningur Jóns Guðna er upp á tvö ár.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira