Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Jón Þór Stefánsson skrifar 12. desember 2023 11:26 Steinþór Einarsson, sakborningur málsins skoðar gögn áður en aðalmeðferð hófst í gærmorgun. Á móti honum situr Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins. Vísir Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í vitnisburði sínum í gær hélt Steinþór því fram að umræddur frændi Tómasar hefði getað komið í veg fyrir atburði kvöldsins. „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór. Frændinn bjó hjá Tómasi á Ólafsfirði og lýsir aðdraganda andlátsins. Tómas og eiginkona hans hefðu átt í stormasömu sambandi. Daginn fyrir andlátið hefði eiginkona Tómasar ákveðið að fá inni hjá vinkonu sinni í íbúðinni á Ólafsfirði þar sem Tómas átti eftir að láta lífið. Tómas hefði umrætt kvöld sent frændann að ná í eiginkonuna en án árangurs. „Tommi varð mjög reiður, en ég sagði honum að hætta þessu kjaftæði. Hann fór inn í herbergi og kveikti á sjónvarpinu og ég hélt að þetta væri búið.“ Síðan segist frændinn hafa farið að sofa en vaknað til að sækja sér eitthvað í ísskápinn. Hann hafi þá orðið var við sjúkrabíla í götunni. Lögregla hafi handtekið hann og greint honum frá andláti Tómasar. „Ég brotnaði niður við það.“ Aðspurður út í hnífasafn Tómasar og hvort hann hafi verið duglegur að brýna hnífana svaraði frændinn: „Hann var mikill kokkur og var með einhvern kjöthníf sem hann var búinn að brýna nokkrum dögum áður, en það var ekkert þannig,“ sagði hann og gaf til kynna að brýningarnar hafi ekki verið í annarlegum tilgangi. „Ég hefði aldrei hleypt honum af stað hefði hann verið með hnífa með sér,“ sagði frændinn. Frændinn greindi fyrir dómi frá því að Steinþór hefði ráðist á Tómas um verslunarmannahelgina, tveimur mánuðum fyrr. Tómas hefði sagt honum frá árásinni en hann ekki sjálfur orðið vitni að henni. Lýsingin var á þá leið að Steinþór hafi ráðist á Tómas á meðan hann lá uppi í rúmi. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Í vitnisburði sínum í gær hélt Steinþór því fram að umræddur frændi Tómasar hefði getað komið í veg fyrir atburði kvöldsins. „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór. Frændinn bjó hjá Tómasi á Ólafsfirði og lýsir aðdraganda andlátsins. Tómas og eiginkona hans hefðu átt í stormasömu sambandi. Daginn fyrir andlátið hefði eiginkona Tómasar ákveðið að fá inni hjá vinkonu sinni í íbúðinni á Ólafsfirði þar sem Tómas átti eftir að láta lífið. Tómas hefði umrætt kvöld sent frændann að ná í eiginkonuna en án árangurs. „Tommi varð mjög reiður, en ég sagði honum að hætta þessu kjaftæði. Hann fór inn í herbergi og kveikti á sjónvarpinu og ég hélt að þetta væri búið.“ Síðan segist frændinn hafa farið að sofa en vaknað til að sækja sér eitthvað í ísskápinn. Hann hafi þá orðið var við sjúkrabíla í götunni. Lögregla hafi handtekið hann og greint honum frá andláti Tómasar. „Ég brotnaði niður við það.“ Aðspurður út í hnífasafn Tómasar og hvort hann hafi verið duglegur að brýna hnífana svaraði frændinn: „Hann var mikill kokkur og var með einhvern kjöthníf sem hann var búinn að brýna nokkrum dögum áður, en það var ekkert þannig,“ sagði hann og gaf til kynna að brýningarnar hafi ekki verið í annarlegum tilgangi. „Ég hefði aldrei hleypt honum af stað hefði hann verið með hnífa með sér,“ sagði frændinn. Frændinn greindi fyrir dómi frá því að Steinþór hefði ráðist á Tómas um verslunarmannahelgina, tveimur mánuðum fyrr. Tómas hefði sagt honum frá árásinni en hann ekki sjálfur orðið vitni að henni. Lýsingin var á þá leið að Steinþór hafi ráðist á Tómas á meðan hann lá uppi í rúmi.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12
Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01
„Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18