Höfuðkúpan tilheyrði danskri konu frá 18. öld Árni Sæberg skrifar 15. desember 2023 13:21 Mannerfðafræðingarnir Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir að skoða beinin og taka sýni til að rannsaka. Íslensk erfðagreining Brot úr höfuðkúpu, sem fannst undir gólffjölum í Ráðherrabústaðnum í september, tilheyrði danskri konu sem var uppi á átjándu öld. Þetta sögðu mannerfðafræðingar Íslenskrar erfðagreiningar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum, sem hófst klukkan 13. Fundinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Þau Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir kynntu rannsóknina á beinbrotunum og niðurstöður hennar. Helstu niðurstöður voru þær að líkamsleifarnar hafi tilheyrt danskri konu með brúnt hár og brún augu. Hún eigi enga afkomendur eða skyldmenni hér á landi. Hún hafi að öllum líkindum lifað og dáið hér á landi á 18. öld. Fjarskyldir ættingjar hennar fundust hins vegar í Danmörku. Kári Stefánsson greip orðið á fundinum og sagði dönsk yfirvöld ekki hafa leyft frekari rannsóknir á því hvaða Danir eru skyldir henni. Mengun í erfðaefninu Agnar sagði að við rannsókn á erfðaefni úr höfuðkúpuni hafi um fimmtán prósent þess tilheyrt öðrum en konunni. Mengunin sé að öllum líkindum erfðaefni íslenskra karlmanna, sem voru uppi eftir daga konunnar en þó fyrir margt löngu. Þá sagði Agnar það ágæta tilgátu að bein konunnar hafi komið úr Víkurkirkjugarði, sem var við Landssímareitinn. Í gegnum tíðina hafi ýmsar líkamsleifar komið í ljós við byggingarvinnu á því svæði og beinin gætu hafa ratað í Ráðherrabústaðinn þaðan. Kári lagði áherslu á að sú ályktun væri þó ekki erfðafræðilegs eðlis. Lítið erfðaefni og mjög niðurbrotið Í upphafi fundar fór Sunna yfir það hvernig niðurstöður rannsóknarinnar fengust. Hún sagði lítið erfðaefni hafa verið í höfuðskeljunum og það erfðaefni mjjög niðurbrotið. Rannsakendur hafi þurft að greina mörg DNA-sýni og raðgreina þau um tífallt meira en venjuleg blóðsýni eru raðgreind. Samt hafi fengist um sextíufallt minna af DNA-bútum til þess að draga ályktinar um eiganda beinanna. Það hafi þó verið nóg til þess að svara lykilspurningum um konuna. Íslensk erfðagreining Reykjavík Vísindi Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Bein útsending: Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13. 15. desember 2023 12:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta sögðu mannerfðafræðingar Íslenskrar erfðagreiningar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum, sem hófst klukkan 13. Fundinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Þau Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir kynntu rannsóknina á beinbrotunum og niðurstöður hennar. Helstu niðurstöður voru þær að líkamsleifarnar hafi tilheyrt danskri konu með brúnt hár og brún augu. Hún eigi enga afkomendur eða skyldmenni hér á landi. Hún hafi að öllum líkindum lifað og dáið hér á landi á 18. öld. Fjarskyldir ættingjar hennar fundust hins vegar í Danmörku. Kári Stefánsson greip orðið á fundinum og sagði dönsk yfirvöld ekki hafa leyft frekari rannsóknir á því hvaða Danir eru skyldir henni. Mengun í erfðaefninu Agnar sagði að við rannsókn á erfðaefni úr höfuðkúpuni hafi um fimmtán prósent þess tilheyrt öðrum en konunni. Mengunin sé að öllum líkindum erfðaefni íslenskra karlmanna, sem voru uppi eftir daga konunnar en þó fyrir margt löngu. Þá sagði Agnar það ágæta tilgátu að bein konunnar hafi komið úr Víkurkirkjugarði, sem var við Landssímareitinn. Í gegnum tíðina hafi ýmsar líkamsleifar komið í ljós við byggingarvinnu á því svæði og beinin gætu hafa ratað í Ráðherrabústaðinn þaðan. Kári lagði áherslu á að sú ályktun væri þó ekki erfðafræðilegs eðlis. Lítið erfðaefni og mjög niðurbrotið Í upphafi fundar fór Sunna yfir það hvernig niðurstöður rannsóknarinnar fengust. Hún sagði lítið erfðaefni hafa verið í höfuðskeljunum og það erfðaefni mjjög niðurbrotið. Rannsakendur hafi þurft að greina mörg DNA-sýni og raðgreina þau um tífallt meira en venjuleg blóðsýni eru raðgreind. Samt hafi fengist um sextíufallt minna af DNA-bútum til þess að draga ályktinar um eiganda beinanna. Það hafi þó verið nóg til þess að svara lykilspurningum um konuna.
Íslensk erfðagreining Reykjavík Vísindi Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Bein útsending: Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13. 15. desember 2023 12:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21
Bein útsending: Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13. 15. desember 2023 12:31