Allir starfsmennirnir fá milljón í jólabónus Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. desember 2023 18:19 Pratik Kumar stofnaði App Dynamic árið 2011 en góður gangur hefur verið á fyrirtækinu undanfarin ár. App Dynamic Íslenska tækni- og hugbúnaðarfyrirtækið App Dynamic hyggst greiða öllum starfsmönnum sínum milljón krónur í jólabónus þetta árið. Ólíklegt má telja að nokkurt annað íslenskt fyrirtæki toppi þessa vænu jólagjöf. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá jólabónus App Dynamic. Velta fyrirtækisins nam 1,4 milljarði árið 2022 og var hagnaður um 585 milljónir króna. Í nýlegri frétt VB kom fram að tíu ársverk voru unnin í fyrra og fyrir það greiddar 129 milljónir króna sem svarar til rúmlega 1,1 milljón króna í laun. App Dynamic tók skrefið frá hugbúnaðarfyrirtæki yfir í tæknifyrirtæki á árinu þegar það hannaði sinn eigin vélbúnað frá grunni í fyrsta sinn fyrir komandi flaggskip sitt, AirServer Connect 3. Sonur verksmiðjueigenda heillaðist af Íslandi Pratik Kumar, framkvæmdastjóri App Dynamic, stofnaði fyrirtækið árið 2011. Fyrirtækið var fyrst með aðstöðu í nítjándu hæð turnsins á Smáratorgi en er í dag til húsa í Katrínartúni 2, betur þekkt sem Höfðatorg. Pratik er af indversku bergi brotinn og kom til Íslands árið 1999, aðeins 22 ára gamall. Í viðtali við Vísi árið 2011 lýsti hann því hvernig hann endaði hér á landi. „Eins og allir Indverjar vildi ég reyna fyrir mér í Bandaríkjunum. Foreldrar mínir áttu nokkrar verksmiðjur í Nýju-Delí og hjá þeim starfa 150 manns. Mig skorti ekkert og ég þurfti ekki að fara. En eftir háskólanám í verkfræði langaði mig ekki til að vinna fyrir föður minn og framleiða íhluti fyrir bíla. Mér fannst menntunin nýtast á öðrum vettvangi og ákvað að reyna fyrir mér annars staðar,“ sagði Pratik í viðtalinu. Hann skráði sig í skiptinemaprógram sem gerði honum kleift að velja úr nokkrum löndum. Ísland varð fyrir valinu og þegar hann kom til landsins bauðst honum að vinna hjá tölvufyrirtækinu Oz, þá eitt mest spennandi tæknifyrirtæki landsins. Pratik ílengdist á Íslandi, er með íslenskan ríkisborgararétt og hefur stofnað til fjölskyldu. Eftir að hafa unnið hjá Arion banka ákvað hann að slá til og stofna App Dynamic og árangurinn lét ekki á sér standa. Eins og hann orðaði það í viðtalinu 2011: „Bandaríkin heilla ekki lengur.“ Tækni Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Alltaf þörf á góðum forritum „Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. 12. maí 2011 05:00 Vill hjálpa fólki að auðgast Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækja sem búa til forrit fyrir Apple-vörur eiga ekki að eyða tíma sínum í að búa til forrit sem seljast lítið eða ekkert og gera síðan allt til að fá viðtal við sig í fjölmiðlum og láta eins og leikurinn sé að gera það gott,“ segir Pratik Kumar, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. 21. apríl 2011 04:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá jólabónus App Dynamic. Velta fyrirtækisins nam 1,4 milljarði árið 2022 og var hagnaður um 585 milljónir króna. Í nýlegri frétt VB kom fram að tíu ársverk voru unnin í fyrra og fyrir það greiddar 129 milljónir króna sem svarar til rúmlega 1,1 milljón króna í laun. App Dynamic tók skrefið frá hugbúnaðarfyrirtæki yfir í tæknifyrirtæki á árinu þegar það hannaði sinn eigin vélbúnað frá grunni í fyrsta sinn fyrir komandi flaggskip sitt, AirServer Connect 3. Sonur verksmiðjueigenda heillaðist af Íslandi Pratik Kumar, framkvæmdastjóri App Dynamic, stofnaði fyrirtækið árið 2011. Fyrirtækið var fyrst með aðstöðu í nítjándu hæð turnsins á Smáratorgi en er í dag til húsa í Katrínartúni 2, betur þekkt sem Höfðatorg. Pratik er af indversku bergi brotinn og kom til Íslands árið 1999, aðeins 22 ára gamall. Í viðtali við Vísi árið 2011 lýsti hann því hvernig hann endaði hér á landi. „Eins og allir Indverjar vildi ég reyna fyrir mér í Bandaríkjunum. Foreldrar mínir áttu nokkrar verksmiðjur í Nýju-Delí og hjá þeim starfa 150 manns. Mig skorti ekkert og ég þurfti ekki að fara. En eftir háskólanám í verkfræði langaði mig ekki til að vinna fyrir föður minn og framleiða íhluti fyrir bíla. Mér fannst menntunin nýtast á öðrum vettvangi og ákvað að reyna fyrir mér annars staðar,“ sagði Pratik í viðtalinu. Hann skráði sig í skiptinemaprógram sem gerði honum kleift að velja úr nokkrum löndum. Ísland varð fyrir valinu og þegar hann kom til landsins bauðst honum að vinna hjá tölvufyrirtækinu Oz, þá eitt mest spennandi tæknifyrirtæki landsins. Pratik ílengdist á Íslandi, er með íslenskan ríkisborgararétt og hefur stofnað til fjölskyldu. Eftir að hafa unnið hjá Arion banka ákvað hann að slá til og stofna App Dynamic og árangurinn lét ekki á sér standa. Eins og hann orðaði það í viðtalinu 2011: „Bandaríkin heilla ekki lengur.“
Tækni Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Alltaf þörf á góðum forritum „Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. 12. maí 2011 05:00 Vill hjálpa fólki að auðgast Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækja sem búa til forrit fyrir Apple-vörur eiga ekki að eyða tíma sínum í að búa til forrit sem seljast lítið eða ekkert og gera síðan allt til að fá viðtal við sig í fjölmiðlum og láta eins og leikurinn sé að gera það gott,“ segir Pratik Kumar, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. 21. apríl 2011 04:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Alltaf þörf á góðum forritum „Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. 12. maí 2011 05:00
Vill hjálpa fólki að auðgast Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækja sem búa til forrit fyrir Apple-vörur eiga ekki að eyða tíma sínum í að búa til forrit sem seljast lítið eða ekkert og gera síðan allt til að fá viðtal við sig í fjölmiðlum og láta eins og leikurinn sé að gera það gott,“ segir Pratik Kumar, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. 21. apríl 2011 04:15