Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2023 18:54 Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans hefur átt samskipti við ekkju Andemariam Beyene, beðið hana afsökunar og orðið við beiðni lögmanns hennar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. vísir/vilhelm Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar kemur jafnframt fram að lögmaður ekkju Andemariam Beyene, sem er Sigurður G. Guðjónsson, hafi sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Vísir fjallaði um málið nú síðdegis og greindi frá því því að Sigurður hafi sett fram þá kröfu að leitað verði sátta. Að öðrum kosti yrði höfðað mál á hendur ríkinu og Tómasi Guðbjartssyni lækni. Í tilkynningunni segir að Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans telji rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmi aðkomu stofnunarinnar að málinu: „[...] að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést.“ Þá segir að Runólfur hafi átt í samskiptum við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Auk þess hefur hann orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins. Hér neðar má sjá tilkynningu Landspítala í heild sinni: Tilkynning frá skrifstofu forstjóra „Nýlega féll endalegur dómur fyrir sænskum dómstólum í máli Paolo Macchiarini, ítalska skurðlæknisins sem framkvæmdi svokallaðar plastbarkaaðgerðir á sjúklingum á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu með þeim afleiðingum að sjúklingarnir létust. Macchiarini var sakfelldur fyrir alvarlega líkamsárás og hefur Hæstiréttur Svíþjóðar synjað beiðni um áfrýjun dómsins. Í dóminum kemur fram að aðgerðirnar hafi ekki byggt á viðunandi vísindalegum og klínískum grunni. Í framhaldinu hefur umræða skapast bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum þar sem fjallað er um niðurstöðu dómsins í víðara samhengi. Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið málið til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst þessa aðgerð, Andemariam Beyene. Lögmaður ekkju Andemariam Beyene hefur sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Forstjóri Landspítala telur rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmar aðkomu stofnunarinnar að málinu, að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést. Forstjóri hefur átt samskipti við ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Þá hefur forstjóri orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins.“ Landspítalinn Plastbarkamálið Lögmennska Heilbrigðismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar kemur jafnframt fram að lögmaður ekkju Andemariam Beyene, sem er Sigurður G. Guðjónsson, hafi sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Vísir fjallaði um málið nú síðdegis og greindi frá því því að Sigurður hafi sett fram þá kröfu að leitað verði sátta. Að öðrum kosti yrði höfðað mál á hendur ríkinu og Tómasi Guðbjartssyni lækni. Í tilkynningunni segir að Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans telji rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmi aðkomu stofnunarinnar að málinu: „[...] að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést.“ Þá segir að Runólfur hafi átt í samskiptum við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Auk þess hefur hann orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins. Hér neðar má sjá tilkynningu Landspítala í heild sinni: Tilkynning frá skrifstofu forstjóra „Nýlega féll endalegur dómur fyrir sænskum dómstólum í máli Paolo Macchiarini, ítalska skurðlæknisins sem framkvæmdi svokallaðar plastbarkaaðgerðir á sjúklingum á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu með þeim afleiðingum að sjúklingarnir létust. Macchiarini var sakfelldur fyrir alvarlega líkamsárás og hefur Hæstiréttur Svíþjóðar synjað beiðni um áfrýjun dómsins. Í dóminum kemur fram að aðgerðirnar hafi ekki byggt á viðunandi vísindalegum og klínískum grunni. Í framhaldinu hefur umræða skapast bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum þar sem fjallað er um niðurstöðu dómsins í víðara samhengi. Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið málið til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst þessa aðgerð, Andemariam Beyene. Lögmaður ekkju Andemariam Beyene hefur sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Forstjóri Landspítala telur rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmar aðkomu stofnunarinnar að málinu, að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést. Forstjóri hefur átt samskipti við ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Þá hefur forstjóri orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins.“
Landspítalinn Plastbarkamálið Lögmennska Heilbrigðismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira