Banaslys við Hvalfjarðargöng: Var á örvandi efnum og tvöföldum hámarkshraða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 12:16 Yfirlitsmynd af slysstað. Bíll mannsins er neðst til hægri. Tæknideild lögreglu Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Akrafjallsvegi í grennd við Hvalfjarðargöng þann 22. júlí í fyrra reyndist hafa verið á örvandi efnum sem gerði það að verkum að hann var óhæfur til aksturs. Þá er sennilegt að hann hafi hraðast ekið um á tvöföldum leyfðum hámarkshraða. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Maðurinn lést eftir að hafa kastast út úr bílnum þar sem hann valt á Akrafjallsvegi skammt vestan við Innnesveg. Samkvæmt nefndinni lést hann af völdum fjöláverka en maðurinn var spenntur í öryggisbelti en kastaðist þrátt fyrir það út úr bílnum. Veitt eftirför á 180 kílómetra hraða Í skýrslunni kemur fram að maðurinn, sem var 50 ára, hafi ekið bíl sínum af gerðinni Honda Accord á Akrafjallsvegi í vesturátt. Skammt vestan við afleggjara að Innnesi var bílnum ekið hratt í mjúkri hægri beygju á vinstri akgrein fram úr strætisvagni. Afturendi bílsins rann til vinstri þegar ökumaður beygði yfir á hægri akrein að loknum framúrakstrinum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út fyrir veg og endastakkst nokkrum sinnum. Bíllinn stöðvaðist á hjólunum með framendann til austurs, skammt sunnan vegarins. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum áður en hann stöðvaðist og var úrskurðaður látinn á slysstað. Heildarlengd vettvangsins var um 146 metrar. Yfirlitsmynd af slysstað sem sýnir akstursátt bílsins, ákomur á jarðvegi og staðsetningu bílsins eftir slysið. Tæknideild lögreglu Lögreglumenn sem höfðu fengið tilkynningu um rásandi aksturslag mannsins og komu frá Akranesi til að kanna ástand ökumannsins mættu bíl mannsins sem ók honum á eðlilegum umferðarhraða. Sneru lögreglumennirnir þá við á eftir Honda bílnum en jók þá maðurinn hraða bílsins verulega. Þá hófst eftirför með bláum forgangsljósum en mestur hraði lögreglubílsins var 180 kílómetrar en þrátt fyrir það nálgaðist lögreglubíllinn Honda bílinn ekki. Ekkert athugavert við bílinn Ekkert athugavert kom fram í skoðun nefndarinnar á bíl mannsins. Ekki var hægt að lesa hraða mannsins úr tölvu bílsins en miðað við ummerki á slysstað og samkvæmt frásögn lögreglu og vitna er sennilegt að ökumaðurinn hafi hraðast eki á um tvöldum leyfðum hámarkshraða. Þá er mjúk beyga á veginum þar sem slysið varð. Vegurinn mældist um 6,5 metra á breidd og með bundnu slitlagi. Á slysstað var hálfbrotin miðlína, sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka hana og óheimilt nema með sérstakri varúð. Samgönguslys Umferðaröryggi Hvalfjarðarsveit Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Maðurinn lést eftir að hafa kastast út úr bílnum þar sem hann valt á Akrafjallsvegi skammt vestan við Innnesveg. Samkvæmt nefndinni lést hann af völdum fjöláverka en maðurinn var spenntur í öryggisbelti en kastaðist þrátt fyrir það út úr bílnum. Veitt eftirför á 180 kílómetra hraða Í skýrslunni kemur fram að maðurinn, sem var 50 ára, hafi ekið bíl sínum af gerðinni Honda Accord á Akrafjallsvegi í vesturátt. Skammt vestan við afleggjara að Innnesi var bílnum ekið hratt í mjúkri hægri beygju á vinstri akgrein fram úr strætisvagni. Afturendi bílsins rann til vinstri þegar ökumaður beygði yfir á hægri akrein að loknum framúrakstrinum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út fyrir veg og endastakkst nokkrum sinnum. Bíllinn stöðvaðist á hjólunum með framendann til austurs, skammt sunnan vegarins. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum áður en hann stöðvaðist og var úrskurðaður látinn á slysstað. Heildarlengd vettvangsins var um 146 metrar. Yfirlitsmynd af slysstað sem sýnir akstursátt bílsins, ákomur á jarðvegi og staðsetningu bílsins eftir slysið. Tæknideild lögreglu Lögreglumenn sem höfðu fengið tilkynningu um rásandi aksturslag mannsins og komu frá Akranesi til að kanna ástand ökumannsins mættu bíl mannsins sem ók honum á eðlilegum umferðarhraða. Sneru lögreglumennirnir þá við á eftir Honda bílnum en jók þá maðurinn hraða bílsins verulega. Þá hófst eftirför með bláum forgangsljósum en mestur hraði lögreglubílsins var 180 kílómetrar en þrátt fyrir það nálgaðist lögreglubíllinn Honda bílinn ekki. Ekkert athugavert við bílinn Ekkert athugavert kom fram í skoðun nefndarinnar á bíl mannsins. Ekki var hægt að lesa hraða mannsins úr tölvu bílsins en miðað við ummerki á slysstað og samkvæmt frásögn lögreglu og vitna er sennilegt að ökumaðurinn hafi hraðast eki á um tvöldum leyfðum hámarkshraða. Þá er mjúk beyga á veginum þar sem slysið varð. Vegurinn mældist um 6,5 metra á breidd og með bundnu slitlagi. Á slysstað var hálfbrotin miðlína, sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka hana og óheimilt nema með sérstakri varúð.
Samgönguslys Umferðaröryggi Hvalfjarðarsveit Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira