Senda hörðustu prinsessu Íslands í baráttuna um krúnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 08:30 Bergrós Björnsdóttir var boðið á mótið sem fer fram á Mallorca. Það verður seinna hægt að horfa á heimildarmynd um það sem þar fer fram. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir er fyrir löngu byrjuð að skapa sér nafn í CrossFit heiminum og gott dæmi um það er boð hennar í Crown CrossFit keppnina. Bergrós er fulltrúi Norðurlandanna í keppninni. The Crown-Crossfit keppnin er nú haldin í annað sinn á Mallorca á Spáni en fer fram 28 til 31. mars á næsta ári. Þessi keppni er mjög frábrugðin öðrum keppnum en þar fá aðeins tíu unglingar, fimm strákar og fimm stelpur, tækifæri til að keppa um titilinn. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á síðustu heimsleikum í CrossFit og er þegar komin í flokk með efnilegustu CrossFit konum heims. „Ísland sendir sína hörðustu prinsessu til að berjast um krúnuna,“ segir í tilkynningu um þátttöku Bergrósar á samfélagsmiðlum The Crown. Það eru líka sýnd nokkur dæmi frá þátttöku Bergrósar á heimsleikunum síðasta haust. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bergrós fær því að spreyta sig í þessari athyglisverðu keppni á Mallorca og þar hjálpaði örugglega þessi frábæra frammistaða hennar í Madison. Hún sýndi mikinn karakter og styrk á heimsleikunum að koma til baka eftir að hafa fengið hitaslag í byrjun keppninnar. Bergrós vann sig aftur upp listann og endaði loksins á verðlaunapalli eftir frábæran endasprett. Allur kostnaður (flug, gisting, matur og fleira) verður greiddur fyrir keppendur. Þau munu líka dvelja öll saman í húsi á eyjunni og vera þar með einkakokk sem eldar fyrir þau. Keppnin sjálf verður einnig sérstök þar sem mótshaldarar munu nota náttúruna á eyjunni til að komast að því hver sé hraustasti unglingurinn. Það verður synt í sjónum, gerðar æfingar á ströndinni og hjólað upp í fjöllunum svo eitthvað sé nefnt. Það verður líka gerð heimildamynd um keppnina þannig að keppendurnir munu hafa myndavélar sem fylgjast með þeim allan tímann sem þau eru á eyjunni. Sex unglingar fengu boð um að taka þátt í keppninni og var Bergrós ein af þeim. Þeir sem fá ekki boð en vilja keppa, þurfa að vinna sé inn keppnisrétt í gegnum undankeppni á netinu. Þar komast tvö stelpur og tveir strákar í viðbót inn við þau sex sem var boðið. Einu sinni í viku fram að mótinu verða keppendur kynntir á samfélagsmiðlum mótsins og var Bergrós fyrsta stelpan sem kynnt til leiks. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Bergrós er fulltrúi Norðurlandanna í keppninni. The Crown-Crossfit keppnin er nú haldin í annað sinn á Mallorca á Spáni en fer fram 28 til 31. mars á næsta ári. Þessi keppni er mjög frábrugðin öðrum keppnum en þar fá aðeins tíu unglingar, fimm strákar og fimm stelpur, tækifæri til að keppa um titilinn. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á síðustu heimsleikum í CrossFit og er þegar komin í flokk með efnilegustu CrossFit konum heims. „Ísland sendir sína hörðustu prinsessu til að berjast um krúnuna,“ segir í tilkynningu um þátttöku Bergrósar á samfélagsmiðlum The Crown. Það eru líka sýnd nokkur dæmi frá þátttöku Bergrósar á heimsleikunum síðasta haust. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bergrós fær því að spreyta sig í þessari athyglisverðu keppni á Mallorca og þar hjálpaði örugglega þessi frábæra frammistaða hennar í Madison. Hún sýndi mikinn karakter og styrk á heimsleikunum að koma til baka eftir að hafa fengið hitaslag í byrjun keppninnar. Bergrós vann sig aftur upp listann og endaði loksins á verðlaunapalli eftir frábæran endasprett. Allur kostnaður (flug, gisting, matur og fleira) verður greiddur fyrir keppendur. Þau munu líka dvelja öll saman í húsi á eyjunni og vera þar með einkakokk sem eldar fyrir þau. Keppnin sjálf verður einnig sérstök þar sem mótshaldarar munu nota náttúruna á eyjunni til að komast að því hver sé hraustasti unglingurinn. Það verður synt í sjónum, gerðar æfingar á ströndinni og hjólað upp í fjöllunum svo eitthvað sé nefnt. Það verður líka gerð heimildamynd um keppnina þannig að keppendurnir munu hafa myndavélar sem fylgjast með þeim allan tímann sem þau eru á eyjunni. Sex unglingar fengu boð um að taka þátt í keppninni og var Bergrós ein af þeim. Þeir sem fá ekki boð en vilja keppa, þurfa að vinna sé inn keppnisrétt í gegnum undankeppni á netinu. Þar komast tvö stelpur og tveir strákar í viðbót inn við þau sex sem var boðið. Einu sinni í viku fram að mótinu verða keppendur kynntir á samfélagsmiðlum mótsins og var Bergrós fyrsta stelpan sem kynnt til leiks. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira