Gunnþórunn Jónsdóttir er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2023 12:48 Gunnþórunn ásamt Óla eiginmanni sínum. Gunnþórunn Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari og athafnakona, lést á líknardeild Landakots 1. desember síðastliðinn. Hún var 77 ára gömul. Gunnþórunn Jónsdóttir flutti frá Ísafirði í bæinn einstæð tveggja barna móðir árið 1973. Gunnþórunn fæddist á Ísafirði og ákvað snemma að verða hágreiðslukona. Hún lauk hárgreiðslunámi frá Iðnskólanum í Reykjavík í október 1964 en sama ár giftist hún Kristjáni Jóakimssyni fyrri eiginmanni sínum. Með honum eignaðist hún tvö börn áður en leiðir þeirra skildu árið 1973. Gunnþórunn flutti til Reykjavíkur árið 1973 en þá var hún orðin hárgreiðslumeistari. Hún keypti Hárgreiðslustofu Vesturbæjar sem hún rak í fimm ár. Sama ár hóf hún sambúð með Óla Kristjáni Sigurðssyni, betur þekktur síðar sem Óli í Olís. Gunnþórunn og Óli stofnuðu Sænsk-íslenska verslunarfélagið, hófu innflutning og ráku verslunina Victor Hugo. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983. Árið 1986 keyptu Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi sem varð svo Nýi bær. Á sama ári keyptu þau Olís en kaupin vöktu mikla athygli. Gunnþórunn og Óli giftu sig sama ár. Eitt af stóru verkefnum Olís sem þau hjónin settu á laggirnar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins var „Græðum landið með Olís“. Græðum landið með Olís vakti þjóðarathygli. Sveinn Runólfsson tekur við framlagi úr hendi Óla kr. Sigurðssonar forstjóra Olís. Gunnþórunn opnaði hárgreiðslustofuna Salon Gabríela árið 1989 og rak ásamt dóttur sinni. Þá var hún ráðgjafi hjá SÁÁ á Vogi um árbil og virk í góðgerðarmálum. Gunnþórunn og Óli voru til viðtals í Bæjarins besta árið 1991. Þá rifjaði hún upp flutningana til Reykjavíkur, einstæð tveggja barna móður, ræddi samband þeirra Óla og uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem þau ráku. „Við stöndum í þessari tröppu núna og stígum í þá næstu þegar við höfum þroska og getu til. Stundum þurftum við að stíga niður aftur. Samt hef ég aldrei skipulagt þessa göngu, ég hef aldrei hugsað sem svo að svona yrði þetta. Þetta bara gerðist,“ sagði Gunnþórunn í viðtalinu. Gunnþórunn ásamt dóttur sinni.Bæjarins besta Óli varð bráðkvaddur í veiðiferð í Norðurá sumarið 1992 en hann var þá aðeins 46 ára. Gunnþórunn tók við rekstri fyrirtækisins Sund við fráfallið. „Hún hafði alla tíð áhuga á málefnum kvenna sem hún gaf sig að og þá sérstaklega börnum og þeirra velferð,“ segir í dánartilkynningu í Morgunblaðinu í dag. Andlát Ísafjarðarbær Hár og förðun Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Gunnþórunn Jónsdóttir flutti frá Ísafirði í bæinn einstæð tveggja barna móðir árið 1973. Gunnþórunn fæddist á Ísafirði og ákvað snemma að verða hágreiðslukona. Hún lauk hárgreiðslunámi frá Iðnskólanum í Reykjavík í október 1964 en sama ár giftist hún Kristjáni Jóakimssyni fyrri eiginmanni sínum. Með honum eignaðist hún tvö börn áður en leiðir þeirra skildu árið 1973. Gunnþórunn flutti til Reykjavíkur árið 1973 en þá var hún orðin hárgreiðslumeistari. Hún keypti Hárgreiðslustofu Vesturbæjar sem hún rak í fimm ár. Sama ár hóf hún sambúð með Óla Kristjáni Sigurðssyni, betur þekktur síðar sem Óli í Olís. Gunnþórunn og Óli stofnuðu Sænsk-íslenska verslunarfélagið, hófu innflutning og ráku verslunina Victor Hugo. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983. Árið 1986 keyptu Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi sem varð svo Nýi bær. Á sama ári keyptu þau Olís en kaupin vöktu mikla athygli. Gunnþórunn og Óli giftu sig sama ár. Eitt af stóru verkefnum Olís sem þau hjónin settu á laggirnar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins var „Græðum landið með Olís“. Græðum landið með Olís vakti þjóðarathygli. Sveinn Runólfsson tekur við framlagi úr hendi Óla kr. Sigurðssonar forstjóra Olís. Gunnþórunn opnaði hárgreiðslustofuna Salon Gabríela árið 1989 og rak ásamt dóttur sinni. Þá var hún ráðgjafi hjá SÁÁ á Vogi um árbil og virk í góðgerðarmálum. Gunnþórunn og Óli voru til viðtals í Bæjarins besta árið 1991. Þá rifjaði hún upp flutningana til Reykjavíkur, einstæð tveggja barna móður, ræddi samband þeirra Óla og uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem þau ráku. „Við stöndum í þessari tröppu núna og stígum í þá næstu þegar við höfum þroska og getu til. Stundum þurftum við að stíga niður aftur. Samt hef ég aldrei skipulagt þessa göngu, ég hef aldrei hugsað sem svo að svona yrði þetta. Þetta bara gerðist,“ sagði Gunnþórunn í viðtalinu. Gunnþórunn ásamt dóttur sinni.Bæjarins besta Óli varð bráðkvaddur í veiðiferð í Norðurá sumarið 1992 en hann var þá aðeins 46 ára. Gunnþórunn tók við rekstri fyrirtækisins Sund við fráfallið. „Hún hafði alla tíð áhuga á málefnum kvenna sem hún gaf sig að og þá sérstaklega börnum og þeirra velferð,“ segir í dánartilkynningu í Morgunblaðinu í dag.
Andlát Ísafjarðarbær Hár og förðun Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent