Heimsklassa hjón í Hörpu og Eiður Smári datt í lukkupottinn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. desember 2023 20:38 Innan tíðar verða Bjössi og Dísa í World Class afi og amma. Vísir/Vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen var á meðal verðlaunahafa í jólabingói á Röntgen í vikunni. World Class hjónin Bjössi og Dísa sátu á fremsta bekk á jólatónleikum og sjóðheitar mömmur skelltu sér á tónleika Iceguys með krökkunum. Óðum styttist í jólin, þriðji í aðventu á morgun og sannkallað viðburðaflóð þessi jólin. Eitthvað verður eftir að láta og ljóst að árlegir jólatónleikar fjölmargra listamanna gengu ekki jafnvel og undanfarin ár. Það verður þó ekki sagt um Heima um jólin með Friðriki Ómari sem heldur sautján slíka enda boðar hann endalok jólatónleikanna eftir níu ára stuð. World Class hjónin Björn Kristmann Leifsson og Hafdís Jónsdóttir voru á meðal gesta í Silfurbergi á föstudagskvöld þar sem hálfur salurinn tilheyrði starfsfólki Landsbankans. Fremstur í för var hjólhestaspyrnukóngurinn Anthony Karl Gregory en Bjarni Ármannsson fjárfestir mætti með eiginkonu sinni Helgu Sverrisdóttur og sátu hjónin á fremsta bekk. Bjarni að líkindum í boði Landsbankans enda góður viðskiptavinur bankans. Bankafólkið átti þó ekkert í Kvenfélag Grindavíkur sem var í banastuði. Stjarna kvöldsins var þó Alex Óli, tíu ára söngsnillingur. Hann stefnir á heimsfrægð og skyldi enginn veðja gegn því. Bjössi og Dísa sátu á fremsta bekk eins og Bjarni og Helga. Friðrik og félagar komust ekki hjá því að gera grín að umtalaðri kynjaveislu Birgittu Lífar, dóttur þeirra, á tónleikunum. Væntanlega upphitun fyrir Áramótaskaupið en World Class fólkið er vant alls konar umtali. Pabbi Bjöss og mamma Dísa verða innan tíðar amma og afi. Birgitta Líf var einmitt hrókur alls fagnaðar í dag þegar vinkonur hennar blésu til steypiboðs fyrir hana. Já þau eru mörg tilefnin til að fagna þegar von er á barni með tilheyrandi kostnaði eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Bjössi og Dísa voru í miklu stuði í Hörpu en í vikunni varð ljósta að ekkert verður úr því að þau verði nágrannar Antons Kristins Þórarinssonar á Arnarnesinu. Hjónin líkt og Anton eru með risastór einbýlishús í byggingu, hlið við hlið, en nú hefur Antoni snúist hugur. Húsið hans er komið á sölu og spennandi að sjá hverjir verða nýir grannar Bjössa og Dísu þegar þau flytja á Arnarnesið. Reirhjónin Rannveig Eir Einarsdóttir og Hilmar Þór Kristinsson voru líka í Silfurbergi, sömuleiðis handboltakempurnar Drífa og Dagný Skúladætur með sitt gullfallega bros að vopni og bolvíski útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason. Tónlistin dunaði víðar og ljóst að strákarnir í Iceguys áttu laugardaginn í Kaplakrika þangað sem mömmur, og einstaka pabbi, fjölmenntu með börnum sínum til að bera fimmmenningana augum. Þrennir tónleikar takk fyrir túkall. María Sigrún Hilmarsdóttir þula hjá RÚV skellti 27 kílóa erfingja á axlirnar og hafði lítið fyrir því. Guðný Helga Herbertsdóttir forstjóri VÍS er unnandi góðrar tónlistar og lét sig ekki vanta í gleðina. Það er nú þannig með hana Guðnýju Helgu að hún vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt. Boðskapur sem Grinch-ar þessa lands mættu taka sér til fyrirmyndar. Fjölmargir liggja í flensu og pest þessa dagana. Ekki þó Þórólfur Guðnason fyrrverandi sóttvarnalæknir sem skellti sér í Þjóðleikhúsið á föstudagskvöldið á sýninguna Á rauðu ljósi. Anna Svava Knútsdóttir var líka á svæðinu. Auður Jóns rithöfundur og Kamilla Einarsdóttir rithöfundur deildu vafalítið reynslusögum úr 101 þar sem þær skáluðu á Tíu sopum. Hjá Jóni er nýlegur veitingastaður á Parliament hótelinu við Austurvöll. Þangað er stutt fyrir þingmenn að fara og það nýttu Miðflokksmennirnir Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sér á föstudagskvöldið. Bergþór og Sigmundur hafa farið mikinn í ræðustól þingsins síðari hluta vikunnar og væntanlega kærkomið að væta kverkarnar. Það gerði Logi Einarsson í Samfylkingunni líka þó hann hafi ekki farið jafnmargar ferðir í pontu og Miðflokksmennirnir á síðustu dögum þingsins fyrir kærkomið jólafrí. Meðal mála Miðflokksmanna undanfarnar vikur er baráttan fyrir niðurlagningu jafnlaunavottunar. Jólaösin er ekki fyrir alla og sumir vilja helst komast út í heim á meðan pressan eykst í aðdraganda hátíðar ljóss og friðar. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður skellti sér til Ítalíu, þar sem hann er með annan fótinn, en nú til Norður-Ítalíu. Þar sá hann skjólstæðing sinn Albert Guðmundsson skora fyrir Genoa. Vilhjálmur er duglegur að taka myndir á ferðalögum sínum og deila með fylgjendum sínum. Yfirleitt verða flott hótel og veitingastaðir á vegi lögmannsins vel klædda. Talandi um íþróttir þá gerðu körfuboltabræðurnir Oddur og Björn Kristjánssynir vel við sig í vikunni og skelltu sér út að borða á Sumac. Greinilega aðdáendur austurlenskrar matargerðar. Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltagoðsögn með meiru, skellti sér í Bingó á Röntgen og með í för var stórvinkona hans Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins. Eiður Smári er greinilega heppin í spilum því hann vann til verðlauna í Bingó. Verðlaunin voru stefnumót á Röntgen og fékk ónefnd stúlka símtal frá fótboltakónginum með tilkynningu um stefnumót fram undan. Allt í góðu gríni og mikið hlegið á Hverfisgötunni eins og venjulega. Ástin og lífið Tengdar fréttir Eiður Smári og Inga Lind í banastuði á aðventunni Eiður Smári fékk vænt adrenalínkikk, Inga Lind söng í karókí í London og Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að mála. Já það gekk á með ýmsu um liðna helgi sem kennd er við annan í aðventu. 11. desember 2023 10:35 Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Óðum styttist í jólin, þriðji í aðventu á morgun og sannkallað viðburðaflóð þessi jólin. Eitthvað verður eftir að láta og ljóst að árlegir jólatónleikar fjölmargra listamanna gengu ekki jafnvel og undanfarin ár. Það verður þó ekki sagt um Heima um jólin með Friðriki Ómari sem heldur sautján slíka enda boðar hann endalok jólatónleikanna eftir níu ára stuð. World Class hjónin Björn Kristmann Leifsson og Hafdís Jónsdóttir voru á meðal gesta í Silfurbergi á föstudagskvöld þar sem hálfur salurinn tilheyrði starfsfólki Landsbankans. Fremstur í för var hjólhestaspyrnukóngurinn Anthony Karl Gregory en Bjarni Ármannsson fjárfestir mætti með eiginkonu sinni Helgu Sverrisdóttur og sátu hjónin á fremsta bekk. Bjarni að líkindum í boði Landsbankans enda góður viðskiptavinur bankans. Bankafólkið átti þó ekkert í Kvenfélag Grindavíkur sem var í banastuði. Stjarna kvöldsins var þó Alex Óli, tíu ára söngsnillingur. Hann stefnir á heimsfrægð og skyldi enginn veðja gegn því. Bjössi og Dísa sátu á fremsta bekk eins og Bjarni og Helga. Friðrik og félagar komust ekki hjá því að gera grín að umtalaðri kynjaveislu Birgittu Lífar, dóttur þeirra, á tónleikunum. Væntanlega upphitun fyrir Áramótaskaupið en World Class fólkið er vant alls konar umtali. Pabbi Bjöss og mamma Dísa verða innan tíðar amma og afi. Birgitta Líf var einmitt hrókur alls fagnaðar í dag þegar vinkonur hennar blésu til steypiboðs fyrir hana. Já þau eru mörg tilefnin til að fagna þegar von er á barni með tilheyrandi kostnaði eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Bjössi og Dísa voru í miklu stuði í Hörpu en í vikunni varð ljósta að ekkert verður úr því að þau verði nágrannar Antons Kristins Þórarinssonar á Arnarnesinu. Hjónin líkt og Anton eru með risastór einbýlishús í byggingu, hlið við hlið, en nú hefur Antoni snúist hugur. Húsið hans er komið á sölu og spennandi að sjá hverjir verða nýir grannar Bjössa og Dísu þegar þau flytja á Arnarnesið. Reirhjónin Rannveig Eir Einarsdóttir og Hilmar Þór Kristinsson voru líka í Silfurbergi, sömuleiðis handboltakempurnar Drífa og Dagný Skúladætur með sitt gullfallega bros að vopni og bolvíski útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason. Tónlistin dunaði víðar og ljóst að strákarnir í Iceguys áttu laugardaginn í Kaplakrika þangað sem mömmur, og einstaka pabbi, fjölmenntu með börnum sínum til að bera fimmmenningana augum. Þrennir tónleikar takk fyrir túkall. María Sigrún Hilmarsdóttir þula hjá RÚV skellti 27 kílóa erfingja á axlirnar og hafði lítið fyrir því. Guðný Helga Herbertsdóttir forstjóri VÍS er unnandi góðrar tónlistar og lét sig ekki vanta í gleðina. Það er nú þannig með hana Guðnýju Helgu að hún vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt. Boðskapur sem Grinch-ar þessa lands mættu taka sér til fyrirmyndar. Fjölmargir liggja í flensu og pest þessa dagana. Ekki þó Þórólfur Guðnason fyrrverandi sóttvarnalæknir sem skellti sér í Þjóðleikhúsið á föstudagskvöldið á sýninguna Á rauðu ljósi. Anna Svava Knútsdóttir var líka á svæðinu. Auður Jóns rithöfundur og Kamilla Einarsdóttir rithöfundur deildu vafalítið reynslusögum úr 101 þar sem þær skáluðu á Tíu sopum. Hjá Jóni er nýlegur veitingastaður á Parliament hótelinu við Austurvöll. Þangað er stutt fyrir þingmenn að fara og það nýttu Miðflokksmennirnir Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sér á föstudagskvöldið. Bergþór og Sigmundur hafa farið mikinn í ræðustól þingsins síðari hluta vikunnar og væntanlega kærkomið að væta kverkarnar. Það gerði Logi Einarsson í Samfylkingunni líka þó hann hafi ekki farið jafnmargar ferðir í pontu og Miðflokksmennirnir á síðustu dögum þingsins fyrir kærkomið jólafrí. Meðal mála Miðflokksmanna undanfarnar vikur er baráttan fyrir niðurlagningu jafnlaunavottunar. Jólaösin er ekki fyrir alla og sumir vilja helst komast út í heim á meðan pressan eykst í aðdraganda hátíðar ljóss og friðar. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður skellti sér til Ítalíu, þar sem hann er með annan fótinn, en nú til Norður-Ítalíu. Þar sá hann skjólstæðing sinn Albert Guðmundsson skora fyrir Genoa. Vilhjálmur er duglegur að taka myndir á ferðalögum sínum og deila með fylgjendum sínum. Yfirleitt verða flott hótel og veitingastaðir á vegi lögmannsins vel klædda. Talandi um íþróttir þá gerðu körfuboltabræðurnir Oddur og Björn Kristjánssynir vel við sig í vikunni og skelltu sér út að borða á Sumac. Greinilega aðdáendur austurlenskrar matargerðar. Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltagoðsögn með meiru, skellti sér í Bingó á Röntgen og með í för var stórvinkona hans Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins. Eiður Smári er greinilega heppin í spilum því hann vann til verðlauna í Bingó. Verðlaunin voru stefnumót á Röntgen og fékk ónefnd stúlka símtal frá fótboltakónginum með tilkynningu um stefnumót fram undan. Allt í góðu gríni og mikið hlegið á Hverfisgötunni eins og venjulega.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Eiður Smári og Inga Lind í banastuði á aðventunni Eiður Smári fékk vænt adrenalínkikk, Inga Lind söng í karókí í London og Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að mála. Já það gekk á með ýmsu um liðna helgi sem kennd er við annan í aðventu. 11. desember 2023 10:35 Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Eiður Smári og Inga Lind í banastuði á aðventunni Eiður Smári fékk vænt adrenalínkikk, Inga Lind söng í karókí í London og Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að mála. Já það gekk á með ýmsu um liðna helgi sem kennd er við annan í aðventu. 11. desember 2023 10:35