Banaslys við Hvalfjarðargöng: Var á örvandi efnum og tvöföldum hámarkshraða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 12:16 Yfirlitsmynd af slysstað. Bíll mannsins er neðst til hægri. Tæknideild lögreglu Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Akrafjallsvegi í grennd við Hvalfjarðargöng þann 22. júlí í fyrra reyndist hafa verið á örvandi efnum sem gerði það að verkum að hann var óhæfur til aksturs. Þá er sennilegt að hann hafi hraðast ekið um á tvöföldum leyfðum hámarkshraða. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Maðurinn lést eftir að hafa kastast út úr bílnum þar sem hann valt á Akrafjallsvegi skammt vestan við Innnesveg. Samkvæmt nefndinni lést hann af völdum fjöláverka en maðurinn var spenntur í öryggisbelti en kastaðist þrátt fyrir það út úr bílnum. Veitt eftirför á 180 kílómetra hraða Í skýrslunni kemur fram að maðurinn, sem var 50 ára, hafi ekið bíl sínum af gerðinni Honda Accord á Akrafjallsvegi í vesturátt. Skammt vestan við afleggjara að Innnesi var bílnum ekið hratt í mjúkri hægri beygju á vinstri akgrein fram úr strætisvagni. Afturendi bílsins rann til vinstri þegar ökumaður beygði yfir á hægri akrein að loknum framúrakstrinum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út fyrir veg og endastakkst nokkrum sinnum. Bíllinn stöðvaðist á hjólunum með framendann til austurs, skammt sunnan vegarins. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum áður en hann stöðvaðist og var úrskurðaður látinn á slysstað. Heildarlengd vettvangsins var um 146 metrar. Yfirlitsmynd af slysstað sem sýnir akstursátt bílsins, ákomur á jarðvegi og staðsetningu bílsins eftir slysið. Tæknideild lögreglu Lögreglumenn sem höfðu fengið tilkynningu um rásandi aksturslag mannsins og komu frá Akranesi til að kanna ástand ökumannsins mættu bíl mannsins sem ók honum á eðlilegum umferðarhraða. Sneru lögreglumennirnir þá við á eftir Honda bílnum en jók þá maðurinn hraða bílsins verulega. Þá hófst eftirför með bláum forgangsljósum en mestur hraði lögreglubílsins var 180 kílómetrar en þrátt fyrir það nálgaðist lögreglubíllinn Honda bílinn ekki. Ekkert athugavert við bílinn Ekkert athugavert kom fram í skoðun nefndarinnar á bíl mannsins. Ekki var hægt að lesa hraða mannsins úr tölvu bílsins en miðað við ummerki á slysstað og samkvæmt frásögn lögreglu og vitna er sennilegt að ökumaðurinn hafi hraðast eki á um tvöldum leyfðum hámarkshraða. Þá er mjúk beyga á veginum þar sem slysið varð. Vegurinn mældist um 6,5 metra á breidd og með bundnu slitlagi. Á slysstað var hálfbrotin miðlína, sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka hana og óheimilt nema með sérstakri varúð. Samgönguslys Umferðaröryggi Hvalfjarðarsveit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Maðurinn lést eftir að hafa kastast út úr bílnum þar sem hann valt á Akrafjallsvegi skammt vestan við Innnesveg. Samkvæmt nefndinni lést hann af völdum fjöláverka en maðurinn var spenntur í öryggisbelti en kastaðist þrátt fyrir það út úr bílnum. Veitt eftirför á 180 kílómetra hraða Í skýrslunni kemur fram að maðurinn, sem var 50 ára, hafi ekið bíl sínum af gerðinni Honda Accord á Akrafjallsvegi í vesturátt. Skammt vestan við afleggjara að Innnesi var bílnum ekið hratt í mjúkri hægri beygju á vinstri akgrein fram úr strætisvagni. Afturendi bílsins rann til vinstri þegar ökumaður beygði yfir á hægri akrein að loknum framúrakstrinum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út fyrir veg og endastakkst nokkrum sinnum. Bíllinn stöðvaðist á hjólunum með framendann til austurs, skammt sunnan vegarins. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum áður en hann stöðvaðist og var úrskurðaður látinn á slysstað. Heildarlengd vettvangsins var um 146 metrar. Yfirlitsmynd af slysstað sem sýnir akstursátt bílsins, ákomur á jarðvegi og staðsetningu bílsins eftir slysið. Tæknideild lögreglu Lögreglumenn sem höfðu fengið tilkynningu um rásandi aksturslag mannsins og komu frá Akranesi til að kanna ástand ökumannsins mættu bíl mannsins sem ók honum á eðlilegum umferðarhraða. Sneru lögreglumennirnir þá við á eftir Honda bílnum en jók þá maðurinn hraða bílsins verulega. Þá hófst eftirför með bláum forgangsljósum en mestur hraði lögreglubílsins var 180 kílómetrar en þrátt fyrir það nálgaðist lögreglubíllinn Honda bílinn ekki. Ekkert athugavert við bílinn Ekkert athugavert kom fram í skoðun nefndarinnar á bíl mannsins. Ekki var hægt að lesa hraða mannsins úr tölvu bílsins en miðað við ummerki á slysstað og samkvæmt frásögn lögreglu og vitna er sennilegt að ökumaðurinn hafi hraðast eki á um tvöldum leyfðum hámarkshraða. Þá er mjúk beyga á veginum þar sem slysið varð. Vegurinn mældist um 6,5 metra á breidd og með bundnu slitlagi. Á slysstað var hálfbrotin miðlína, sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka hana og óheimilt nema með sérstakri varúð.
Samgönguslys Umferðaröryggi Hvalfjarðarsveit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira