Þakklát íslensku þjóðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. desember 2023 16:09 Asil missti fótinn í árasinni aðeins sautján ára gömul. Vísir/Samsett Asil J. Suleiman Almassri sem missti fótinn og stóran hluta fjölskyldunnar í ísraelskum loftárásum á Gasasvæðinu hefur verið veittur íslenskur ríkisborgarréttur. Það var gert á þingfundi í gær þar sem nítján öðrum einstaklingum, margir hverjir frá stríðshrjáðum löndum, var einnig veittur ríkisborgarréttur. Bróðir Asilar heitir Suleiman Almassri og hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Bjóst ekki við þessu „Við erum svo ánægð. Ég hringdi í Asil í gær. Hún er svo glöð og hún bjóst ekki við þessu. Hana langar að koma hingað og byrja að læra íslensku og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Hún er svo þakklát fyrir Alþingi, fólkið á Íslandi og ríkisstjórnina fyrir að styðja hana og hjálpa henni,“ segir Suleiman bróðir hennar í samtali við fréttamann. Fyrir tveimur mánuðum síðar varð heimili fjölskyldunnar í Al-Fukhari-þorpi fyrir ísraelskri eldflaug. Foreldrar hans báðir og önnur systra hans voru drepin af ísraelska hernum í árásinni. Hana lifðu þó af Asil og tvö börn eldri systurinnar sem lést. Asil er í Egyptalandi sem stendur en á langt ferðalag fram undan til Belgíu þar sem eftir áramót muni bróðir hennar sækja hana og koma með til Íslands. Framundan er langt bataferli. Á engan að í Gasa Suleiman segir Asil vera að búa sig undir nýtt líf þar sem hún getur byrjað aftur í skóla og verið örugg. Hann segir ekkert bíða hennar í Gasa þar sem þau eiga engan þar að lengur. Þau viti heldur ekki hvort hægt verði að endurbyggja heimili þeirra í Al-Fukhari að stríðinu loknu. „Ástandið er henni mjög erfitt. Hún er ung, ekki nema sautján ára, þannig hún getur ekki séð um sig sjálfa. Ástandið í Gasa er mjög erfitt núna. Sérstaklega spítalarnir og hún þarf á aðhlynningu að halda,“ segir Suleiman. Fluggáfuð og langar í háskóla Gert er ráð fyrir því að hin sautján ára Asil muni gera sér leið til Belgíu á næstunni og þaðan fara þau systkinin til Íslands í lok desember eða byrjun janúar. Það sé mikil pappírsvinna að koma henni úr Egyptalandi en að ferlið sé hafið og gangi smurt fyrir sig. „Hana langar að vera eins og hver annar, örugga og byrja að læra. Hún er fluggáfuð og stendur sig vel í skóla. Hún talar betri ensku en ég. Hana langar að byrja að læra íslensku og byrja í háskólanum,“ segir Suleiman og undirstrikar að Asil langi að læra góða íslensku sem fyrst svo hún geti farið í háskólann hér á landi. „Hana langar að koma og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Öllum sem studdu við hana á samfélagsmiðlum, í fréttunum og öllum á Alþingi sem studdu við hana og gáfu henni ríkisborgararétt,“ segir Suleiman að lokum. Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Það var gert á þingfundi í gær þar sem nítján öðrum einstaklingum, margir hverjir frá stríðshrjáðum löndum, var einnig veittur ríkisborgarréttur. Bróðir Asilar heitir Suleiman Almassri og hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Bjóst ekki við þessu „Við erum svo ánægð. Ég hringdi í Asil í gær. Hún er svo glöð og hún bjóst ekki við þessu. Hana langar að koma hingað og byrja að læra íslensku og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Hún er svo þakklát fyrir Alþingi, fólkið á Íslandi og ríkisstjórnina fyrir að styðja hana og hjálpa henni,“ segir Suleiman bróðir hennar í samtali við fréttamann. Fyrir tveimur mánuðum síðar varð heimili fjölskyldunnar í Al-Fukhari-þorpi fyrir ísraelskri eldflaug. Foreldrar hans báðir og önnur systra hans voru drepin af ísraelska hernum í árásinni. Hana lifðu þó af Asil og tvö börn eldri systurinnar sem lést. Asil er í Egyptalandi sem stendur en á langt ferðalag fram undan til Belgíu þar sem eftir áramót muni bróðir hennar sækja hana og koma með til Íslands. Framundan er langt bataferli. Á engan að í Gasa Suleiman segir Asil vera að búa sig undir nýtt líf þar sem hún getur byrjað aftur í skóla og verið örugg. Hann segir ekkert bíða hennar í Gasa þar sem þau eiga engan þar að lengur. Þau viti heldur ekki hvort hægt verði að endurbyggja heimili þeirra í Al-Fukhari að stríðinu loknu. „Ástandið er henni mjög erfitt. Hún er ung, ekki nema sautján ára, þannig hún getur ekki séð um sig sjálfa. Ástandið í Gasa er mjög erfitt núna. Sérstaklega spítalarnir og hún þarf á aðhlynningu að halda,“ segir Suleiman. Fluggáfuð og langar í háskóla Gert er ráð fyrir því að hin sautján ára Asil muni gera sér leið til Belgíu á næstunni og þaðan fara þau systkinin til Íslands í lok desember eða byrjun janúar. Það sé mikil pappírsvinna að koma henni úr Egyptalandi en að ferlið sé hafið og gangi smurt fyrir sig. „Hana langar að vera eins og hver annar, örugga og byrja að læra. Hún er fluggáfuð og stendur sig vel í skóla. Hún talar betri ensku en ég. Hana langar að byrja að læra íslensku og byrja í háskólanum,“ segir Suleiman og undirstrikar að Asil langi að læra góða íslensku sem fyrst svo hún geti farið í háskólann hér á landi. „Hana langar að koma og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Öllum sem studdu við hana á samfélagsmiðlum, í fréttunum og öllum á Alþingi sem studdu við hana og gáfu henni ríkisborgararétt,“ segir Suleiman að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira