Slysið á hárgreiðslustofunni í Kópavogi fær áheyrn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2023 13:42 Slysið varð á hárgreiðslustofu í Kópavogi. Þessi mynder þó af ótengdri hágreiðslustofu. Getty Images Mál konu sem slasaðist við fall úr stól á hárgreiðslustofu í Kópavogi árið 2017 fær áheyrn hjá Hæstarétti. Rétturinn telur málið hafa fordæmisgildi og féllst á áfrýjunarbeiðni konunnar. Landsréttur dæmdi í málinu í október, sagði atvikið óhappatilvik og þar af leiðandi enginn talinn bera ábyrgð á slysinu. Héraðsdómur hafði áður dæmt konunni í vil og sagt hana eiga rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofunnar, sem var tryggð hjá Sjóvá. Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Fyrir dómi bar konan fyrir sig að stóllinn hafi verið gallaður eða lélegur og að hárgreiðslustofan hafi borið á því ábyrgð. Stóllinn hafi verið tíu til fimmtán ára gamall og eftirliti með honum ábótavant. Þannig hafi stofan vanrækt aðgæsluskyldur, sýnt af sér saknæma háttsemi og þar af leiðandi borið bótaábyrgð. Sjóvá, vátryggingafélag hárgreiðslustofunnar og stefndi í málinu, bar fyrir sig að slysið hafi ekki átt rætur sínar að rekja til saknæmrar háttsemi. Þetta hafi einungis verið óhappatilvik og enginn á því borið ábyrgð. Stóllinn hafi verið sérstaklega gerður fyrir hárgreiðslustofur, reglulega yfirfarinn og í notkun í fjölda ára vandkvæðalaust. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á skaðabótum frá Sjóvá vegna slyssins, meðal annars með vísan til þess að nægar upplýsingar um ástand stólsins hafi ekki legið fyrir, og var hárgreiðslustofan látin bera hallann af þeim sönnunarskorti. Landsréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og taldi að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Lagt var til grundvallar að stólarnir væru skoðaðir með reglulegu millibili og að viðhald færi fram eftir þörfum. Ekki var fallist á að hárgreiðslustofan hafi vanrækt eftirlit eða viðhald, og var vátryggingafélag stofunnar því sýknað af bótakröfu konunnar, sem slasaðist í stólnum. Konan leitaði til Hæstaréttar, óskaði eftir umfjöllun réttarins og byggði á því að dómur Landsréttar væri rangur. Ekki væri hægt að slá því föstu að slysið yrði ekki rakið til saknæmrar háttsemi hárgreiðslustofunnar. Með niðurstöðu Landsréttar væri konan látin bera halla af því að ekkert lægi fyrir um hvers vegna málmfestingin á stólnum brotnaði. Sjóvá almennar yrðu að bera hallann af sönnunarskorti um þetta atriði en ekki konan sem gert hafi allt sem í hennar valdi stóð til að upplýsa slysið. Þá byggði konan á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi þar sem aldrei áður hefði reynt á hvaða áhrif það hafi á sönnunarstöðu aðila þegar tryggingafélag upplýsi ekki vátryggingarhafa strax kröfu um bætur. Í þessu tilfelli liðu fjórir mánuðir áður en krafan var tilkynnt en á þeima tíma var búið að gera við stólinn. Því hafi ekki verið unnt að rannsaka hvers vegna stóllinn brotnaði. Féllst Hæstiréttur því á að taka málið til meðferðar. Kópavogur Dómsmál Hár og förðun Tryggingar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Landsréttur dæmdi í málinu í október, sagði atvikið óhappatilvik og þar af leiðandi enginn talinn bera ábyrgð á slysinu. Héraðsdómur hafði áður dæmt konunni í vil og sagt hana eiga rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofunnar, sem var tryggð hjá Sjóvá. Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Fyrir dómi bar konan fyrir sig að stóllinn hafi verið gallaður eða lélegur og að hárgreiðslustofan hafi borið á því ábyrgð. Stóllinn hafi verið tíu til fimmtán ára gamall og eftirliti með honum ábótavant. Þannig hafi stofan vanrækt aðgæsluskyldur, sýnt af sér saknæma háttsemi og þar af leiðandi borið bótaábyrgð. Sjóvá, vátryggingafélag hárgreiðslustofunnar og stefndi í málinu, bar fyrir sig að slysið hafi ekki átt rætur sínar að rekja til saknæmrar háttsemi. Þetta hafi einungis verið óhappatilvik og enginn á því borið ábyrgð. Stóllinn hafi verið sérstaklega gerður fyrir hárgreiðslustofur, reglulega yfirfarinn og í notkun í fjölda ára vandkvæðalaust. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á skaðabótum frá Sjóvá vegna slyssins, meðal annars með vísan til þess að nægar upplýsingar um ástand stólsins hafi ekki legið fyrir, og var hárgreiðslustofan látin bera hallann af þeim sönnunarskorti. Landsréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og taldi að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Lagt var til grundvallar að stólarnir væru skoðaðir með reglulegu millibili og að viðhald færi fram eftir þörfum. Ekki var fallist á að hárgreiðslustofan hafi vanrækt eftirlit eða viðhald, og var vátryggingafélag stofunnar því sýknað af bótakröfu konunnar, sem slasaðist í stólnum. Konan leitaði til Hæstaréttar, óskaði eftir umfjöllun réttarins og byggði á því að dómur Landsréttar væri rangur. Ekki væri hægt að slá því föstu að slysið yrði ekki rakið til saknæmrar háttsemi hárgreiðslustofunnar. Með niðurstöðu Landsréttar væri konan látin bera halla af því að ekkert lægi fyrir um hvers vegna málmfestingin á stólnum brotnaði. Sjóvá almennar yrðu að bera hallann af sönnunarskorti um þetta atriði en ekki konan sem gert hafi allt sem í hennar valdi stóð til að upplýsa slysið. Þá byggði konan á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi þar sem aldrei áður hefði reynt á hvaða áhrif það hafi á sönnunarstöðu aðila þegar tryggingafélag upplýsi ekki vátryggingarhafa strax kröfu um bætur. Í þessu tilfelli liðu fjórir mánuðir áður en krafan var tilkynnt en á þeima tíma var búið að gera við stólinn. Því hafi ekki verið unnt að rannsaka hvers vegna stóllinn brotnaði. Féllst Hæstiréttur því á að taka málið til meðferðar.
Kópavogur Dómsmál Hár og förðun Tryggingar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira