Færir íslensku þjóðinni góðar fréttir Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 14. desember 2023 07:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Innan við mánuður er til stefnu þar til íslenska landsliðið hefur leik á EM í handbolta í Þýskalandi. Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar sér að verða klár í slaginn þar. Gísli sem leikið hefur lykilhlutverk í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er einn besti handboltamaður heims, fór úr axlarlið í leik með þýska liðinu Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í júní fyrr á þessu ári. Gísli spilaði samt sem áður sjálfan úrslitaleikinn degi síðar og átti stórleik þegar Magdeburg varð Evrópumeistari en í kjölfarið var svo ákveðið að hann færi í aðgerð á öxl. Undanfarna mánuði hefur hann því verið í endurhæfingu og er nú kominn á þann stað að vera mættur aftur á leikskýrslu með Magdeburg og spyr íslenska þjóðin því að því þessa dagana hvort að Gísli verði klár með Íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar? „Ég geri 100 prósent ráð fyrir því að vera með á EM í janúar,“ segir Gísli í samtali við Vísi. „Það er ekkert annað en það sem kemur til greina. Þetta er það sem ég hef verið að stefna að í rauninni. Að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vera með í janúar og leggja mitt af mörkum fyrir Ísland. Þetta verður allt að halda áfram á sömu braut og ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, að fá þessa leikæfingu sem ég þarf og verða heill aftur.“ Gísli segir það ekki valda vinnuveitendum hans hjá Magdeburg áhyggjum að hann stefni ótrauður á EM eftir að hafa verið svo langan tíma meiddur. Þeir sjái jákvæðu hliðina á því að Gísli verði með landsliðinu á EM. „Viðmótið hjá þeim er í raun þannig að ég er heill og það amar ekkert að öxlinni þá taka þeir því bara vel að ég verði enn þá öflugri og í kringum handboltann allan tímann á EM. Þeir væru heldur ekki að fara láta mig spila ef að þeir væru með einhverja slæma tilfinningu um að eitthvað myndi gerast. Það hefur því ekki verið neitt vesen af hálfu Magdeburgar varðandi það að ég ætli mér á EM með íslenska landsliðinu. Það mun bara hjálpa þeim líka að ég komi í góðu standi til baka.“ Þessi öflugi leikmaður einblínir nú á að taka næstu vikur fram að stórmóti, með trompi hjá Magdeburg „Númer eitt, tvö og þrjú núna er að fá góða tilfinningu handboltalega séð. Fá þessar mínútur innan vallar og vera kominn í frábært stand fyrir EM. Að maður sé ekkert að pæla í því hvort maður sé heill eða ekki í janúar. Sé kominn á sama stað og aðrir og að mér verði enginn afsláttur gefinn. Mitt markmið er að taka þessar næstu vikur með Magdeburg af fullum krafti og vonandi mun ég ekki þurfa að svara fyrir öxlina mína í janúar. Þá yrði sá kafli búinn og næsta skref yrði svo að hjálpa Íslandi að komast upp úr riðlinum á EM. Taka EM með stæl.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Gísli sem leikið hefur lykilhlutverk í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er einn besti handboltamaður heims, fór úr axlarlið í leik með þýska liðinu Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í júní fyrr á þessu ári. Gísli spilaði samt sem áður sjálfan úrslitaleikinn degi síðar og átti stórleik þegar Magdeburg varð Evrópumeistari en í kjölfarið var svo ákveðið að hann færi í aðgerð á öxl. Undanfarna mánuði hefur hann því verið í endurhæfingu og er nú kominn á þann stað að vera mættur aftur á leikskýrslu með Magdeburg og spyr íslenska þjóðin því að því þessa dagana hvort að Gísli verði klár með Íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar? „Ég geri 100 prósent ráð fyrir því að vera með á EM í janúar,“ segir Gísli í samtali við Vísi. „Það er ekkert annað en það sem kemur til greina. Þetta er það sem ég hef verið að stefna að í rauninni. Að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vera með í janúar og leggja mitt af mörkum fyrir Ísland. Þetta verður allt að halda áfram á sömu braut og ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, að fá þessa leikæfingu sem ég þarf og verða heill aftur.“ Gísli segir það ekki valda vinnuveitendum hans hjá Magdeburg áhyggjum að hann stefni ótrauður á EM eftir að hafa verið svo langan tíma meiddur. Þeir sjái jákvæðu hliðina á því að Gísli verði með landsliðinu á EM. „Viðmótið hjá þeim er í raun þannig að ég er heill og það amar ekkert að öxlinni þá taka þeir því bara vel að ég verði enn þá öflugri og í kringum handboltann allan tímann á EM. Þeir væru heldur ekki að fara láta mig spila ef að þeir væru með einhverja slæma tilfinningu um að eitthvað myndi gerast. Það hefur því ekki verið neitt vesen af hálfu Magdeburgar varðandi það að ég ætli mér á EM með íslenska landsliðinu. Það mun bara hjálpa þeim líka að ég komi í góðu standi til baka.“ Þessi öflugi leikmaður einblínir nú á að taka næstu vikur fram að stórmóti, með trompi hjá Magdeburg „Númer eitt, tvö og þrjú núna er að fá góða tilfinningu handboltalega séð. Fá þessar mínútur innan vallar og vera kominn í frábært stand fyrir EM. Að maður sé ekkert að pæla í því hvort maður sé heill eða ekki í janúar. Sé kominn á sama stað og aðrir og að mér verði enginn afsláttur gefinn. Mitt markmið er að taka þessar næstu vikur með Magdeburg af fullum krafti og vonandi mun ég ekki þurfa að svara fyrir öxlina mína í janúar. Þá yrði sá kafli búinn og næsta skref yrði svo að hjálpa Íslandi að komast upp úr riðlinum á EM. Taka EM með stæl.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira